Lakers staðfesta ráðningu JJ Redick Siggeir Ævarsson skrifar 24. júní 2024 20:31 LeBron James og JJ Redick eru góðir félagar en þeir eru saman með hlaðvarpið Mind the Game Pod. Nú verða þeir samstarfsmenn hjá Lakers einnig Vísir/Getty Los Angeles Lakers hafa nú formlega staðfest verst geymda leyndarmál NBA deildarinnar: JJ Redick verður næsti aðalþjálfari liðsins. Bandarískir fjölmiðlamenn með innherjasambönd í NBA höfðu þegar greint frá að Redick væri að gera fjögurra ára samning við Lakers en liðið tilkynnti formlega um ráðninguna á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. OFFICIAL: JJ Redick, Head Coach, Los Angeles Lakers. pic.twitter.com/uDKV6sJIct— Los Angeles Lakers (@Lakers) June 24, 2024 Ráðning Redick hefur vakið nokkra athygli enda hefur hann enga reynslu af þjálfun í NBA og raunar mjög litla reynslu af þjálfun heilt yfir, eins og gárungar á Twitter hafa bent á. Redick er ekki beinlínis hokinn af reynsluSkjáskot Twitter Redick er þó alls ekki fyrsti NBA leikmaðurinn sem færir sig beint í stöðu aðalþjálfara án reynslu af þjálfun. Má þar nefna leikmenn eins og Steve Nash, Jason Kidd og Larry Bird, en Kidd fór alla leið í úrslit í vor með Dallas Mavericks. Redick, sem fagnar 40 ára afmæli sínu í dag, kom inn í deildina 2006 en hann lagði skóna á hilluna árið 2021. Hann hefur unnið sem sérfræðingur hjá ESPN undanfarið fyrir utan auðvitað að vera hlaðvarpsfélagi LeBrons James. Sjálfur er hann fullkomlega meðvitaður um reynsluleysi sitt og grínaðist með það á blaðafundinni áðan. “I have never coached in the NBA before… I don't know if you guys have heard that.”JJ has jokes in his debut as Lakers’ HC 😂 pic.twitter.com/9BU4A6gvp8— Bleacher Report (@BleacherReport) June 24, 2024 Körfubolti NBA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlamenn með innherjasambönd í NBA höfðu þegar greint frá að Redick væri að gera fjögurra ára samning við Lakers en liðið tilkynnti formlega um ráðninguna á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. OFFICIAL: JJ Redick, Head Coach, Los Angeles Lakers. pic.twitter.com/uDKV6sJIct— Los Angeles Lakers (@Lakers) June 24, 2024 Ráðning Redick hefur vakið nokkra athygli enda hefur hann enga reynslu af þjálfun í NBA og raunar mjög litla reynslu af þjálfun heilt yfir, eins og gárungar á Twitter hafa bent á. Redick er ekki beinlínis hokinn af reynsluSkjáskot Twitter Redick er þó alls ekki fyrsti NBA leikmaðurinn sem færir sig beint í stöðu aðalþjálfara án reynslu af þjálfun. Má þar nefna leikmenn eins og Steve Nash, Jason Kidd og Larry Bird, en Kidd fór alla leið í úrslit í vor með Dallas Mavericks. Redick, sem fagnar 40 ára afmæli sínu í dag, kom inn í deildina 2006 en hann lagði skóna á hilluna árið 2021. Hann hefur unnið sem sérfræðingur hjá ESPN undanfarið fyrir utan auðvitað að vera hlaðvarpsfélagi LeBrons James. Sjálfur er hann fullkomlega meðvitaður um reynsluleysi sitt og grínaðist með það á blaðafundinni áðan. “I have never coached in the NBA before… I don't know if you guys have heard that.”JJ has jokes in his debut as Lakers’ HC 😂 pic.twitter.com/9BU4A6gvp8— Bleacher Report (@BleacherReport) June 24, 2024
Körfubolti NBA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira