Enska liðið fékk einkatónleika frá Ed Sheeran Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2024 23:15 Ed Sheeran var meðal áhorfanda á síðasta leik enska landsliðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi. Getty/Richard Pelham Enska landsliðið er komið áfram í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta eftir dramatískan sigur á Slóvökum. Þeir fengu að launum einkatónleika frá einum frægasta tónlistarmanni Englendinga. Ed Sheeran, sem er mikill fótboltaáhugamaður og harður stuðningsmaður Ipswich Town, mætti í bækistöð enska liðsins í Blankenhain í gær. Sheeran hafði horft á leikinn á móti Slóvökum í Gelsenkirchen en ferðast síðan til Blankenhain daginn eftir. Enska liðið er með aðstöðu á heilsuhótelinu Weimarer Land en hótelið hefur jafnframt yfir að ráða flottum golfvelli. Það fer því vel um ensku leikmennina og landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate leggur áherslu á afslappað og þægilegt umhverfi í kringum hópinn. Þjálfarinn tók líka vel í það að tónlistastjarnan myndi skemmta hans mönnum. Lærisveinar Southgate voru í léttri endurhæfingu fyrr um daginn en fengu síðan tónleika um kvöldið. Þetta er í annað skiptið sem Sheeran skemmtir ensku landsliðsmönnunum á Evrópumóti en það gerði hann líka á EM 2021. Á HM í Katar var það aftur á móti Robbie Williams sem heimsótti enska liðið. Ed Sheeran hefur selt yfir 150 milljónir platna og er einn af söluhæstu tónlistarmönnum heims. Hann á mörg af vinsælustu lögum síðasta áratugar og hefur örugglega tekið eitthvað af þeim fyrir ensku landsliðsstrákana. 🎸🏴Ed Sheeran performs private concert for England players after Slovakia winFind out more👇https://t.co/plO1WwTMix pic.twitter.com/C6NYphQCwj— The Telegraph (@Telegraph) July 2, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Ed Sheeran, sem er mikill fótboltaáhugamaður og harður stuðningsmaður Ipswich Town, mætti í bækistöð enska liðsins í Blankenhain í gær. Sheeran hafði horft á leikinn á móti Slóvökum í Gelsenkirchen en ferðast síðan til Blankenhain daginn eftir. Enska liðið er með aðstöðu á heilsuhótelinu Weimarer Land en hótelið hefur jafnframt yfir að ráða flottum golfvelli. Það fer því vel um ensku leikmennina og landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate leggur áherslu á afslappað og þægilegt umhverfi í kringum hópinn. Þjálfarinn tók líka vel í það að tónlistastjarnan myndi skemmta hans mönnum. Lærisveinar Southgate voru í léttri endurhæfingu fyrr um daginn en fengu síðan tónleika um kvöldið. Þetta er í annað skiptið sem Sheeran skemmtir ensku landsliðsmönnunum á Evrópumóti en það gerði hann líka á EM 2021. Á HM í Katar var það aftur á móti Robbie Williams sem heimsótti enska liðið. Ed Sheeran hefur selt yfir 150 milljónir platna og er einn af söluhæstu tónlistarmönnum heims. Hann á mörg af vinsælustu lögum síðasta áratugar og hefur örugglega tekið eitthvað af þeim fyrir ensku landsliðsstrákana. 🎸🏴Ed Sheeran performs private concert for England players after Slovakia winFind out more👇https://t.co/plO1WwTMix pic.twitter.com/C6NYphQCwj— The Telegraph (@Telegraph) July 2, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti