Samningur stærsta félags BHM gæti hreyft við öðrum félögum Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2024 11:56 Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM fylgist með gangi viðræðna einstakra félaga inn BHM, sem mörg hver hafa klasað sig saman í viðræðum við ríki og sveitarfélög. Vísir/Vilhelm Viska, nýtt stéttarfélag innan Bandalags háskólamanna, gekk fyrst félaga bandalagsins frá kjarasamningi í gær. Formaður BHM segir ekki ólíklegt að samningurinn komi hreyfingu á viðræður annarra félaga sem enn eiga eftir að semja við ríki mög sveitarfélög. Viska varð til á síðasta ári með sameiningu Fræðagarðs, Félags íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og er fjölmennasta stéttarfélagið innan Bandalags háskólamanna í dag. Kjarasamningar til fjögurra ára á almenna markaðnum lágu fyrir snemma á þessu ári og BSRB hefur einnig meira og minna lokið samningum til sama tíma. Viska varð síðan fyrst tuttugu og fjögurra félaga innan BHM til að skrifa undir kjarasamning til fjögurra ára við ríkið í gær. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM segir ekki ólíklegt að þessi samningur hreyfi við samningagerð hjá öðrum félögum. „Já, það þykir mér ekki ólíklegt. Félögin undir hatti BHM eru náttúrlega í samningaviðræðum bæði við ríkið og sveitarfélögin. Ég hef sjálf ekki setið samningafundi en ég fylgist auðvitað með því sem er að gerast. Ég vissi það fyrir nokkrum dögum að það væri farið að ganga hjá Visku. Þannig að ég var ekki hissa að það kláraðist nú um helgina. Það er alveg eðlilegt að það komi hreyfingu á viðræðurnar hjá öðrum félögum,“ segir Kolbrún. Aðildarfélögin hafi mörg hver verið að klasa sig saman um sameiginlega hagsmuni í viðræðum sínum við ríki og sveitarfélög. Þar mætti nefna heilbrigðisfélögin, félög prófessora og háskólakennara, kjarafélög viðskipta- og hagfræðinga, stéttarfélag lögfræðinga og sérfræðinga hjá stjórnarráðinu. „Það eru auðvitað misjafnir hagsmunir og það sem hefur kannski aðeins staðið í okkar félögum frá því almenni markaðurinn samdi, er þessi langi samningur. Það tengist því að háskólamenntaðir hafa fengið sáralitlar raunkjarabætur á undanförnum árum. Eru þess vegna ekki sátt við, alla vega í fljótu bragði, að fara inn í svona langan samning,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir. Nú hafi Viska hins vegar skrifaði undir fjögurra ára samning við ríkið í gær. Haft er eftir Júlíönnu Guðmundsdóttur aðalsamningamanni félagis í tilkynningu að Viska væri stærsta aðildafélag BHM og ábyrgðarhluti að hálfu félagsins að semja til langs tíma til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Þá segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður félagsins mikilvægt að samningnum fylgi sértækar aðgerðir stjórnvalda sem gagnist félagsfólki vel. Samningurinn verður kynntur félagsfólki á morgun og á miðvikudag og fer síðan í almenna atkvæðagreiðslu. Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kjaramál Háskólar Stéttarfélög Tengdar fréttir Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. 20. júní 2024 15:30 Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. 20. júní 2024 10:20 Fleiri aðildarfélög BSRB semja við ríkið Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. 13. júní 2024 23:48 Ellefu aðildarfélög BSRB skrifa undir kjarasamninga Ellefu aðildarfélög BSRB undirrituðu á öðrum tímanum í nótt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor. 13. júní 2024 08:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Viska varð til á síðasta ári með sameiningu Fræðagarðs, Félags íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og er fjölmennasta stéttarfélagið innan Bandalags háskólamanna í dag. Kjarasamningar til fjögurra ára á almenna markaðnum lágu fyrir snemma á þessu ári og BSRB hefur einnig meira og minna lokið samningum til sama tíma. Viska varð síðan fyrst tuttugu og fjögurra félaga innan BHM til að skrifa undir kjarasamning til fjögurra ára við ríkið í gær. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM segir ekki ólíklegt að þessi samningur hreyfi við samningagerð hjá öðrum félögum. „Já, það þykir mér ekki ólíklegt. Félögin undir hatti BHM eru náttúrlega í samningaviðræðum bæði við ríkið og sveitarfélögin. Ég hef sjálf ekki setið samningafundi en ég fylgist auðvitað með því sem er að gerast. Ég vissi það fyrir nokkrum dögum að það væri farið að ganga hjá Visku. Þannig að ég var ekki hissa að það kláraðist nú um helgina. Það er alveg eðlilegt að það komi hreyfingu á viðræðurnar hjá öðrum félögum,“ segir Kolbrún. Aðildarfélögin hafi mörg hver verið að klasa sig saman um sameiginlega hagsmuni í viðræðum sínum við ríki og sveitarfélög. Þar mætti nefna heilbrigðisfélögin, félög prófessora og háskólakennara, kjarafélög viðskipta- og hagfræðinga, stéttarfélag lögfræðinga og sérfræðinga hjá stjórnarráðinu. „Það eru auðvitað misjafnir hagsmunir og það sem hefur kannski aðeins staðið í okkar félögum frá því almenni markaðurinn samdi, er þessi langi samningur. Það tengist því að háskólamenntaðir hafa fengið sáralitlar raunkjarabætur á undanförnum árum. Eru þess vegna ekki sátt við, alla vega í fljótu bragði, að fara inn í svona langan samning,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir. Nú hafi Viska hins vegar skrifaði undir fjögurra ára samning við ríkið í gær. Haft er eftir Júlíönnu Guðmundsdóttur aðalsamningamanni félagis í tilkynningu að Viska væri stærsta aðildafélag BHM og ábyrgðarhluti að hálfu félagsins að semja til langs tíma til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Þá segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður félagsins mikilvægt að samningnum fylgi sértækar aðgerðir stjórnvalda sem gagnist félagsfólki vel. Samningurinn verður kynntur félagsfólki á morgun og á miðvikudag og fer síðan í almenna atkvæðagreiðslu.
Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kjaramál Háskólar Stéttarfélög Tengdar fréttir Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. 20. júní 2024 15:30 Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. 20. júní 2024 10:20 Fleiri aðildarfélög BSRB semja við ríkið Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. 13. júní 2024 23:48 Ellefu aðildarfélög BSRB skrifa undir kjarasamninga Ellefu aðildarfélög BSRB undirrituðu á öðrum tímanum í nótt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor. 13. júní 2024 08:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. 20. júní 2024 15:30
Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. 20. júní 2024 10:20
Fleiri aðildarfélög BSRB semja við ríkið Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. 13. júní 2024 23:48
Ellefu aðildarfélög BSRB skrifa undir kjarasamninga Ellefu aðildarfélög BSRB undirrituðu á öðrum tímanum í nótt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor. 13. júní 2024 08:22