Þakkir til Jimmy Floyd Hasselbaink eftir frábæra vítakeppni enska liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 08:01 Ensku landsliðsmennirnir fagna eftir að Trent Alexander-Arnold hafði skorað úr síðustu vítaspyrnunni og tryggt Englandi sæti í undanúrslitum EM. Getty/Alex Livesey Jude Bellingham segir að góð ráð frá Jimmy Floyd Hasselbaink hafi hjálpað honum og ensku landsliðsmönnunum í vítaspyrnukeppninni á móti Sviss. Enska stórstjarnan segir að þessi hollenska knattspyrnugoðsögn eigi hrós skilið fyrir að hjálpa ensku landsliðsmönnunum að hrekja á brott minningar um fjölmörg töp enska liðsins í vítaspyrnukeppnum í gegnum tíðina. Hasselbaink er þekkastur hér á landi þegar hann fór á kostum í framlínu Chelsea við hlið Eiðs Smára Guðjohnsen en þeir náðu frábærlega saman. Tímabilið 2001-02 skoruðu þeir 52 mörk saman í öllum keppnum, Hasselbaink 29 mörk og Eiður 23 mörk. Hasselbaink hefur starfað sem aðstoðarþjálfari enska landsliðsins frá því í mars í fyrra. Gareth Southgate fagnar sigri með Jimmy Floyd Hasselbaink og Steve Holland eftir að undanúrslitasætið var í höfn.Getty/Eddie Keogh Enska landsliðið hefur sjö sinnum dottið út úr stórmóti eftir tap í vítakeppni en undir stjórn Gareth Southgate hefur enska liðið unnið þrjár af fjórum vítakeppnum sínum. Allir fimm skoruðu örugglega Allir fimm sem tóku víti í vítakeppninni á móti Sviss, í átta liða úrslitum EM, skoruðu örugglega úr spyrnum sínum en það voru Cole Palmer, Bellingham, Bukayo Saka, Ivan Toney og Trent Alexander-Arnold. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í vítakeppni og í fyrsta sinn sem ég tek víti við þessar aðstæður,“ sagði Jude Bellingham við BBC Radio 5Live. Jimmy Floyd Hasselbaink lag volgens Jude Bellingham aan de basis van het penaltysucces van Engeland.https://t.co/uwipjpEJ2W— Voetbal International (@VI_nl) July 7, 2024 „Ég á hræðilegar minningar frá vítakeppnum enska landsliðsins því að ég var að alast upp en sú fyrsta sem ég man eftir á EM var þegar [Andrea] Pirlo vippaði honum í mitt markið okkar á EM 2012,“ sagði Bellingham. „Þetta hefur áhrif á mann því þú ferð ósjálfrátt að hugsa um þau skipti sem England var í vítakeppni. Það er samt gott að búa nú að þessari reynslu sjálfur og líka fyrir okkur alla í klefanum,“ sagði Bellingham. Samtölin við Hasselbaink „Ég var fullur sjálfstrausts í undirbúningi mínum. Það kom til vegna samtala minna við Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann kom sterkur inn hjá okkur í undirbúningnum,“ sagði Bellingham. „Það er þessi vinna sem hann vinnur á bak við tjöldin og það að strákarnir séu tilbúnir að hlusta á það sem hann hefur að segja. Það hjálpar okkur á þessum mikilvægu tímapunktum þegar við þurfum að landa sigrinum,“ sagði Bellingham. ESPN fjallar um þetta. Hrósar varamarkvörðunum „Þetta er líka öll okkar liðsheild. Annað dæmi eru markverðirnir Dean Henderson, Aaron Ramsdale og Tom Heaton. Þeir hafa verið með okkur og komið öflugir inn að hjálpa okkur við að æfa þessar vítaspyrnur,“ sagði Bellingham. „Þeir fá ekki hrósið en þeir eiga hrós skilið. Án þessari æfinga þá værum við ekki í þeirri stöðu að klára vítin okkar svona vel. Það komu svo margir að þessum sigri. Þetta var risastór liðssigur,“ sagði Bellingham. England mætir Hollandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins á miðvikudagskvöldið. Jude Bellingham credited him for England’s penalty shootout victory over Switzerland.Here’s why 🗞️ https://t.co/W3WepT6XvQ#EURO2024 #OptusSport pic.twitter.com/0oDfGa5Mus— Optus Sport (@OptusSport) July 8, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Enska stórstjarnan segir að þessi hollenska knattspyrnugoðsögn eigi hrós skilið fyrir að hjálpa ensku landsliðsmönnunum að hrekja á brott minningar um fjölmörg töp enska liðsins í vítaspyrnukeppnum í gegnum tíðina. Hasselbaink er þekkastur hér á landi þegar hann fór á kostum í framlínu Chelsea við hlið Eiðs Smára Guðjohnsen en þeir náðu frábærlega saman. Tímabilið 2001-02 skoruðu þeir 52 mörk saman í öllum keppnum, Hasselbaink 29 mörk og Eiður 23 mörk. Hasselbaink hefur starfað sem aðstoðarþjálfari enska landsliðsins frá því í mars í fyrra. Gareth Southgate fagnar sigri með Jimmy Floyd Hasselbaink og Steve Holland eftir að undanúrslitasætið var í höfn.Getty/Eddie Keogh Enska landsliðið hefur sjö sinnum dottið út úr stórmóti eftir tap í vítakeppni en undir stjórn Gareth Southgate hefur enska liðið unnið þrjár af fjórum vítakeppnum sínum. Allir fimm skoruðu örugglega Allir fimm sem tóku víti í vítakeppninni á móti Sviss, í átta liða úrslitum EM, skoruðu örugglega úr spyrnum sínum en það voru Cole Palmer, Bellingham, Bukayo Saka, Ivan Toney og Trent Alexander-Arnold. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í vítakeppni og í fyrsta sinn sem ég tek víti við þessar aðstæður,“ sagði Jude Bellingham við BBC Radio 5Live. Jimmy Floyd Hasselbaink lag volgens Jude Bellingham aan de basis van het penaltysucces van Engeland.https://t.co/uwipjpEJ2W— Voetbal International (@VI_nl) July 7, 2024 „Ég á hræðilegar minningar frá vítakeppnum enska landsliðsins því að ég var að alast upp en sú fyrsta sem ég man eftir á EM var þegar [Andrea] Pirlo vippaði honum í mitt markið okkar á EM 2012,“ sagði Bellingham. „Þetta hefur áhrif á mann því þú ferð ósjálfrátt að hugsa um þau skipti sem England var í vítakeppni. Það er samt gott að búa nú að þessari reynslu sjálfur og líka fyrir okkur alla í klefanum,“ sagði Bellingham. Samtölin við Hasselbaink „Ég var fullur sjálfstrausts í undirbúningi mínum. Það kom til vegna samtala minna við Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann kom sterkur inn hjá okkur í undirbúningnum,“ sagði Bellingham. „Það er þessi vinna sem hann vinnur á bak við tjöldin og það að strákarnir séu tilbúnir að hlusta á það sem hann hefur að segja. Það hjálpar okkur á þessum mikilvægu tímapunktum þegar við þurfum að landa sigrinum,“ sagði Bellingham. ESPN fjallar um þetta. Hrósar varamarkvörðunum „Þetta er líka öll okkar liðsheild. Annað dæmi eru markverðirnir Dean Henderson, Aaron Ramsdale og Tom Heaton. Þeir hafa verið með okkur og komið öflugir inn að hjálpa okkur við að æfa þessar vítaspyrnur,“ sagði Bellingham. „Þeir fá ekki hrósið en þeir eiga hrós skilið. Án þessari æfinga þá værum við ekki í þeirri stöðu að klára vítin okkar svona vel. Það komu svo margir að þessum sigri. Þetta var risastór liðssigur,“ sagði Bellingham. England mætir Hollandi í undanúrslitaleik Evrópumótsins á miðvikudagskvöldið. Jude Bellingham credited him for England’s penalty shootout victory over Switzerland.Here’s why 🗞️ https://t.co/W3WepT6XvQ#EURO2024 #OptusSport pic.twitter.com/0oDfGa5Mus— Optus Sport (@OptusSport) July 8, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti