Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 21:39 Jóhanna Vigdís brýnir til fyrirtækja og stofnanna að leita að öryggisveikleikum með forvirkum hætti. Vísir/Samsett Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. Árásin var það umfangsmikil að óvíst er hvort Morgunblað morgundagsins verði gefið út. Finna veikleika og brjótast inn Jóhanna Vigdís segir að svo virðist sem að netárásarhópur sambærilegur þeim sem gerði árás á Háskólann í Reykjavík fyrr á árinu hafi staðið að baki árásinni. Hún segir aðferðir allra slíkra hópa sambærilegar. „Allir þessir hópar fara sömu leið. Þeir nota öryggisveikleika sem eru í kerfum tiltekinna fyrirtækja og stofnanna. Þeir leita að öryggisveikleikum, finna þá og nota þá til að brjótast inn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Dæmi um slíka öryggisveikleika sé skortur á tvíþátta auðkenningu, léleg lykilorð starfsmanna auk fleira. Heimildir Vísis herma að árásin á Árvakur hafi verið svokölluð gagnagíslatökuárás sem útsettist á ensku sem ransomware attack. Árásarhópar brjótist þá inn í miðlæg tölvukerfi fyrirtækja, taki afrit af gögnum og loki á aðgang fyrirtækisins að þeim. Getur reynst kostnaðarsamt „Gagnagíslataka þýðir að fyrirtækið hefur ekki lengur aðgang að sínum gögnum. Það skiptir engu máli hvaða fyrirtæki það er í dag eru gögn verðmætasta eign allra fyrirtækja. Ef að þitt fyrirtæki hefur ekki aðgang að gögnum fyrirtækisins þá er það gríðarlega alvarlegt,“ segir Jóhanna Vigdís. „Ég held að fólk geti alveg ímyndað sér hvað það þýði fyrir stór fyrirtæki að lenda í svona netárás,“ segir Jóhanna og bætir við að það geti einnig reynst fyrirtækjum gríðarlega kostnaðarsamt. Netárásarhópar, eins og hinn rússneski Akira sem stóð að baki árásinni á Háskólann í Reykjavík og hefur verið að gera árásir á íslensk fyrirtæki og stofnanir, noti gíslatöku gagnanna til að fjárkúga fyrirtækin. „En það er auðvitað eitthvað sem á alls ekki að gera. Þá náttúrlega virkar þetta,“ segir Jóhanna. Ekki alltaf hægt að endurheimta gögnin Til séu viðbragðshópar sem koma fyrirtækjum sem lenda í slíkum árásum til aðstoðar en ekki er alltaf hægt að endurheimta öll gögn þegar svona árásir eru gerðar. „Það er hægt að reyna og svo er allur gangur á því hvernig það gengur,“ segir Jóhanna. „Ég held að það sé ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það að það eru öryggisveikleikar hjá öllum og það geta allir lent í þessu. Það er akkúrat það sem Defend Iceland leggur áherslu á, að fyrirtæki og stofnanir leiti með forvirkum hætti að öryggisveikleikum svo þau lendi ekki í svona löguðu,“ segir hún. Netöryggi Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Árásin var það umfangsmikil að óvíst er hvort Morgunblað morgundagsins verði gefið út. Finna veikleika og brjótast inn Jóhanna Vigdís segir að svo virðist sem að netárásarhópur sambærilegur þeim sem gerði árás á Háskólann í Reykjavík fyrr á árinu hafi staðið að baki árásinni. Hún segir aðferðir allra slíkra hópa sambærilegar. „Allir þessir hópar fara sömu leið. Þeir nota öryggisveikleika sem eru í kerfum tiltekinna fyrirtækja og stofnanna. Þeir leita að öryggisveikleikum, finna þá og nota þá til að brjótast inn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Dæmi um slíka öryggisveikleika sé skortur á tvíþátta auðkenningu, léleg lykilorð starfsmanna auk fleira. Heimildir Vísis herma að árásin á Árvakur hafi verið svokölluð gagnagíslatökuárás sem útsettist á ensku sem ransomware attack. Árásarhópar brjótist þá inn í miðlæg tölvukerfi fyrirtækja, taki afrit af gögnum og loki á aðgang fyrirtækisins að þeim. Getur reynst kostnaðarsamt „Gagnagíslataka þýðir að fyrirtækið hefur ekki lengur aðgang að sínum gögnum. Það skiptir engu máli hvaða fyrirtæki það er í dag eru gögn verðmætasta eign allra fyrirtækja. Ef að þitt fyrirtæki hefur ekki aðgang að gögnum fyrirtækisins þá er það gríðarlega alvarlegt,“ segir Jóhanna Vigdís. „Ég held að fólk geti alveg ímyndað sér hvað það þýði fyrir stór fyrirtæki að lenda í svona netárás,“ segir Jóhanna og bætir við að það geti einnig reynst fyrirtækjum gríðarlega kostnaðarsamt. Netárásarhópar, eins og hinn rússneski Akira sem stóð að baki árásinni á Háskólann í Reykjavík og hefur verið að gera árásir á íslensk fyrirtæki og stofnanir, noti gíslatöku gagnanna til að fjárkúga fyrirtækin. „En það er auðvitað eitthvað sem á alls ekki að gera. Þá náttúrlega virkar þetta,“ segir Jóhanna. Ekki alltaf hægt að endurheimta gögnin Til séu viðbragðshópar sem koma fyrirtækjum sem lenda í slíkum árásum til aðstoðar en ekki er alltaf hægt að endurheimta öll gögn þegar svona árásir eru gerðar. „Það er hægt að reyna og svo er allur gangur á því hvernig það gengur,“ segir Jóhanna. „Ég held að það sé ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það að það eru öryggisveikleikar hjá öllum og það geta allir lent í þessu. Það er akkúrat það sem Defend Iceland leggur áherslu á, að fyrirtæki og stofnanir leiti með forvirkum hætti að öryggisveikleikum svo þau lendi ekki í svona löguðu,“ segir hún.
Netöryggi Fjölmiðlar Netglæpir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira