Moldrík og virðist ætla að umturna kvennafótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 12:01 Michele Kang og Trinity Rodman, ein af stjörnum Washington Spirit. Ira L. Black/Getty Images Viðskiptakonan Michele Kang er gríðarlegur íþróttaunnandi og hafa fjárfestingar hennar vakið gríðarlega athygli. Hún á nú lið Washington Spirit í Bandaríkjunum, London City Lionesses í Englandi og er í þann mund að eignast meirihluta í stórliði Lyon í Frakklandi. Það vakti gríðarlega athygli þegar Washington Spirit tilkynnti að Spánverjinn Jonatan Giráldez yrði næsti þjálfari liðsins. Giráldez var þá enn þjálfari Barcelona, besta liðs Evrópu. Hann stýrði liðinu svo til sigurs í öllum keppnum á nýafstaðinni leiktíð áður en hann hélt til Bandaríkjanna á dögunum. .@WashSpirit head coach Jonatan Giráldez tells @rogbennett what he and Michele Kang said to each other at the end of last season's Champions League final between his Barcelona side and Kang's Lyon 🏆😂🎧A SPECIAL episode of The Women's Game with Jonatan Giráldez is out now pic.twitter.com/2AJfjsKnah— The Women's Game (@WomensGameMIB) July 1, 2024 Þar var hann tilkynntur sem nýr þjálfari Spirit sem er í miðri deildarkeppni. Liðið situr um þessar mundir í 3. sæti NWSL-deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum minna en toppliðin Kansas City Current og Orlando Pride. Kang var þó ekki viðstödd þegar Giráldez var kynntur til leiks sem nýr þjálfari Spirit því hún var stödd í Lundúnum þar sem enska B-deildarliðið London City Lionesses var að tilkynna nýjan þjálfara og nýjan stjörnuleikmann. Kang er tiltölulega nýbúin að festa kaup á Ljónynjunum frá Lundúnum og það tók hana ekki langan tíma að sýna fram á að hún ætlar sér stóra hluti. Jocelyn Prêcheur, maðurinn sem kom París Saint-Germain alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, er nýr þjálfari liðsins og hin sænska Kosovare Asllani er nýr stjörnuleikmaður liðsins. Kosovare Asllani og Jocelyn Prêcheur.London City Lionesses Þessi 34 ára gamli framherji hefur spilað með liðum á borð við PSG, Manchester City, Real Madríd og AC Milan. Þegar hún spilaði með Real spilaði hún meðal annars gegn Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu en Asllani ber Real þó ekki vel söguna. Ekki nóg með það heldur tilkynnti hin 64 ára gamla Kang á fundinum að hún hefði keypt æfingasvæði félagsins og ráðið teymi til að umturna því svo það líkist æfingasvæðum Spirit og Lyon. Bæði hvað varðar bæði á grasinu sjálfu og svo hvað varðar aðstöðu. Hvað viðskiptakonuna Kang varðar þá er hún góð í að gera hluti sem fólk segir henni að hún geti ekki gert. Í frétt The Athletic um nýtt eignarhald Ljónynjanna frá Lundúnum segir Kang einfaldlega að hún ætli sér ekki að skipta sér af leikstíl og fleira, hún ræður hins vegar fólk sem er fært í sínu fagi og það sér um slíka hluti. Very intrigued by Michele Kang and her investment for the first multi-club model in women’s footballLondon City Lionesses, the smallest acquisition, will have a training ground designed by architects that built Spurs’ & groundbreaking research projects https://t.co/EdNu1REt4R— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) July 1, 2024 Með eignarhaldi sínu á Spirit, Lyon og Ljónynjunum er Kang fyrsti aðilinn til að vera reka fjöldafélagamódel í kvennaboltanum. Slíkt þekkist í karlaboltanum þar sem til að mynda Red Bull samsteypan á fleiri en eitt lið og það sama á við um City Football Group sem á Manchester City og tólf önnur félög. Markmið hennar í Lundúnum er að koma liðinu upp í efstu deild og vinna hana. Gangi það upp þá hefur hún gjörbreytt landslagi kvennaknattspyrnunnar. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli þegar Washington Spirit tilkynnti að Spánverjinn Jonatan Giráldez yrði næsti þjálfari liðsins. Giráldez var þá enn þjálfari Barcelona, besta liðs Evrópu. Hann stýrði liðinu svo til sigurs í öllum keppnum á nýafstaðinni leiktíð áður en hann hélt til Bandaríkjanna á dögunum. .@WashSpirit head coach Jonatan Giráldez tells @rogbennett what he and Michele Kang said to each other at the end of last season's Champions League final between his Barcelona side and Kang's Lyon 🏆😂🎧A SPECIAL episode of The Women's Game with Jonatan Giráldez is out now pic.twitter.com/2AJfjsKnah— The Women's Game (@WomensGameMIB) July 1, 2024 Þar var hann tilkynntur sem nýr þjálfari Spirit sem er í miðri deildarkeppni. Liðið situr um þessar mundir í 3. sæti NWSL-deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum minna en toppliðin Kansas City Current og Orlando Pride. Kang var þó ekki viðstödd þegar Giráldez var kynntur til leiks sem nýr þjálfari Spirit því hún var stödd í Lundúnum þar sem enska B-deildarliðið London City Lionesses var að tilkynna nýjan þjálfara og nýjan stjörnuleikmann. Kang er tiltölulega nýbúin að festa kaup á Ljónynjunum frá Lundúnum og það tók hana ekki langan tíma að sýna fram á að hún ætlar sér stóra hluti. Jocelyn Prêcheur, maðurinn sem kom París Saint-Germain alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, er nýr þjálfari liðsins og hin sænska Kosovare Asllani er nýr stjörnuleikmaður liðsins. Kosovare Asllani og Jocelyn Prêcheur.London City Lionesses Þessi 34 ára gamli framherji hefur spilað með liðum á borð við PSG, Manchester City, Real Madríd og AC Milan. Þegar hún spilaði með Real spilaði hún meðal annars gegn Breiðabliki í Meistaradeild Evrópu en Asllani ber Real þó ekki vel söguna. Ekki nóg með það heldur tilkynnti hin 64 ára gamla Kang á fundinum að hún hefði keypt æfingasvæði félagsins og ráðið teymi til að umturna því svo það líkist æfingasvæðum Spirit og Lyon. Bæði hvað varðar bæði á grasinu sjálfu og svo hvað varðar aðstöðu. Hvað viðskiptakonuna Kang varðar þá er hún góð í að gera hluti sem fólk segir henni að hún geti ekki gert. Í frétt The Athletic um nýtt eignarhald Ljónynjanna frá Lundúnum segir Kang einfaldlega að hún ætli sér ekki að skipta sér af leikstíl og fleira, hún ræður hins vegar fólk sem er fært í sínu fagi og það sér um slíka hluti. Very intrigued by Michele Kang and her investment for the first multi-club model in women’s footballLondon City Lionesses, the smallest acquisition, will have a training ground designed by architects that built Spurs’ & groundbreaking research projects https://t.co/EdNu1REt4R— Katie Whyatt (@KatieWhyatt) July 1, 2024 Með eignarhaldi sínu á Spirit, Lyon og Ljónynjunum er Kang fyrsti aðilinn til að vera reka fjöldafélagamódel í kvennaboltanum. Slíkt þekkist í karlaboltanum þar sem til að mynda Red Bull samsteypan á fleiri en eitt lið og það sama á við um City Football Group sem á Manchester City og tólf önnur félög. Markmið hennar í Lundúnum er að koma liðinu upp í efstu deild og vinna hana. Gangi það upp þá hefur hún gjörbreytt landslagi kvennaknattspyrnunnar.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira