Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2024 14:00 Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir stöðun í Grenlæk grafalvarlega. Hafrannsóknarstofnun Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við son landeigenda á Seglbúðum í Landbroti, sem á hlut í Grenlæk. Hann sagði vatnsleysi sem stafi af varnargarði við Skaftá valda grafalvarlegri stöðu, og að sjóbirtingsstofn læksins myndi deyja út ef ekkert yrði að gert. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir stofnunina hafa vaktað lækinn til langs tíma. „Þannig að við vitum hver áhrifin verða. Það er augljóst að þegar ekki er vatn, eins og er núna í Grenlæk á efstu ellefu kílómetrunum, þá hefur það alvarleg áhrif fyrir lífríkið,“ segir Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Stofnunin hafi reynt að vekja athygli innan stjórnkerfisins á þessari alvarlegu stöðu. „Að okkar mati þá þarf annars vegar að fara í bráðaaðgerðir til þess að koma vatni á Grenlæk núna, og síðan þarf að finna leiðir til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.“ Mögulega of seint í sumum tilfellum Sonur landeigenda sagði í gær að lausnin væri einföld, og fælist í því að veita vatni undir þjóðveg eitt og út á Eldhraun, í stað þess að notast við garðana, sem beini vatninu annað. „Ég held að það sé sú bráðaaðgerð sem þarf að gera. Það er líka að sjá til þess að það vatn nái þá þarna niður, alla leið.“ Lækurinn hefur áður þornað á stórum kafla, síðast 2016. Guðni segir lífríki geta verið fljót að taka við sér, en það sé misjafnt eftir tegundum. Erfitt sé að segja hversu langan tíma það tæki lífríkið að jafna sig að fullu, ef vatnsstaðan batnaði. „Eða hvort það séu einhverjir stofnar eða einhver erfðabreytileiki sem er til staðar sem er að eilífu glataður. Það er líka alveg mögulegt.“ Umhverfismál Skaftárhreppur Dýr Vegagerð Stangveiði Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við son landeigenda á Seglbúðum í Landbroti, sem á hlut í Grenlæk. Hann sagði vatnsleysi sem stafi af varnargarði við Skaftá valda grafalvarlegri stöðu, og að sjóbirtingsstofn læksins myndi deyja út ef ekkert yrði að gert. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir stofnunina hafa vaktað lækinn til langs tíma. „Þannig að við vitum hver áhrifin verða. Það er augljóst að þegar ekki er vatn, eins og er núna í Grenlæk á efstu ellefu kílómetrunum, þá hefur það alvarleg áhrif fyrir lífríkið,“ segir Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Stofnunin hafi reynt að vekja athygli innan stjórnkerfisins á þessari alvarlegu stöðu. „Að okkar mati þá þarf annars vegar að fara í bráðaaðgerðir til þess að koma vatni á Grenlæk núna, og síðan þarf að finna leiðir til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.“ Mögulega of seint í sumum tilfellum Sonur landeigenda sagði í gær að lausnin væri einföld, og fælist í því að veita vatni undir þjóðveg eitt og út á Eldhraun, í stað þess að notast við garðana, sem beini vatninu annað. „Ég held að það sé sú bráðaaðgerð sem þarf að gera. Það er líka að sjá til þess að það vatn nái þá þarna niður, alla leið.“ Lækurinn hefur áður þornað á stórum kafla, síðast 2016. Guðni segir lífríki geta verið fljót að taka við sér, en það sé misjafnt eftir tegundum. Erfitt sé að segja hversu langan tíma það tæki lífríkið að jafna sig að fullu, ef vatnsstaðan batnaði. „Eða hvort það séu einhverjir stofnar eða einhver erfðabreytileiki sem er til staðar sem er að eilífu glataður. Það er líka alveg mögulegt.“
Umhverfismál Skaftárhreppur Dýr Vegagerð Stangveiði Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira