Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 13:21 Samstarf hafnarinnar og ferðaþjónustufyrirtækja gerir þeim kleift að bjóða hátt í sjö þúsund erlendum ferðamönnum í bæinn á dag. Vísir/Vilhelm Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, segir verslanir og þjónustuaðila þó sleppa vel á morgun. Það hafi stefnt í að níu þúsund manns kæmu sem hefði svoleiðis kaffært bæinn sem um 3400 manns eiga heima í. „Við vorum hræddir við þennan níu þúsund manna dag af því að ferðaþjónarnir voru búnir að segja að þeir réðu ekkert við þetta. En þetta er bókað með þriggja ára fyrirvara og maður er búinn að vera að reyna síðan í desember að vinda ofan af þessu og fá einhverja til að færa sig og það gekk loksins upp,“ segir Hilmar. Annasamasta vika sumarsins fram undan Hann segir vikuna fram undan vera með annasömustu vikum sumarsins. Tæplega fimm þúsund manns hafi komið í höfn á laugardaginn. „Það var hérna á laugardaginn fjögur þúsund og fimm hundruð manns hérna. Maður varð var við fólk á göngu en það var ekkert kraðak eða neitt svoleiðis. Hellingur af þeim var í einhverjum ferðum en þetta eru þungir dagar sem maður veit að eru fyrirliggjandi,“ segir Hilmar en mörg fyrirtæki á svæðinu bjóða upp á dagsferðir á rútu eða báti. Hilmar Kristjánsson Lyngmo hefur verið hafnarstjóri á Ísafirði frá árinu 2022.Ísafjarðarbær Hilmar segir samráð milli hafnar og þjónustuaðila vera umfangsmikið og að það skipti sköpum. Bæjarstjórn í Ísafjarðarbæ hafi einnig nýlega sett á hámarksfjölda á daglegt magn ferðamanna með skemmtiferðaskipum og miðað verður við sjö þúsund manns á dag við bókanir næstu ár. „Það voru haldnir samráðsfundir í vor með höfninni og fyrirtækjum við höfnina og þessum ferðaþjónustuaðilum. Svo tökum við annan fund í haust þar sem við förum yfir sumarið og hvernig hefur gengið og hvað má betur fara. Ég held að það sé gott þannig að fólk tali saman og viti hvað er í gangi,“ segir Hilmar. Ferðaþjónustan ráði alveg við fjöldann Stígur Berg, eigandi og framkvæmdastjóri Sjóferða, er himinlifandi með farþegaflauminn og segir fjöldann ekki valda neinum vandræðum. „Bara ég og mitt fyrirtæki getum flutt hátt í þúsund manns á dag og við erum ekki einu sinni stærsta ferðaþjónustufyrirtækið. Rúturnar geta ábyggilega tekið þúsund manns og svo er fullt af öðrum afþreyingarfyrirtækjum hérna,“ segir hann. Stígur er eigandi Sjóferða og býður ferðamönnum upp á ferðir um Ísafjarðardjúp og Hornstrandir.Sjóferðir „Það er þetta sem veldur því að þjónustustigið hérna í bænum er hátt og við búum að betri skipakosti út af öllum bátunum,“ segir Stígur. Hann segist hafa orðið var við neikvæðnisraddir um magn ferðamanna en að sá hópur finni sér alltaf eitthvað til að rövla yfir. „Það er verið að halda vel utan um þetta og þeir eru búnir að setja reglur um fjöldatakmarkanir og þegar það eru stórir dagar eru þeir með vistgötu í bænum og svona. Ef fólk þolir ekki mikið af fólki fjóra daga á ári þá þarf fólk bara að búa á einhverju eyðibýli,“ segir Stígur. Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, segir verslanir og þjónustuaðila þó sleppa vel á morgun. Það hafi stefnt í að níu þúsund manns kæmu sem hefði svoleiðis kaffært bæinn sem um 3400 manns eiga heima í. „Við vorum hræddir við þennan níu þúsund manna dag af því að ferðaþjónarnir voru búnir að segja að þeir réðu ekkert við þetta. En þetta er bókað með þriggja ára fyrirvara og maður er búinn að vera að reyna síðan í desember að vinda ofan af þessu og fá einhverja til að færa sig og það gekk loksins upp,“ segir Hilmar. Annasamasta vika sumarsins fram undan Hann segir vikuna fram undan vera með annasömustu vikum sumarsins. Tæplega fimm þúsund manns hafi komið í höfn á laugardaginn. „Það var hérna á laugardaginn fjögur þúsund og fimm hundruð manns hérna. Maður varð var við fólk á göngu en það var ekkert kraðak eða neitt svoleiðis. Hellingur af þeim var í einhverjum ferðum en þetta eru þungir dagar sem maður veit að eru fyrirliggjandi,“ segir Hilmar en mörg fyrirtæki á svæðinu bjóða upp á dagsferðir á rútu eða báti. Hilmar Kristjánsson Lyngmo hefur verið hafnarstjóri á Ísafirði frá árinu 2022.Ísafjarðarbær Hilmar segir samráð milli hafnar og þjónustuaðila vera umfangsmikið og að það skipti sköpum. Bæjarstjórn í Ísafjarðarbæ hafi einnig nýlega sett á hámarksfjölda á daglegt magn ferðamanna með skemmtiferðaskipum og miðað verður við sjö þúsund manns á dag við bókanir næstu ár. „Það voru haldnir samráðsfundir í vor með höfninni og fyrirtækjum við höfnina og þessum ferðaþjónustuaðilum. Svo tökum við annan fund í haust þar sem við förum yfir sumarið og hvernig hefur gengið og hvað má betur fara. Ég held að það sé gott þannig að fólk tali saman og viti hvað er í gangi,“ segir Hilmar. Ferðaþjónustan ráði alveg við fjöldann Stígur Berg, eigandi og framkvæmdastjóri Sjóferða, er himinlifandi með farþegaflauminn og segir fjöldann ekki valda neinum vandræðum. „Bara ég og mitt fyrirtæki getum flutt hátt í þúsund manns á dag og við erum ekki einu sinni stærsta ferðaþjónustufyrirtækið. Rúturnar geta ábyggilega tekið þúsund manns og svo er fullt af öðrum afþreyingarfyrirtækjum hérna,“ segir hann. Stígur er eigandi Sjóferða og býður ferðamönnum upp á ferðir um Ísafjarðardjúp og Hornstrandir.Sjóferðir „Það er þetta sem veldur því að þjónustustigið hérna í bænum er hátt og við búum að betri skipakosti út af öllum bátunum,“ segir Stígur. Hann segist hafa orðið var við neikvæðnisraddir um magn ferðamanna en að sá hópur finni sér alltaf eitthvað til að rövla yfir. „Það er verið að halda vel utan um þetta og þeir eru búnir að setja reglur um fjöldatakmarkanir og þegar það eru stórir dagar eru þeir með vistgötu í bænum og svona. Ef fólk þolir ekki mikið af fólki fjóra daga á ári þá þarf fólk bara að búa á einhverju eyðibýli,“ segir Stígur.
Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira