Frakkar ganga til sögulegra kosninga Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. júlí 2024 12:08 Emmanuel Macron Frakklandsforseti kaus í París í morgun. EPA/Mohammed Badra Frakkar ganga að kjörborðinu að nýju í dag þegar önnur umferð þingkosninga fer fram þar í landi. Búið er að opna kjörstaði. Kosningin gæti orðið söguleg en Þjóðfylking Marine Le Pen leiðir samkvæmt skoðanakönnunum. Flokkurinn var sterkastur eftir fyrri umferð, sem fram fór síðustu helgi, með 33 prósent atkvæða. Fylgi Þjóðfylkingarinnar hefur dalað aðeins eftir því sem liðið hefur á vikuna og telja fæstir því að flokkurinn muni ná hreinum meirihluta á þinginu. Spár benda til að flokkurinn muni fá 175 til 205 þingsæti af 577. Gangi það eftir tvöfaldar flokkurinn þingmenn sína, en nú eru þeir 88. Miðjuflokkum Emmanuels Macron Frakklandsforseta er spáð 148 þingsætum og líklegt er talið að bandalag vinstri flokka fái milli 145 til 175 þingsæti. Macron boðaði til þingkosninga eftir að Þjóðfylkingin vann stórsigur í Evrópuþingskosningum í síðasta mánuði. „Í dag er hættan sú að meirihlutinn stýrist af öfgahægriöflum og það væri katastrófískt,“ segir Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands í viðtali á föstudaginn en í Frakklandi er allur kosningaáróður stranglega bannaður daginn áður en kosið er. Attal hefur lofað að sitja sem fastast í forsætisráðherrastólnum á meðan Macron og félagar ráða ráðum sínum. Breitt bandalag miðjuflokka gæti myndað ríkisstjórn og þar með útilokað jaðarflokkana til hægri og vinstri. Samkvæmt franska innanríkisráðuneytinu höfðu 26,6 prósent kjósenda greitt atkvæði fyrir hádegi. Það er mesta kosningaþátttaka á sama tímabili síðan þingkosninganna þar í landi árið 1981. Frakkland Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Fylgi Þjóðfylkingarinnar hefur dalað aðeins eftir því sem liðið hefur á vikuna og telja fæstir því að flokkurinn muni ná hreinum meirihluta á þinginu. Spár benda til að flokkurinn muni fá 175 til 205 þingsæti af 577. Gangi það eftir tvöfaldar flokkurinn þingmenn sína, en nú eru þeir 88. Miðjuflokkum Emmanuels Macron Frakklandsforseta er spáð 148 þingsætum og líklegt er talið að bandalag vinstri flokka fái milli 145 til 175 þingsæti. Macron boðaði til þingkosninga eftir að Þjóðfylkingin vann stórsigur í Evrópuþingskosningum í síðasta mánuði. „Í dag er hættan sú að meirihlutinn stýrist af öfgahægriöflum og það væri katastrófískt,“ segir Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands í viðtali á föstudaginn en í Frakklandi er allur kosningaáróður stranglega bannaður daginn áður en kosið er. Attal hefur lofað að sitja sem fastast í forsætisráðherrastólnum á meðan Macron og félagar ráða ráðum sínum. Breitt bandalag miðjuflokka gæti myndað ríkisstjórn og þar með útilokað jaðarflokkana til hægri og vinstri. Samkvæmt franska innanríkisráðuneytinu höfðu 26,6 prósent kjósenda greitt atkvæði fyrir hádegi. Það er mesta kosningaþátttaka á sama tímabili síðan þingkosninganna þar í landi árið 1981.
Frakkland Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira