Víkingar geta náð því sem enginn hefur gert í sextíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 15:01 Aron Elís Þrándarson og Danijel Dejan Djuric fagna bikarsigri Víkinga í fyrra. Með þeim á myndini er Oliver Ekroth. Vísir/Hulda Margrét Víkingar eru einum leik frá fimmta bikarúrslitaleiknum í röð og sá leikur er á móti Stjörnunni í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Víkingar fá Garðbæinga í heimsókn í Víkina aðeins sex dögum eftir að þeir unnu þá 4-0 á útivelli í Bestu deildinni. Stjörnumenn mæta örugglega í hefndarhug eftir að hafa tapað báðum deildarleikjum sínum á móti Víkingi í sumar og alls spilað í 180 mínútur á móti þeim án þess að skora. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrir Stjörnuna í síðasta bikartapi Víkinga.Vísir/Diego Stjörnumenn státa líka af því að vera síðasta liðið til að slá Víking út úr bikarkeppninni. Það gerðu þeir með 2-1 sigri í Víkinni 30. júlí 2020. Emil Atlason skoraði fyrra markið á fyrstu mínútu og Hilmar Árni Halldórsson kom þeim í 2-0 á 54. mínútu áður en Nikolaj Hansen minnkaði muninn. Allir eru með í kvöld. Átján bikarsigrar í röð Þessi bikarkeppni fyrir fjórum árum síðan var hins vegar aldrei kláruð þar sem að henni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Það gerir það að verkum að Víkingar hafa nú unnið fjóra síðustu bikarúrslitaleiki, bikarúrslitaleikinn árið 2019 og svo bikarúrslitaleikina undanfarin þrjú sumur. Víkingar lyftu bikarnum á Laugardalsvellinum síðasta haust.Vísir/Hulda Margrét Víkingsliðið hefur enn fremur unnið átján bikarleiki í röð. Níu hafa verið á móti liðum úr B-deildinni en níu á móti liðum úr neðri deildum. Með sigri í leiknum í kvöld þá getur Víkingur því leikið eftir afrek KR-inga frá fyrstu árum bikarkeppninnar. KR-ingar komust í fimm fyrstu bikarúrslitaleikina á árunum 1960 til 1964 og unnu þá alla. Ekkert lið hefur náð því að spila fimm bikarúrslitaleiki í röð undanfarin sextíu ár. Fimm bikartitlar í röð frá 1960 til 1964 KR-ingar léku fimmtán bikarleiki í röð án þess að tapa frá 1960 til 1964. Sigurgangan endaði með tapi á móti ÍBA á Akureyrarvelli í átta liða úrslitum í september 1965. Á þessum árum fór bikarkeppnin fram eftir Íslandsmótið og úrslitaleikirnir voru spilaðir á gamla Melavellinum. KR-ingar með bikarinn á síðum Tímans eftir fimmta bikarsigur sinn í röðþTimarit.is/Tíminn Víkingar eru reyndar þegar búnir að jafna afrek Valsara og Framara sem eru einu félögin sem hafa spilað fjóra bikarúrslitaleiki í röð á Laugardalsvellinum. Valsmenn gerðu þá frá 1976 til 1979 en Framarar frá 1984 til 1987. Bæði lið unnu þá bara tvo af þessum leikjum, Valur 1976 og 1977 en Framarar 1985 og 1987. Á fimmta árinu þá töpuðu Valsmenn í sextán liða úrslitunum 1980 á móti verðandi bikarmeisturum Fram en Framarar töpuðu í átta liða úrslitunum 1988 á móti verðandi bikarmeisturum Vals. Hvorugt liðanna komst því í fimmta bikarúrslitaleikinn í röð. Nú er að sjá hvort Víkingum takist að leika eftir KR-inga frá því fyrir sextíu árum eða hvort Stjörnumenn komist í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sex ár. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Víkingar fá Garðbæinga í heimsókn í Víkina aðeins sex dögum eftir að þeir unnu þá 4-0 á útivelli í Bestu deildinni. Stjörnumenn mæta örugglega í hefndarhug eftir að hafa tapað báðum deildarleikjum sínum á móti Víkingi í sumar og alls spilað í 180 mínútur á móti þeim án þess að skora. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrir Stjörnuna í síðasta bikartapi Víkinga.Vísir/Diego Stjörnumenn státa líka af því að vera síðasta liðið til að slá Víking út úr bikarkeppninni. Það gerðu þeir með 2-1 sigri í Víkinni 30. júlí 2020. Emil Atlason skoraði fyrra markið á fyrstu mínútu og Hilmar Árni Halldórsson kom þeim í 2-0 á 54. mínútu áður en Nikolaj Hansen minnkaði muninn. Allir eru með í kvöld. Átján bikarsigrar í röð Þessi bikarkeppni fyrir fjórum árum síðan var hins vegar aldrei kláruð þar sem að henni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Það gerir það að verkum að Víkingar hafa nú unnið fjóra síðustu bikarúrslitaleiki, bikarúrslitaleikinn árið 2019 og svo bikarúrslitaleikina undanfarin þrjú sumur. Víkingar lyftu bikarnum á Laugardalsvellinum síðasta haust.Vísir/Hulda Margrét Víkingsliðið hefur enn fremur unnið átján bikarleiki í röð. Níu hafa verið á móti liðum úr B-deildinni en níu á móti liðum úr neðri deildum. Með sigri í leiknum í kvöld þá getur Víkingur því leikið eftir afrek KR-inga frá fyrstu árum bikarkeppninnar. KR-ingar komust í fimm fyrstu bikarúrslitaleikina á árunum 1960 til 1964 og unnu þá alla. Ekkert lið hefur náð því að spila fimm bikarúrslitaleiki í röð undanfarin sextíu ár. Fimm bikartitlar í röð frá 1960 til 1964 KR-ingar léku fimmtán bikarleiki í röð án þess að tapa frá 1960 til 1964. Sigurgangan endaði með tapi á móti ÍBA á Akureyrarvelli í átta liða úrslitum í september 1965. Á þessum árum fór bikarkeppnin fram eftir Íslandsmótið og úrslitaleikirnir voru spilaðir á gamla Melavellinum. KR-ingar með bikarinn á síðum Tímans eftir fimmta bikarsigur sinn í röðþTimarit.is/Tíminn Víkingar eru reyndar þegar búnir að jafna afrek Valsara og Framara sem eru einu félögin sem hafa spilað fjóra bikarúrslitaleiki í röð á Laugardalsvellinum. Valsmenn gerðu þá frá 1976 til 1979 en Framarar frá 1984 til 1987. Bæði lið unnu þá bara tvo af þessum leikjum, Valur 1976 og 1977 en Framarar 1985 og 1987. Á fimmta árinu þá töpuðu Valsmenn í sextán liða úrslitunum 1980 á móti verðandi bikarmeisturum Fram en Framarar töpuðu í átta liða úrslitunum 1988 á móti verðandi bikarmeisturum Vals. Hvorugt liðanna komst því í fimmta bikarúrslitaleikinn í röð. Nú er að sjá hvort Víkingum takist að leika eftir KR-inga frá því fyrir sextíu árum eða hvort Stjörnumenn komist í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sex ár. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn