Tveir Frakkar valdir fyrstir í nýliðavali NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 10:30 Zaccharie Risacher ásamt Adam Silver, yfirmanni NBA-deildarinnar. getty/Lev Radin Annað árið í röð var Frakki valinn með fyrsta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta. Sonur LeBrons James var ekki valinn í 1. umferð nýliðavalsins. Í fyrra valdi San Antonio Spurs Frakkann Victor Wembanyama með fyrsta valrétti og í ár valdi Atlanta Hawks landa hans, Zaccharie Risacher, númer eitt. Á síðasta tímabili lék Risacher með JL Bourg í frönsku úrvalsdeildinni og EuroCup og skilaði 11,1 stigum og 4,0 fráköstum að meðaltali í leik. Hann er nítján ára framherji sem er 2,06 metrar á hæð. Faðir Risachers, Stéphane, var líka körfuboltamaður og vann meðal annars silfur með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er blessun, svo spennandi. Tilfinningarnar eru miklar núna. Ég veit ekki hvað ég á að segja en þetta er sannarlega einstakt,“ sagði Risacher eftir að hann var valinn. From 🇫🇷 to ATL!No. 1 pick x @Zacch_10 pic.twitter.com/NjF90e5jLe— NBA Draft (@NBADraft) June 27, 2024 Washington Wizards valdi annan Frakka, Alex Sarr, með öðrum valrétti. Hann er nítján ára 2,13 metra hár miðherji. Houston Rockets valdi svo bakvörðinn Reed Sheppard með þriðja valrétti. Með fjórða valrétti valdi San Antonio bakvörðinn Stephon Castle sem varð háskólameistari með Connecticut í vetur. Detroit Pistons valdi svo Ron Holland III með fimmta valrétti. Bronny James, sonur LeBrons, var ekki valinn í 1. umferð nýliðavalsins. Önnur umferðin fer fram í dag. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin völdu í 1. umferð nýliðavalsins. The complete draft board for the 1st round of the 2024 #NBADraft presented by State Farm!Which pick is your favorite? 🤔2nd Round: Thursday, 4pm/et, ESPN pic.twitter.com/L94k3V6Zg4— NBA (@NBA) June 27, 2024 NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Í fyrra valdi San Antonio Spurs Frakkann Victor Wembanyama með fyrsta valrétti og í ár valdi Atlanta Hawks landa hans, Zaccharie Risacher, númer eitt. Á síðasta tímabili lék Risacher með JL Bourg í frönsku úrvalsdeildinni og EuroCup og skilaði 11,1 stigum og 4,0 fráköstum að meðaltali í leik. Hann er nítján ára framherji sem er 2,06 metrar á hæð. Faðir Risachers, Stéphane, var líka körfuboltamaður og vann meðal annars silfur með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er blessun, svo spennandi. Tilfinningarnar eru miklar núna. Ég veit ekki hvað ég á að segja en þetta er sannarlega einstakt,“ sagði Risacher eftir að hann var valinn. From 🇫🇷 to ATL!No. 1 pick x @Zacch_10 pic.twitter.com/NjF90e5jLe— NBA Draft (@NBADraft) June 27, 2024 Washington Wizards valdi annan Frakka, Alex Sarr, með öðrum valrétti. Hann er nítján ára 2,13 metra hár miðherji. Houston Rockets valdi svo bakvörðinn Reed Sheppard með þriðja valrétti. Með fjórða valrétti valdi San Antonio bakvörðinn Stephon Castle sem varð háskólameistari með Connecticut í vetur. Detroit Pistons valdi svo Ron Holland III með fimmta valrétti. Bronny James, sonur LeBrons, var ekki valinn í 1. umferð nýliðavalsins. Önnur umferðin fer fram í dag. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin völdu í 1. umferð nýliðavalsins. The complete draft board for the 1st round of the 2024 #NBADraft presented by State Farm!Which pick is your favorite? 🤔2nd Round: Thursday, 4pm/et, ESPN pic.twitter.com/L94k3V6Zg4— NBA (@NBA) June 27, 2024
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira