Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 22:17 Cristiano Ronaldo hryggur eftir tapið gegn Frökkum í kvöld. Getty/Robbie Jay Barratt Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. Ronaldo skoraði ekki frekar en aðrir í venjulegum leiktíma og framlengingu, og hefur nú lokið keppni á EM eftir tap Portúgals í vítaspyrnukeppni þar sem hann skoraði úr fyrstu spyrnu Portúgala. Ronaldo er orðinn 39 ára en spilaði allan leikinn í kvöld rétt eins og í framlengdum leik í 16-liða úrslitum og á nær öllu mótinu til þessa. Í Stofunni eftir leik í kvöld spurði Kristjana Arnarsdóttir hve lengi Ronaldo myndi spila með portúgalska landsliðinu og Óskar svaraði: „Bara þangað til að hann segir við Martínez: „Heyrðu ég ætla að hætta.“ Það verður bara þegar hann fær nóg. Þessi ömurlegi framhaldsþáttur eða sápuópera, eða hvað sem við viljum kalla þetta drasl, mun halda áfram þar til að Ronaldo ákveður að stöðva framleiðsluna á þessu bulli,“ sagði Óskar, greinilega ekki hrifinn af því að Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, skyldi leggja traust sitt á Ronaldo fram yfir aðra framherja Portúgals. Spilað tveimur mótum of lengi Arnar Gunnlaugsson sagði Ronaldo hafa verið ósýnilegan í leiknum í kvöld, og það væri nánast sorglegt að fylgjast með honum: „Hann spilaði ábyggilega tveimur mótum of mikið. Við fengum að upplifa Maradona, Messi og Ronaldo, en maður vill ekki upplifa Muhammad Ali í boxi orðinn sextugur. Þá ertu að „downgradea“ íþróttina svo mikið. Hann er því miður búinn að vera tveimur mótum of lengi,“ sagði Arnar. Cristiano Ronaldo fékk það óþvegið frá Stofunni. Óskar Hrafn🗣️ pic.twitter.com/VuQX9G2XDT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Óskar lét gamminn einnig geysa í hálfleik í kvöld, þegar talið barst að Ronaldo: „Fyrir mér núna, í þessum leik og síðustu leikjum kannski líka, lítur þetta út eins og forseti einhvers bananalýðveldis hafi hringt í þjálfarana og sagt: „Heyrðu, sonur minn, sem reyndar getur ekkert í fótbolta, hann verður að byrja inn á sem framherji.“ Þeir eru tíu Portúgalarnir, og hann væflast um völlinn og lyftir höndum. Þetta er gjörsamlega „pathetic“,“ sagði Óskar. „Manstu þegar hann fékk höfuðhöggið áðan? Martínez hefur legið á bæn og hugsað: „Værirðu til í að meiðast?“,“ sagði Arnar og Óskar tók undir það: „Hann [Ronaldo] er myllusteinn um hálsinn á honum [Martínez]. Það er í raun ótrúlegt að Portúgalarnir séu manni færri og búnir að draga sig inn í 8-liða úrslitin en þetta grín getur ekki gengið lengur af því að þetta grín er að snúast upp í algjöran harmleik. Það er bara þannig.“ EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50 Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Ronaldo skoraði ekki frekar en aðrir í venjulegum leiktíma og framlengingu, og hefur nú lokið keppni á EM eftir tap Portúgals í vítaspyrnukeppni þar sem hann skoraði úr fyrstu spyrnu Portúgala. Ronaldo er orðinn 39 ára en spilaði allan leikinn í kvöld rétt eins og í framlengdum leik í 16-liða úrslitum og á nær öllu mótinu til þessa. Í Stofunni eftir leik í kvöld spurði Kristjana Arnarsdóttir hve lengi Ronaldo myndi spila með portúgalska landsliðinu og Óskar svaraði: „Bara þangað til að hann segir við Martínez: „Heyrðu ég ætla að hætta.“ Það verður bara þegar hann fær nóg. Þessi ömurlegi framhaldsþáttur eða sápuópera, eða hvað sem við viljum kalla þetta drasl, mun halda áfram þar til að Ronaldo ákveður að stöðva framleiðsluna á þessu bulli,“ sagði Óskar, greinilega ekki hrifinn af því að Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, skyldi leggja traust sitt á Ronaldo fram yfir aðra framherja Portúgals. Spilað tveimur mótum of lengi Arnar Gunnlaugsson sagði Ronaldo hafa verið ósýnilegan í leiknum í kvöld, og það væri nánast sorglegt að fylgjast með honum: „Hann spilaði ábyggilega tveimur mótum of mikið. Við fengum að upplifa Maradona, Messi og Ronaldo, en maður vill ekki upplifa Muhammad Ali í boxi orðinn sextugur. Þá ertu að „downgradea“ íþróttina svo mikið. Hann er því miður búinn að vera tveimur mótum of lengi,“ sagði Arnar. Cristiano Ronaldo fékk það óþvegið frá Stofunni. Óskar Hrafn🗣️ pic.twitter.com/VuQX9G2XDT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Óskar lét gamminn einnig geysa í hálfleik í kvöld, þegar talið barst að Ronaldo: „Fyrir mér núna, í þessum leik og síðustu leikjum kannski líka, lítur þetta út eins og forseti einhvers bananalýðveldis hafi hringt í þjálfarana og sagt: „Heyrðu, sonur minn, sem reyndar getur ekkert í fótbolta, hann verður að byrja inn á sem framherji.“ Þeir eru tíu Portúgalarnir, og hann væflast um völlinn og lyftir höndum. Þetta er gjörsamlega „pathetic“,“ sagði Óskar. „Manstu þegar hann fékk höfuðhöggið áðan? Martínez hefur legið á bæn og hugsað: „Værirðu til í að meiðast?“,“ sagði Arnar og Óskar tók undir það: „Hann [Ronaldo] er myllusteinn um hálsinn á honum [Martínez]. Það er í raun ótrúlegt að Portúgalarnir séu manni færri og búnir að draga sig inn í 8-liða úrslitin en þetta grín getur ekki gengið lengur af því að þetta grín er að snúast upp í algjöran harmleik. Það er bara þannig.“
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50 Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44
Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. 5. júlí 2024 20:50
Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 5. júlí 2024 20:01
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti