Sjómenn „arfavitlausir“ og Lilja biður Stefán um frest Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2024 11:42 Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands og Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála. Vísir/vilhelm Sjómenn sem nú eru sambandslausir út á miðum eftir að RÚV hætti útsendingum gegnum gervihnött um mánaðamótin eru arfavitlausir vegna málsins, að sögn formanns Sjómannasambandsins. Ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn. Menningarmálaráðherra hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. Útsendingum Ríkisútvarpsins gegnum gervihnött var hætt 1. júlí. Ákvörðunin hefur legið fyrir í um ár - en kom samt sem áður flatt upp á sjómenn að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. „Það eru mörg skip núna sem eru úti á djúpveiðum, veiða langt í burtu, sem hafa treyst á þessa þjónustu, að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp í gegnum RÚV. Nú er það ekki hægt lengur, sum þeirra eru bara algjörlega sambandslaus,“ segir Valmundur. „Þeir sem eru sambandslausir í þessum málum eru náttúrulega arfavitlausir og brjálaðir, því það sem styttir mönnum stundir í löngum túrum er að geta horft á sjónvarp. Ég tala nú ekki um núna þegar Evrópukeppnin í fótbolta er í gangi.“ Menn hafi kannski sofnað á verðinum Valmundur segir RÚV bera fyrir sig að útsendingarnar séu ekki lögbundin skylda. Það fellst Sjómannasambandið ekki á. Þá gefur Valmundur lítið fyrir þau rök að þjónustan sé dýr og þjóni mjög fáum. Um 1500 sjómenn, sem sannarlega borgi sinn nefskatt, nái nú ekki útsendingum. Inntur eftir því hvort þeir sem geri skipin út beri ekki einnig ábyrgð á því að koma upp viðeigandi búnaði viðurkennir Valmundur að svo sé. „Kannski hafa menn sofið á verðinum, ég skal alveg viðurkenna það. Ég áttaði mig ekki á þessu. Það hefur áður verið settur fyrirvari, þegar menn ætluðu að hætta þessu áður, en það er ekki núna.“ En hreyfing er nú komin á málið. Eftir að Valmundur vakti athygli á stöðunni á Facebook í gær höfðu ráðherrar samband við hann. „Það er mikill vilji til þess að leiðrétta þetta. Því stjórnmálamennirnir gerðu sér ekki grein fyrir því að þetta væri horfið. Þannig að það er verið að vinna í því að koma þessum tengingum aftur á í gegnum gervihnött með utsendingum RÚV og ég ætla að vona að þetta verði komið næstu daga,“ segir Valmundur. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála sem RÚV heyrir undir, hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að gildistöku breytinganna verði frestað til áramóta þar til fyrir liggur hvaða fiskiskip eigi eftir að innleiða nýja tækni, samkvæmt svari aðstoðarmanns hennar við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Útsendingum Ríkisútvarpsins gegnum gervihnött var hætt 1. júlí. Ákvörðunin hefur legið fyrir í um ár - en kom samt sem áður flatt upp á sjómenn að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. „Það eru mörg skip núna sem eru úti á djúpveiðum, veiða langt í burtu, sem hafa treyst á þessa þjónustu, að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp í gegnum RÚV. Nú er það ekki hægt lengur, sum þeirra eru bara algjörlega sambandslaus,“ segir Valmundur. „Þeir sem eru sambandslausir í þessum málum eru náttúrulega arfavitlausir og brjálaðir, því það sem styttir mönnum stundir í löngum túrum er að geta horft á sjónvarp. Ég tala nú ekki um núna þegar Evrópukeppnin í fótbolta er í gangi.“ Menn hafi kannski sofnað á verðinum Valmundur segir RÚV bera fyrir sig að útsendingarnar séu ekki lögbundin skylda. Það fellst Sjómannasambandið ekki á. Þá gefur Valmundur lítið fyrir þau rök að þjónustan sé dýr og þjóni mjög fáum. Um 1500 sjómenn, sem sannarlega borgi sinn nefskatt, nái nú ekki útsendingum. Inntur eftir því hvort þeir sem geri skipin út beri ekki einnig ábyrgð á því að koma upp viðeigandi búnaði viðurkennir Valmundur að svo sé. „Kannski hafa menn sofið á verðinum, ég skal alveg viðurkenna það. Ég áttaði mig ekki á þessu. Það hefur áður verið settur fyrirvari, þegar menn ætluðu að hætta þessu áður, en það er ekki núna.“ En hreyfing er nú komin á málið. Eftir að Valmundur vakti athygli á stöðunni á Facebook í gær höfðu ráðherrar samband við hann. „Það er mikill vilji til þess að leiðrétta þetta. Því stjórnmálamennirnir gerðu sér ekki grein fyrir því að þetta væri horfið. Þannig að það er verið að vinna í því að koma þessum tengingum aftur á í gegnum gervihnött með utsendingum RÚV og ég ætla að vona að þetta verði komið næstu daga,“ segir Valmundur. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningarmála sem RÚV heyrir undir, hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að gildistöku breytinganna verði frestað til áramóta þar til fyrir liggur hvaða fiskiskip eigi eftir að innleiða nýja tækni, samkvæmt svari aðstoðarmanns hennar við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar.
Ríkisútvarpið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira