Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 18:25 Útgönguspánni var fagnað á götum Parísar. epa Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið með himinskautum í skoðanakönnunum. Þeir frönsku miðlar sem birtu útgönguspá klukkan sex virðast á einu máli um að bandalag vinstriflokka muni fá flest þeirra 577 þingsæta sem í boði eru. Vinstriflokkarnir virðast ætla að halda sínum hlut með 172 til 192 sæti. Flokkabandalag miðjuflokka forsetans Emmanuel Macron fær 150-170 samkvæmt spám og Þjóðfylkingin 132-152. 🗳️🇫🇷Election #legislatives2024 : 2e tourProjection en sièges à l’Assemblée nationaleNouveau Front Pop. : 180-215Ensemble (Majo. Pres.) : 150-180RN et alliés : 120-150@IfopOpinion pour @TF1 @LCI (20H00) pic.twitter.com/kE1nMaVMLU— Ifop Opinion (@IfopOpinion) July 7, 2024 Svo virðist sem að margir kjósendur hafi kosið taktískt í kosningunum, að því er fram kemur í umfjöllun franskra miðla. Í frönsku þingkosningunum er kosið í 577 einmenningskjördæmum. Í aðdraganda seinni umferðar hafa þónokkrir frambjóðendur dregið framboð sitt til baka og vikið fyrir þeim frambjóðenda sem er líklegastur til þess að sigra þjóðfylkinguna. Hægriflokkurinn virðist ætla að gjalda fyrir þetta í kosningunum í dag. Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga fyrir rúmri viku. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninganna, bandalag vinstriflokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron hlutu 22 prósent. Kjörsókn hefur verið með besta móti. Greint var frá því fyrr í dag að kjörsókn væri 59,7 prósent, sem er töluverð bæting frá síðustu kosningum árið 2022 þegar kjörsókn reyndist aðeins 38 prósent. Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Frakkland Tengdar fréttir Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. 1. júlí 2024 20:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið með himinskautum í skoðanakönnunum. Þeir frönsku miðlar sem birtu útgönguspá klukkan sex virðast á einu máli um að bandalag vinstriflokka muni fá flest þeirra 577 þingsæta sem í boði eru. Vinstriflokkarnir virðast ætla að halda sínum hlut með 172 til 192 sæti. Flokkabandalag miðjuflokka forsetans Emmanuel Macron fær 150-170 samkvæmt spám og Þjóðfylkingin 132-152. 🗳️🇫🇷Election #legislatives2024 : 2e tourProjection en sièges à l’Assemblée nationaleNouveau Front Pop. : 180-215Ensemble (Majo. Pres.) : 150-180RN et alliés : 120-150@IfopOpinion pour @TF1 @LCI (20H00) pic.twitter.com/kE1nMaVMLU— Ifop Opinion (@IfopOpinion) July 7, 2024 Svo virðist sem að margir kjósendur hafi kosið taktískt í kosningunum, að því er fram kemur í umfjöllun franskra miðla. Í frönsku þingkosningunum er kosið í 577 einmenningskjördæmum. Í aðdraganda seinni umferðar hafa þónokkrir frambjóðendur dregið framboð sitt til baka og vikið fyrir þeim frambjóðenda sem er líklegastur til þess að sigra þjóðfylkinguna. Hægriflokkurinn virðist ætla að gjalda fyrir þetta í kosningunum í dag. Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga fyrir rúmri viku. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninganna, bandalag vinstriflokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron hlutu 22 prósent. Kjörsókn hefur verið með besta móti. Greint var frá því fyrr í dag að kjörsókn væri 59,7 prósent, sem er töluverð bæting frá síðustu kosningum árið 2022 þegar kjörsókn reyndist aðeins 38 prósent. Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty
Frakkland Tengdar fréttir Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. 1. júlí 2024 20:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. 1. júlí 2024 20:30
Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09