Allt önnur viðbrögð við lúsmýbiti í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 10:51 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að lúsmýið geri oft vart við sig í miðjum júní. Vísir/Vilhelm Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í vatnalíffræði segist sjálfur ekki finna lengur fyrir þeim lúsmýbitum sem hann verði fyrir í sveitinni. Enn er óljóst hvaðan flugan á uppruna sinn í lífríkinu hér á landi en alveg ljóst að hún er komin til að vera og tímaspursmál hvenær moskítóflugan bætist í hópinn. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni þar sem Gísli Már ræddi litlu fluguna sem gert hefur Íslendingum lífið leitt á sumrin undanfarin ár. Gísli segir að fremst af sumri hafi skuld vegna bita verið skellt á lúsmýið að ósekju á meðan þar hafi flóin verið líklegasti sökudólgurinn. Engin bólga Gísli segir í Bítinu alveg ljóst að lúsmýið sé alls ekki á undanhaldi. Það hafi seinkað komu sinni í ár en sé komið til að vera. Það muni bara auka útbreiðslu sína um landið á næstu árum. Þeir sem bitnir hafi verið mest í upphafi lúsmýfaraldursins í kringum 2015 séu ekki bitnir minna nú. „Maður er bitinn eftir sem áður,“ segir Gísli sem segir þau hjónin eiga bústað uppi við Meðalfellsvatn. Þar hafi lúsmýið fundist fyrst á landinu árið 2015. Þau hafi verið bitin sundur og saman sumarið 2017. „Og ég blés alveg út. Ég var eins og hella, allt sem stóð út undan sænginni á nóttinni þegar ég svaf. Núna er ég bitinn jafn mikið en ég finn ekkert fyrir neinni bólgu. Viðbrögðin eru bara allt önnur. Ég er búinn að efla þolið gagnvart þessu. Ég taldi til dæmis í eitt skiptið tuttugu bit bara á öðru handarbaki og það var engin bólga í því. Ég nennti ekki að telja afganginn, það var alls staðar, allt í litlum rauðum doppum án þess að það væri bólgið.“ Fólk kvarti frekar undan moskító Gísli segist ekki hafa fundið neinn kláða eftir bitið. Ljóst sé þó að fólk sem minna hafi verið bitið undanfarin ár sé viðkvæmara en aðrir. „Þau sprauta efni sem koma í veg fyrir storknun blóðsins, undir húðina eða í háræðarnar sem þau eru að soga úr. Í þessu er prótein og fólk er með ofnæmi gagnvart þessum efnum, ekki bitinu sem slíku. Þú getur leikið þér að því að stinga þig með títuprjón án þess að þú blásir út.“ Gísla sýnist flestir venjist þessu. Alls staðar í Norður-Evrópu sé lúsmýið mjög algengt og mjög skætt. Þar kvarti fólk ekki undan þessu eins og hér á Íslandi. Þar sé aðalskaðvaldurinn moskítóflugan. „En hér, fólk liggur við að það selji sumarbústaðina sína af því að það er lúsmý í nágrenninu,“ segir Gísli sem segir líka að það sé einungis tímaspursmál hvenær moskítóflugan nemi land á Íslandi. Á milli þrjátíu, fjörutíu tegundir af flugunni séu til í Skandinavíu og á Bretlandi. Lífríkið á Íslandi sé enn að jafna sig eftir ísöld. „Það eru tuttugu þúsund tegundir af skordýrum á Norðurlöndum. Við erum með innan við tvö þúsund tegundir. Við erum ennþá í þessum fasa að það er landnám eftir ísöld.“ Skordýr Bítið Lúsmý Tengdar fréttir Bestu ráðin í baráttunni við bitin Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. 19. júní 2023 21:54 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni þar sem Gísli Már ræddi litlu fluguna sem gert hefur Íslendingum lífið leitt á sumrin undanfarin ár. Gísli segir að fremst af sumri hafi skuld vegna bita verið skellt á lúsmýið að ósekju á meðan þar hafi flóin verið líklegasti sökudólgurinn. Engin bólga Gísli segir í Bítinu alveg ljóst að lúsmýið sé alls ekki á undanhaldi. Það hafi seinkað komu sinni í ár en sé komið til að vera. Það muni bara auka útbreiðslu sína um landið á næstu árum. Þeir sem bitnir hafi verið mest í upphafi lúsmýfaraldursins í kringum 2015 séu ekki bitnir minna nú. „Maður er bitinn eftir sem áður,“ segir Gísli sem segir þau hjónin eiga bústað uppi við Meðalfellsvatn. Þar hafi lúsmýið fundist fyrst á landinu árið 2015. Þau hafi verið bitin sundur og saman sumarið 2017. „Og ég blés alveg út. Ég var eins og hella, allt sem stóð út undan sænginni á nóttinni þegar ég svaf. Núna er ég bitinn jafn mikið en ég finn ekkert fyrir neinni bólgu. Viðbrögðin eru bara allt önnur. Ég er búinn að efla þolið gagnvart þessu. Ég taldi til dæmis í eitt skiptið tuttugu bit bara á öðru handarbaki og það var engin bólga í því. Ég nennti ekki að telja afganginn, það var alls staðar, allt í litlum rauðum doppum án þess að það væri bólgið.“ Fólk kvarti frekar undan moskító Gísli segist ekki hafa fundið neinn kláða eftir bitið. Ljóst sé þó að fólk sem minna hafi verið bitið undanfarin ár sé viðkvæmara en aðrir. „Þau sprauta efni sem koma í veg fyrir storknun blóðsins, undir húðina eða í háræðarnar sem þau eru að soga úr. Í þessu er prótein og fólk er með ofnæmi gagnvart þessum efnum, ekki bitinu sem slíku. Þú getur leikið þér að því að stinga þig með títuprjón án þess að þú blásir út.“ Gísla sýnist flestir venjist þessu. Alls staðar í Norður-Evrópu sé lúsmýið mjög algengt og mjög skætt. Þar kvarti fólk ekki undan þessu eins og hér á Íslandi. Þar sé aðalskaðvaldurinn moskítóflugan. „En hér, fólk liggur við að það selji sumarbústaðina sína af því að það er lúsmý í nágrenninu,“ segir Gísli sem segir líka að það sé einungis tímaspursmál hvenær moskítóflugan nemi land á Íslandi. Á milli þrjátíu, fjörutíu tegundir af flugunni séu til í Skandinavíu og á Bretlandi. Lífríkið á Íslandi sé enn að jafna sig eftir ísöld. „Það eru tuttugu þúsund tegundir af skordýrum á Norðurlöndum. Við erum með innan við tvö þúsund tegundir. Við erum ennþá í þessum fasa að það er landnám eftir ísöld.“
Skordýr Bítið Lúsmý Tengdar fréttir Bestu ráðin í baráttunni við bitin Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. 19. júní 2023 21:54 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Bestu ráðin í baráttunni við bitin Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. 19. júní 2023 21:54