Einn látinn og þúsundir án vatns og rafmagns Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 08:59 Beryl fór yfir Grenada, Barbados og fleiri eyjar í gær og í nótt og er nú á leið yfir Jamaíka. Skjáskot/Zoom Earth Fellibylurinn Beryl sem fer nú yfir Karíbahafið hefur verið færður um flokk og settur í fimmta flokk og getur vindhraði því verið meiri en 157 mílur á klukkustund eða 70 metrar á sekúndu eða meira. Fellibylurinn er nú á leið yfir Jamaíka. Einn er látinn í Grenada og þúsundir eru án vatns og rafmagns og hafa við í neyðarskýlum í St. Vincent, Grenadine eyjum, Grenada og St. Lucia. Í Bridgetown á Barbados flæddi yfir götur og á St. Vincent fauk þakið af einhverjum húsum. Fellibylurinn er sá stærsti sem hefur mælst á þessum árstíma. Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Vísindamenn segja loftlagsbreytingar líklega hafa valdið því að hlýrra er á Norður-Atlantshafi en áður. Um klukkan þrjú í nótt mældist vindhraði Beryl um 160 mílur á klukkustund eða 71 metri á sekúndu. Þá var hann um 1.352 kílómetrum suðaustur af Kingston, höfuðborg Jamaíka. Búið er að gefa út bæði fellibylja- og stormviðvaranir á Jamaíka. Á vef Reuters er rætt við veitingamanninn Welton Anderson sem segir Jamaíkabúa bíða rólega en að örvænting gæti gripið fólk því nær sem dregur. Fellibylurinn hóf för sín yfir Karíbahafið snemma í gær og var þá í flokki fjögur. Síðar var hann færður í flokk fimm. Búist er við því að hann veikist enn frekar eftir því sem hann færist nær Mexíkó. Beryl fer líklega yfir Hispaniola eyjar og færir sig svo vestur eða norðvestur. Yfirvöld í Mexíkó undirbúa sig nú fyrir Beryl en þegar hann kemur þangað verður hann líklega búinn að færast niður í fyrsta flokk og því ekki eins hættulegur. Hurricane #Beryl Advisory 14A: Category 5 Beryl Still Intensifying in the Southeastern Caribbean. Expected to Bring Life-Threatening Winds and Storm Surge To Jamaica Later This Week. https://t.co/tW4KeGe9uJ— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) July 2, 2024 Fellibylnum fylgir mikil rigning og er búist við því að magnið gæti orðið verulegt þar sem hann fer yfir, allt að 30 sentímetrar. Beryl er annar fellibylurinn á tímabilinu sem er nefndur. Hitabeltisstormurinn Alberto fór yfir Mexíkó fyrr í mánuðinum. Fjórir létust þar. Þá fór hitabeltisstormurinn Chris yfir Mexíkó líka á sunnudaginn en breyttist svo í hitabeltislægð. Töluverð rigning fylgdi Chris og hafa þvi yfirvöld í Mexíkó töluverðar áhyggjur og segja innviði þegar undir miklu álagi. Fram kemur í umfjöllun Reuters að vísindamenn vari við því að álíka viðburðum muni fara fjölgandi samhliða loftslagsbreytingum. Hækkandi sjávarhiti síðustu fimm áratugi hafa gert það tvisvar sinnum líklegra að litlir stormar umbreytist í hættulega fellibylji á einum sólarhring. Það er vel fylgst með Beryl á Fellbyljastofnun Bandaríkjanna í Miami.Vísir/Getty Í gær kom fram í fréttum að svo stór fellibylur hefði ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Eftir að Beryl var færður upp í fimmta flokk sagði bandaríska Fellibyljastofnunin að svo stór fellibylur hefði aldrei komið fram svo snemma. Metið átti fellibylurinn Emily sem fór yfir árið 2005. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. Í frétt AP segir að þau hafi spáð því að á bilinu 17 til 25 stormar muni fá nafn á tímabilinu, þar af13 fellibyljir og fjórir stórir fellibyljir en að meðaltali eru 14 stormar nefndir á tímabili. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér. Veður Jamaíka Barbados Grenada Sankti Vinsent og Grenadínur Sankti Lúsía Mexíkó Tengdar fréttir Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 1. júlí 2024 07:58 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Einn er látinn í Grenada og þúsundir eru án vatns og rafmagns og hafa við í neyðarskýlum í St. Vincent, Grenadine eyjum, Grenada og St. Lucia. Í Bridgetown á Barbados flæddi yfir götur og á St. Vincent fauk þakið af einhverjum húsum. Fellibylurinn er sá stærsti sem hefur mælst á þessum árstíma. Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Vísindamenn segja loftlagsbreytingar líklega hafa valdið því að hlýrra er á Norður-Atlantshafi en áður. Um klukkan þrjú í nótt mældist vindhraði Beryl um 160 mílur á klukkustund eða 71 metri á sekúndu. Þá var hann um 1.352 kílómetrum suðaustur af Kingston, höfuðborg Jamaíka. Búið er að gefa út bæði fellibylja- og stormviðvaranir á Jamaíka. Á vef Reuters er rætt við veitingamanninn Welton Anderson sem segir Jamaíkabúa bíða rólega en að örvænting gæti gripið fólk því nær sem dregur. Fellibylurinn hóf för sín yfir Karíbahafið snemma í gær og var þá í flokki fjögur. Síðar var hann færður í flokk fimm. Búist er við því að hann veikist enn frekar eftir því sem hann færist nær Mexíkó. Beryl fer líklega yfir Hispaniola eyjar og færir sig svo vestur eða norðvestur. Yfirvöld í Mexíkó undirbúa sig nú fyrir Beryl en þegar hann kemur þangað verður hann líklega búinn að færast niður í fyrsta flokk og því ekki eins hættulegur. Hurricane #Beryl Advisory 14A: Category 5 Beryl Still Intensifying in the Southeastern Caribbean. Expected to Bring Life-Threatening Winds and Storm Surge To Jamaica Later This Week. https://t.co/tW4KeGe9uJ— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) July 2, 2024 Fellibylnum fylgir mikil rigning og er búist við því að magnið gæti orðið verulegt þar sem hann fer yfir, allt að 30 sentímetrar. Beryl er annar fellibylurinn á tímabilinu sem er nefndur. Hitabeltisstormurinn Alberto fór yfir Mexíkó fyrr í mánuðinum. Fjórir létust þar. Þá fór hitabeltisstormurinn Chris yfir Mexíkó líka á sunnudaginn en breyttist svo í hitabeltislægð. Töluverð rigning fylgdi Chris og hafa þvi yfirvöld í Mexíkó töluverðar áhyggjur og segja innviði þegar undir miklu álagi. Fram kemur í umfjöllun Reuters að vísindamenn vari við því að álíka viðburðum muni fara fjölgandi samhliða loftslagsbreytingum. Hækkandi sjávarhiti síðustu fimm áratugi hafa gert það tvisvar sinnum líklegra að litlir stormar umbreytist í hættulega fellibylji á einum sólarhring. Það er vel fylgst með Beryl á Fellbyljastofnun Bandaríkjanna í Miami.Vísir/Getty Í gær kom fram í fréttum að svo stór fellibylur hefði ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Eftir að Beryl var færður upp í fimmta flokk sagði bandaríska Fellibyljastofnunin að svo stór fellibylur hefði aldrei komið fram svo snemma. Metið átti fellibylurinn Emily sem fór yfir árið 2005. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. Í frétt AP segir að þau hafi spáð því að á bilinu 17 til 25 stormar muni fá nafn á tímabilinu, þar af13 fellibyljir og fjórir stórir fellibyljir en að meðaltali eru 14 stormar nefndir á tímabili. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér.
Veður Jamaíka Barbados Grenada Sankti Vinsent og Grenadínur Sankti Lúsía Mexíkó Tengdar fréttir Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 1. júlí 2024 07:58 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 1. júlí 2024 07:58