Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2024 21:21 TJ Cook er flugstjóri „That's All, Brother", forystuvélar innrásarinnar í Normandí. Bjarni Einarsson Ein merkasta flugvél seinni heimsstyrjaldar er í hópi þrista sem millilenda þessa dagana á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa tekið þátt í athöfnum í Evrópu þar sem minnst var D-dagsins, innrásarinnar í Normandí. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aldursforsetann í hópnum, vél sem smíðuð var sem farþegaflugvél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Hún hefur ásamt nokkrum öðrum í sínum aldursflokki undanfarinn mánuð verið á ferð um Bretlandseyjar og meginland Evrópu til að minnast þess að þann 6. júní voru áttatíu ár liðin frá innrásinni í Normandí. Hún kom hingað frá Skotlandi á laugardag en frá Reykjavík var förinni í morgun heitið til Grænlands og svo áfram til Kanada. Og það var ekki að sjá að þessi 83 ára öldungur ætti erfitt með flugtakið. Þessi flugvél er 83 ára gömul, var smíðuð sem farþegaflugvél árið 1941.Bjarni Einarsson Það er þó þristurinn „That's All, Brother" sem venjulega fær mesta athyglina. Flugvélin er varðveitt á flugminjasafni í Texas. Áhöfnin telur sex manns og þeir eru allir sjálfboðaliðar. „Já, þessi flugvél á bak við mig er ein sögulega markverðasta flugvél sem flýgur enn,” segir flugstjórinn TJ Cook. „Þessi C-47 vél sem kallast That's All, Brother var forystuflugvélin á D-daginn. Á eftir þessari flugvél komu um 800 flugvélar með 14 þúsund fallhlífahermenn að morgni innrásardagsins í Evrópu 1944,” segir flugstjórinn. Í Evrópuleiðangrinum núna nýttu þeir flugvélina meðal annars til fallhlífastökks. Sautján slíkar ferðir voru flognar með yfir tvöhundruð fallhlífastökkvara. Áhöfn C-47 Douglas Dakota-vélarinnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun ásamt Star Simpson, framkvæmdastjóra ACE FBO-flugþjónustunnar. Jafnvel gangsetningin á svona gömlum bulluhreyflum þykir flugnördum spennandi að sjá og heyra. Það gekk þó brösulega að gera hana klára til flugs í dag því eftir um hálftíma upphitun neyddust flugmennirnir til að drepa á hreyflunum þegar þeir sáu að eitthvað var í ólagi. Og þeir bera lotningu fyrir svona grip. „Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél svo það er markmið okkar að varðveita hana og deila henni með eins mörgum og við getum,” segir TJ Cook. Eftir lagfæringu um hálftíma síðar voru þeir búnir að ræsa á ný, komnir í flugtaksstöðu og gáfu allt í botn. En við veltum því upp hvort við eigum eftir að sjá þessa flugvél aftur á Íslandi? „Ég veit ekki hvort við komum aftur. Mér tókst að fljúga henni á 75 ára afmælinu og nú gátum við haldið upp á 80 ára afmælið. Þetta er mjög áreiðanleg flugvél og við sjáum til hvað gerist eftir fimm ár, hvort við komum aftur eða ekki,” svarar flugstjórinn TJ Cook. Fyrir þá flugáhugamenn sem misstu af þessari, þá lenti önnur samskonar hervél í Reykjavík upp úr klukkan sjö í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aldursforsetann í hópnum, vél sem smíðuð var sem farþegaflugvél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Hún hefur ásamt nokkrum öðrum í sínum aldursflokki undanfarinn mánuð verið á ferð um Bretlandseyjar og meginland Evrópu til að minnast þess að þann 6. júní voru áttatíu ár liðin frá innrásinni í Normandí. Hún kom hingað frá Skotlandi á laugardag en frá Reykjavík var förinni í morgun heitið til Grænlands og svo áfram til Kanada. Og það var ekki að sjá að þessi 83 ára öldungur ætti erfitt með flugtakið. Þessi flugvél er 83 ára gömul, var smíðuð sem farþegaflugvél árið 1941.Bjarni Einarsson Það er þó þristurinn „That's All, Brother" sem venjulega fær mesta athyglina. Flugvélin er varðveitt á flugminjasafni í Texas. Áhöfnin telur sex manns og þeir eru allir sjálfboðaliðar. „Já, þessi flugvél á bak við mig er ein sögulega markverðasta flugvél sem flýgur enn,” segir flugstjórinn TJ Cook. „Þessi C-47 vél sem kallast That's All, Brother var forystuflugvélin á D-daginn. Á eftir þessari flugvél komu um 800 flugvélar með 14 þúsund fallhlífahermenn að morgni innrásardagsins í Evrópu 1944,” segir flugstjórinn. Í Evrópuleiðangrinum núna nýttu þeir flugvélina meðal annars til fallhlífastökks. Sautján slíkar ferðir voru flognar með yfir tvöhundruð fallhlífastökkvara. Áhöfn C-47 Douglas Dakota-vélarinnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun ásamt Star Simpson, framkvæmdastjóra ACE FBO-flugþjónustunnar. Jafnvel gangsetningin á svona gömlum bulluhreyflum þykir flugnördum spennandi að sjá og heyra. Það gekk þó brösulega að gera hana klára til flugs í dag því eftir um hálftíma upphitun neyddust flugmennirnir til að drepa á hreyflunum þegar þeir sáu að eitthvað var í ólagi. Og þeir bera lotningu fyrir svona grip. „Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél svo það er markmið okkar að varðveita hana og deila henni með eins mörgum og við getum,” segir TJ Cook. Eftir lagfæringu um hálftíma síðar voru þeir búnir að ræsa á ný, komnir í flugtaksstöðu og gáfu allt í botn. En við veltum því upp hvort við eigum eftir að sjá þessa flugvél aftur á Íslandi? „Ég veit ekki hvort við komum aftur. Mér tókst að fljúga henni á 75 ára afmælinu og nú gátum við haldið upp á 80 ára afmælið. Þetta er mjög áreiðanleg flugvél og við sjáum til hvað gerist eftir fimm ár, hvort við komum aftur eða ekki,” svarar flugstjórinn TJ Cook. Fyrir þá flugáhugamenn sem misstu af þessari, þá lenti önnur samskonar hervél í Reykjavík upp úr klukkan sjö í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30