Neyddust til að farga tugum sendibíla og glæsijeppum Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2024 08:01 Einkum voru það sendibílar að tegundinni Proace sem lentu í pressunni. aðsend Rúmlega þrjátíu nýir Toyota-bílar; aðallega Proace sendibílar en einnig fáeinir af gerðinni Land Cruiser, hefur verið eða verður fargað. „Já, þetta eru 33 bílar. Þeim verður fargað og/eða byrjað er að farga þeim. Það er búið að farga um helmingi. Þá eru batteríin tekin úr þeim og þeir settir í pressu. Við sáum ekki fram á annað en að þetta væri það eina rétta. Þannig liggur í því,“ segir Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota. Lentu í maurasýru Að sögn Páls er aðallega um að ræða Toyota Proace-sendiferðabíla en einnig eru það nokkrir jeppar af Land Cruiser-tegund sem lentu í pressunni. Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota virðist ekki kippa sér mikið upp við þetta. En hvernig má þetta vera? „Bílarnir eru fluttir til landsins með sérstökum bílaflutningaskipum. Í þeim eru mörg þilför, fjögur eða sex og þangað er bílunum keyrt um borð og frá borði. Í þessari ferð var maurasýra sem lak niður á eitt af þilförunum. Það varð mengun af sýrunni sjálfri eða gufum sem frá henni og það smitaðist á 33 bíla til okkar,“ segir Páll. Þetta var í janúar á þessu ári en þetta uppgötvaðist svo þannig að þeir hjá Toyota fóru að fá inn bíla sem reyndust óeðlilega mikið ryðgaðir. „Þarna hafði eitthvað gerst og við eftirgrennslan kom í ljós að sýran hafði lekið þarna niður. Og bílarnir þar með ekki samkvæmt okkar gæðastöðlum,“ segir Páll. Gæðastálið öðlast framhaldslíf Þá var farið í að kalla bílana inn aftur og hefur það verk gengið vel. „Við fengum til baka 16 bíla og erum í þeim fasa að skipta þeim út. Ekki alveg öllum, við erum að bíða eftir því að sambærilegir bílar komi til landsins.“ Auk Proace lentu nokkrir Land Cruiserar í pressunni en þá má telja á fingrum annarrar handar. Þessum bílum verður öllum, vegna ryðs af völdum maurasýru, fargað. „Við höfum tekið bílana til skoðunar og farið yfir þetta allt vandlega. Þeir verða allir teknir úr umferð og pressaðir, fargað.“ Spurður hvort þetta sé ekki tilfinnanlegt tjón segist Páll nú reikna með því að gæðastálið í bílunum muni öðlast framhaldslíf. „Það var ekkert annað í stöðunni. Þessir bílar eiga að endast í ár og áratugi. Svona getur gerst.“ Bílar Skipaflutningar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Já, þetta eru 33 bílar. Þeim verður fargað og/eða byrjað er að farga þeim. Það er búið að farga um helmingi. Þá eru batteríin tekin úr þeim og þeir settir í pressu. Við sáum ekki fram á annað en að þetta væri það eina rétta. Þannig liggur í því,“ segir Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota. Lentu í maurasýru Að sögn Páls er aðallega um að ræða Toyota Proace-sendiferðabíla en einnig eru það nokkrir jeppar af Land Cruiser-tegund sem lentu í pressunni. Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota virðist ekki kippa sér mikið upp við þetta. En hvernig má þetta vera? „Bílarnir eru fluttir til landsins með sérstökum bílaflutningaskipum. Í þeim eru mörg þilför, fjögur eða sex og þangað er bílunum keyrt um borð og frá borði. Í þessari ferð var maurasýra sem lak niður á eitt af þilförunum. Það varð mengun af sýrunni sjálfri eða gufum sem frá henni og það smitaðist á 33 bíla til okkar,“ segir Páll. Þetta var í janúar á þessu ári en þetta uppgötvaðist svo þannig að þeir hjá Toyota fóru að fá inn bíla sem reyndust óeðlilega mikið ryðgaðir. „Þarna hafði eitthvað gerst og við eftirgrennslan kom í ljós að sýran hafði lekið þarna niður. Og bílarnir þar með ekki samkvæmt okkar gæðastöðlum,“ segir Páll. Gæðastálið öðlast framhaldslíf Þá var farið í að kalla bílana inn aftur og hefur það verk gengið vel. „Við fengum til baka 16 bíla og erum í þeim fasa að skipta þeim út. Ekki alveg öllum, við erum að bíða eftir því að sambærilegir bílar komi til landsins.“ Auk Proace lentu nokkrir Land Cruiserar í pressunni en þá má telja á fingrum annarrar handar. Þessum bílum verður öllum, vegna ryðs af völdum maurasýru, fargað. „Við höfum tekið bílana til skoðunar og farið yfir þetta allt vandlega. Þeir verða allir teknir úr umferð og pressaðir, fargað.“ Spurður hvort þetta sé ekki tilfinnanlegt tjón segist Páll nú reikna með því að gæðastálið í bílunum muni öðlast framhaldslíf. „Það var ekkert annað í stöðunni. Þessir bílar eiga að endast í ár og áratugi. Svona getur gerst.“
Bílar Skipaflutningar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira