Ekki hægt að sitja bara á Bessastöðum og bíða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2024 23:13 Guðni gróðursetti tré með börnunum. Vísir/Vésteinn Fráfarandi forseti lýðveldisins segir heimsóknir á leikskóla og hjúkrunarheimili mikilvægan hluta af verkefnum forseta, ekki síður en fundi með mikilsmetnum þjóðhöfðingjum. Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins er 56 ára í dag og leit af því tilefni við á leikskólanum Brekkuborg til að heilsa upp á krakkana og gróðursetja svokallað lýðveldistré. Guðni segir að sér hafi þótt viðeigandi, á síðasta afmælisdeginum í embætti, að heilsa upp á ungu kynslóðina. Síðar í dag muni hann heimsækja annað afmælisbarn, sem fagnar 100 ára afmæli. „Þannig að þegar þetta kom til tals, að ég gæti heimsótt leikskóla og líka 100 ára öldung, þá fannst mér gott að ramma inn íslenskt samfélag á þennan hátt,” segir forsetinn fráfarandi. Hann segir verkefni sem þessi mikilvæg, þó ekki í stjórnskipulegum skilningi. „Ef maður fer að setja einhverja mælistiku á það, að það sé ekkert voðalega flott að heilsa upp á einhverja krakka þegar maður ætti að vera að heilsa upp á einhverja þjóðhöfðingja, þá er maður á villigötum.” Í aðdraganda forsetakosninga fór lítið fyrir umræðum um þessi verkefni forseta, en meira var rætt um völd forseta, rödd hans út á við og hlutverk hans í erfiðum málum, sem Guðni segir vissulega geta komið upp. „Maður getur ekki bara setið á Bessastöðum og beðið í angist eftir því að þurfa að takast á við það, eða eftirvæntingu, eftir því hvernig á það er litið. Þess á milli getur maður notið þess að finna takt samfélagsins, vera á meðal fólks.” Forseti Íslands Tímamót Leikskólar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins er 56 ára í dag og leit af því tilefni við á leikskólanum Brekkuborg til að heilsa upp á krakkana og gróðursetja svokallað lýðveldistré. Guðni segir að sér hafi þótt viðeigandi, á síðasta afmælisdeginum í embætti, að heilsa upp á ungu kynslóðina. Síðar í dag muni hann heimsækja annað afmælisbarn, sem fagnar 100 ára afmæli. „Þannig að þegar þetta kom til tals, að ég gæti heimsótt leikskóla og líka 100 ára öldung, þá fannst mér gott að ramma inn íslenskt samfélag á þennan hátt,” segir forsetinn fráfarandi. Hann segir verkefni sem þessi mikilvæg, þó ekki í stjórnskipulegum skilningi. „Ef maður fer að setja einhverja mælistiku á það, að það sé ekkert voðalega flott að heilsa upp á einhverja krakka þegar maður ætti að vera að heilsa upp á einhverja þjóðhöfðingja, þá er maður á villigötum.” Í aðdraganda forsetakosninga fór lítið fyrir umræðum um þessi verkefni forseta, en meira var rætt um völd forseta, rödd hans út á við og hlutverk hans í erfiðum málum, sem Guðni segir vissulega geta komið upp. „Maður getur ekki bara setið á Bessastöðum og beðið í angist eftir því að þurfa að takast á við það, eða eftirvæntingu, eftir því hvernig á það er litið. Þess á milli getur maður notið þess að finna takt samfélagsins, vera á meðal fólks.”
Forseti Íslands Tímamót Leikskólar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira