Yfirgáfu skarkalann í borginni og gerðust ferðaþjónustubændur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2024 20:00 Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit eru hæstánægð með lífið í sveitinni. Vísir/Bjarni Hjón sem áður bjuggu í Reykjavík sjá ekki eftir þeirri ákvörðun að gerast ferðaþjónustubændur í sveitinni. Um þessar mundir eru þau að byggja fleiri smáhýsi fyrir gesti sína. Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit voru í óða önn ásamt vinnufólki þegar fréttastofu bar að garði á dögunum. „Það er verið að byggja hérna fjögur hús í viðbót viðþað sem var fyrir. Það voru hérna sjö hús, bætum við fjórum í sumar og þremur næsta sumar, bara bjartsýnn,“ segir Grétar. Sem stendur er pláss fyrir um þrjátíu í gistingu, en sá fjöldi mun ríflega tvöfaldast þegar öll nýju húsin eru klár, en þau koma í einingum frá Eistlandi. „Þetta eru bjálkahús sem ég set saman sjálfur með aðstoðarmenn með mér, fljótsett upp. Við sátum við eldhúsborðiðég og konan og rissuðum þetta á blað og sendum þetta út og fengum teikningar til baka upp á nýtinguna áþeim og þau koma bara mjög vel út, nýtast bara mjög vel að innan,“ segir Grétar. Þórlaug sækir vinnu í Reykjavík en hjónin sjá ekki eftir því að flýja úr borginni fyrir um sex árum. „Maðurinn minn er ættaður hérna frá Reyn og vildi endilega komast úr skarkalanum í bænum og mér fannst þetta bara svolítið sniðugt, bara að keyra í vinnuna á hverjum degi. En ég hafði enga trúáþví að einhver vildi gista 40 mínútur frá Reykjavík. En það var ekki rétt hjá mér, það er greinilegt aðþað er full þörf áþessu öllu saman og ég elska að vera hérna,“ segir Þórlaug og Grétar tekur undir. „Mjög gott að komast úr skarkalanum, þetta er allt annað líf,“ segir Grétar. Auk þess að vera í ferðaþjónustu eru bæði hundur og hænur á bænum sem sjá heimilinu fyrir eggjum. Þau sjá vel fyrir sér að lifa alfarið af ferðaþjónustunni. „Við gætum alveg gert það og það er opið hérna allt árið um kring en ég er í fullri vinnu í Reykjavík, bara í sumarfríi núna. Við erum með auka starfsmann sem hjálpar til en þetta er örugglega bara framtíðin hjá manni. Hvalfjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
„Það er verið að byggja hérna fjögur hús í viðbót viðþað sem var fyrir. Það voru hérna sjö hús, bætum við fjórum í sumar og þremur næsta sumar, bara bjartsýnn,“ segir Grétar. Sem stendur er pláss fyrir um þrjátíu í gistingu, en sá fjöldi mun ríflega tvöfaldast þegar öll nýju húsin eru klár, en þau koma í einingum frá Eistlandi. „Þetta eru bjálkahús sem ég set saman sjálfur með aðstoðarmenn með mér, fljótsett upp. Við sátum við eldhúsborðiðég og konan og rissuðum þetta á blað og sendum þetta út og fengum teikningar til baka upp á nýtinguna áþeim og þau koma bara mjög vel út, nýtast bara mjög vel að innan,“ segir Grétar. Þórlaug sækir vinnu í Reykjavík en hjónin sjá ekki eftir því að flýja úr borginni fyrir um sex árum. „Maðurinn minn er ættaður hérna frá Reyn og vildi endilega komast úr skarkalanum í bænum og mér fannst þetta bara svolítið sniðugt, bara að keyra í vinnuna á hverjum degi. En ég hafði enga trúáþví að einhver vildi gista 40 mínútur frá Reykjavík. En það var ekki rétt hjá mér, það er greinilegt aðþað er full þörf áþessu öllu saman og ég elska að vera hérna,“ segir Þórlaug og Grétar tekur undir. „Mjög gott að komast úr skarkalanum, þetta er allt annað líf,“ segir Grétar. Auk þess að vera í ferðaþjónustu eru bæði hundur og hænur á bænum sem sjá heimilinu fyrir eggjum. Þau sjá vel fyrir sér að lifa alfarið af ferðaþjónustunni. „Við gætum alveg gert það og það er opið hérna allt árið um kring en ég er í fullri vinnu í Reykjavík, bara í sumarfríi núna. Við erum með auka starfsmann sem hjálpar til en þetta er örugglega bara framtíðin hjá manni.
Hvalfjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira