Höfðu hendur í hári fjárkúgara Michael Schumacher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 19:01 Formúlu 1 goðsögnin og sjöfaldi heimsmeistarinn Michael Schumacher Vísir/Getty Lögreglan hefur handtekið tvo aðila fyrir að reyna að hafa pening af fjölskyldu Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher. Það lítið um upplýsingar um líðan og heilsu Michael Schumacher síðan hann slasaðist illa í skíðabrekku í Ölpunum. Zwei Schumi-Erpresser festgenommen! https://t.co/B9WAzMasY7— Fradi Frad Dreizehn 🇭🇺🇩🇪🇬🇷 (@frad_fradi) June 20, 2024 Mikil eftirspurn er aftur á móti eftir upplýsingum um hvernig lífið gengur fyrir sig hjá fjölskyldunni en Michael Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan. Lögreglan handtók tvo fjárkúgara sem voru að reyna að kúga fjölskylduna um milljónir evra. Ekki er vitað hvort þeir hafi ætlað að leka einhverju út um ástand Schumacher eða hvað þeir vildu fá pening fyrir. Bild segir frá þessu máli og ræðir við talsmann saksóknara. @Sportbladet „Við erum að rannsaka fjákúgunarmál tengt frægum einstaklingi og höfum gefið út handtökuskipun vegna þess. Við getum ekki gefið upp frekari upplýsingar um máli á þessum viðkvæma tíma í rannsókninni,“ sagði Wolf-Tilman Baumert, talsmaður saksóknara. Schumacher fjölskyldan hefur þurft að takast við fjárkúgun áður. Árið 2016 sendi maður fjárkúgunarbréf til Corinna Schumacher, eiginkonu Michaels, þar sem hann sóttist eftir níu hundruð þúsund evrum. Hann hótaði börnum þeirra. „Ef við fáum ekki peninginn fyrir 31. mars þá munum við drepa börnin þín á einhvern hátt. Í formúlu 4 verða nú oft slys,“ stóð meðal annars í bréfinu en sonur Schumacher var þá farinn að keppa í formúlu 4. Michael Schumacher setti met með því að vinna sjö heimsmeistaratitla í formúlu 1 en síðan þá hefur Lewis Hamilton jafnað það met. Hamilton hefur nú unnið fleiri keppnir eða 103 á móti 91. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Það lítið um upplýsingar um líðan og heilsu Michael Schumacher síðan hann slasaðist illa í skíðabrekku í Ölpunum. Zwei Schumi-Erpresser festgenommen! https://t.co/B9WAzMasY7— Fradi Frad Dreizehn 🇭🇺🇩🇪🇬🇷 (@frad_fradi) June 20, 2024 Mikil eftirspurn er aftur á móti eftir upplýsingum um hvernig lífið gengur fyrir sig hjá fjölskyldunni en Michael Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan. Lögreglan handtók tvo fjárkúgara sem voru að reyna að kúga fjölskylduna um milljónir evra. Ekki er vitað hvort þeir hafi ætlað að leka einhverju út um ástand Schumacher eða hvað þeir vildu fá pening fyrir. Bild segir frá þessu máli og ræðir við talsmann saksóknara. @Sportbladet „Við erum að rannsaka fjákúgunarmál tengt frægum einstaklingi og höfum gefið út handtökuskipun vegna þess. Við getum ekki gefið upp frekari upplýsingar um máli á þessum viðkvæma tíma í rannsókninni,“ sagði Wolf-Tilman Baumert, talsmaður saksóknara. Schumacher fjölskyldan hefur þurft að takast við fjárkúgun áður. Árið 2016 sendi maður fjárkúgunarbréf til Corinna Schumacher, eiginkonu Michaels, þar sem hann sóttist eftir níu hundruð þúsund evrum. Hann hótaði börnum þeirra. „Ef við fáum ekki peninginn fyrir 31. mars þá munum við drepa börnin þín á einhvern hátt. Í formúlu 4 verða nú oft slys,“ stóð meðal annars í bréfinu en sonur Schumacher var þá farinn að keppa í formúlu 4. Michael Schumacher setti met með því að vinna sjö heimsmeistaratitla í formúlu 1 en síðan þá hefur Lewis Hamilton jafnað það met. Hamilton hefur nú unnið fleiri keppnir eða 103 á móti 91.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira