Hroki og villimennska ríkisstjórnar Netanjahú og heimska Hamas-samtakanna Katrín Harðardóttir skrifar 8. júlí 2024 11:30 Þetta er grein sem upphaflega er skrifuð af palestinskum flóttamanni á Íslandi sem Katrín Harðardóttir þýddi. En þar er fjallað um Gaza sem er á milli steins og sleggju. Í meira en átta mánuði hefur Gaza þjáðst og beðið með vonarglætu um árangur af sáttarumræðum undir forystu Bandaríkjamanna, Katara, Frakka og Egypta. Í hvert einasta skipti fara viðræður um vopnahlé út um þúfur og íbúar Gaza verða fyrir vonbrigðum. Það eina sem fólkið á Gaza vill er að þjóðarmorðinu, sem rænt hefur það öllu, linni. Hin mikla eyðilegging sem þjóðarmorðið hefur valdið er mjög svipuð því sem orsakast af mestu jarðskjálftum heims. Þetta er eyðilegging til að útrýma palestínsku þjóðinni á Gaza sem Bandaríkin og Evrópa hafa fjármagnað. Fólkið á Gaza bíður eftir fréttum sem gefa því einhverja von um að þjóðarmorðinu ljúki svo neyð þeirra aukist ekki, það fái ekki enn fleiri hræðilegri fréttir og svo komið sé í veg fyrir dauða eftirlifandi ástvina. Fólkið horfir til ákvarðana alþjóðastofnana eins og Alþjóðadómstólsins, Alþjóðlega sakamáladómstólsins og annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna, en í ljósi vanhæfni þessara stofnana til að standa með ákvörðunum sínum og láta Ísrael svara til saka, eru vonbrigðin endurtekin. Ísrael heldur áfram þjóðarmorðinu, þar sem flest fórnarlömbin eru börn, konur og aldraðir, með einu ógeðslegasta blóðbaði síðustu ára. Viðbrögð ísraelskra embættismanna við ákvörðunum þessara alþjóðlegu stofnana juku enn á vonbrigðin. Fyrst viðbrögð Benjamíns Netanjahú, sem lýsti ákvörðun Karims Khan, saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins, um að gefa út handtökuskipanir á hendur ísraelskum leiðtogum vegna ákæru um að þeir hafi framið þjóðarmorð, sem hneyksli. Sagði hann það að hóta handtöku her- og embættismanna í eina lýðræðisríki Miðausturlanda og eina gyðingaríkinu í heiminum vera „skammarlegt og ógeðslegt“. Má einnig nefna fáránlegar yfirlýsingar ísraelskra öfgamanna eins og Gilads Erdan, sendifulltrúa Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, sem fordæmdi ákvörðun saksóknarans og hefur hér í hótunum við Aðalframkvæmdastjóra SÞ, Antonio Guiterrez.Það sem gerði illt verra var löggjöf sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings gaf út um refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna handtökuskipunarinnar. Þessa afstöðu mátti einnig lesa úr yfirlýsingum bandarískra fulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hvað varðar neitun Bandaríkjanna á ákvörðun sem samþykkt var af 143 ríkjum heims um að veita Palestínu fulla aðild að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eru vonbrigðin ekki þau fyrstu, önnur, né þau þriðju og verða svo sannarlega ekki þau síðustu sem palestínska þjóðin fær að þola. Palestínska þjóðin mun þurfa að þola enn fleiri vonbrigði. Gagnvart þessari katastrófu, gríðarlegri eyðileggingunni og hinum mikla fjölda píslarvotta, fanga og særðra, og í ljósi einhliða og blindrar afstöðu Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands, hefðu leiðtogar Hamas-samtakanna átt að setja hagsmuni palestínsku þjóðarinnar í forgang. Þeir hefðu getað notað tækifærið til að afhjúpa hroka og villimennsku Netanjahú og öfgastjórnar hans með því að grípa til allra mögulegra aðgerða til að binda enda á þessa grimmd, stöðva blóðbaðið og um leið þá palestínsku sundrung sem hefur kvalið Gaza-búa í yfir átján ár. Ákvörðun Hamas um að svara sífelldum árásum og brotum Ísraels þann sjöunda október lagði fólkið á Gaza í mikla hættu. Nokkrum mánuðum síðar fóru fram kröfugöngur gegn stríðinu á Gaza, þar sem þess var krafist að Netanjahú og Hamas myndu binda enda á það. Skilaboðin voru að ekki virða líf fólks að vettugi. Útspilið þann sjöunda var dýrkeypt. Engu að síður bældi Hamas mótmælin niður með valdi og sleppti óþokkum sínum lausum til að þagga niður í kröfum almennings. Fólkið á Gaza má ekki einu sinni öskra þrátt fyrir sársaukann sem það líður. Eftir alla þessa mánuði hafa leiðtogar Hamas ekki enn áttað sig á því að hagsmunir þjóðarinnar felast í að Palestínubúar séu á sínu landi. Það er mikilvægara en tálmyndir þeirra ímyndaða sigurs. Palestínska þjóðin hefur ekki gleymt tilraunum Netanyahu og fasistastjórnar hans til að dýpka sundrungina og breikka bilið í samfélaginu með því að halda leiðtogum Hamas-samtakanna uppi með peningum frá Katar. Töskurnar sem sjálfur sendiherra Katar, Muhammad Al-Emadi, ferðaðist með eru til vitnis um það. Í staðinn stöðvuðu Hamas-samtökin mótmælin sem hún hafði fyrst kallað eftir, þegar Netanyahu kom í veg fyrir að fjármunirnir kæmust frá Katar. Mikið var um limlestingar á þessu tímabili. Fólkið á Gaza er á milli steins og sleggju, þ.e. á milli fasískrar öfgastjórnar hernámsins og heimsku Hamas. Það besta í stöðunni fyrir leiðtoga Hamas er að ganga til liðs við Frelsissamtök Palestínu, eina lögmæta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar, sem hefur viðurkennt ályktanir um alþjóðlegt lögmæti landsins. Greinin er upphaflega skrifuð af palestínskum flóttamanni á Íslandi en Katrín Harðardóttir þýddi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þetta er grein sem upphaflega er skrifuð af palestinskum flóttamanni á Íslandi sem Katrín Harðardóttir þýddi. En þar er fjallað um Gaza sem er á milli steins og sleggju. Í meira en átta mánuði hefur Gaza þjáðst og beðið með vonarglætu um árangur af sáttarumræðum undir forystu Bandaríkjamanna, Katara, Frakka og Egypta. Í hvert einasta skipti fara viðræður um vopnahlé út um þúfur og íbúar Gaza verða fyrir vonbrigðum. Það eina sem fólkið á Gaza vill er að þjóðarmorðinu, sem rænt hefur það öllu, linni. Hin mikla eyðilegging sem þjóðarmorðið hefur valdið er mjög svipuð því sem orsakast af mestu jarðskjálftum heims. Þetta er eyðilegging til að útrýma palestínsku þjóðinni á Gaza sem Bandaríkin og Evrópa hafa fjármagnað. Fólkið á Gaza bíður eftir fréttum sem gefa því einhverja von um að þjóðarmorðinu ljúki svo neyð þeirra aukist ekki, það fái ekki enn fleiri hræðilegri fréttir og svo komið sé í veg fyrir dauða eftirlifandi ástvina. Fólkið horfir til ákvarðana alþjóðastofnana eins og Alþjóðadómstólsins, Alþjóðlega sakamáladómstólsins og annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna, en í ljósi vanhæfni þessara stofnana til að standa með ákvörðunum sínum og láta Ísrael svara til saka, eru vonbrigðin endurtekin. Ísrael heldur áfram þjóðarmorðinu, þar sem flest fórnarlömbin eru börn, konur og aldraðir, með einu ógeðslegasta blóðbaði síðustu ára. Viðbrögð ísraelskra embættismanna við ákvörðunum þessara alþjóðlegu stofnana juku enn á vonbrigðin. Fyrst viðbrögð Benjamíns Netanjahú, sem lýsti ákvörðun Karims Khan, saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins, um að gefa út handtökuskipanir á hendur ísraelskum leiðtogum vegna ákæru um að þeir hafi framið þjóðarmorð, sem hneyksli. Sagði hann það að hóta handtöku her- og embættismanna í eina lýðræðisríki Miðausturlanda og eina gyðingaríkinu í heiminum vera „skammarlegt og ógeðslegt“. Má einnig nefna fáránlegar yfirlýsingar ísraelskra öfgamanna eins og Gilads Erdan, sendifulltrúa Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, sem fordæmdi ákvörðun saksóknarans og hefur hér í hótunum við Aðalframkvæmdastjóra SÞ, Antonio Guiterrez.Það sem gerði illt verra var löggjöf sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings gaf út um refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna handtökuskipunarinnar. Þessa afstöðu mátti einnig lesa úr yfirlýsingum bandarískra fulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hvað varðar neitun Bandaríkjanna á ákvörðun sem samþykkt var af 143 ríkjum heims um að veita Palestínu fulla aðild að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eru vonbrigðin ekki þau fyrstu, önnur, né þau þriðju og verða svo sannarlega ekki þau síðustu sem palestínska þjóðin fær að þola. Palestínska þjóðin mun þurfa að þola enn fleiri vonbrigði. Gagnvart þessari katastrófu, gríðarlegri eyðileggingunni og hinum mikla fjölda píslarvotta, fanga og særðra, og í ljósi einhliða og blindrar afstöðu Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands, hefðu leiðtogar Hamas-samtakanna átt að setja hagsmuni palestínsku þjóðarinnar í forgang. Þeir hefðu getað notað tækifærið til að afhjúpa hroka og villimennsku Netanjahú og öfgastjórnar hans með því að grípa til allra mögulegra aðgerða til að binda enda á þessa grimmd, stöðva blóðbaðið og um leið þá palestínsku sundrung sem hefur kvalið Gaza-búa í yfir átján ár. Ákvörðun Hamas um að svara sífelldum árásum og brotum Ísraels þann sjöunda október lagði fólkið á Gaza í mikla hættu. Nokkrum mánuðum síðar fóru fram kröfugöngur gegn stríðinu á Gaza, þar sem þess var krafist að Netanjahú og Hamas myndu binda enda á það. Skilaboðin voru að ekki virða líf fólks að vettugi. Útspilið þann sjöunda var dýrkeypt. Engu að síður bældi Hamas mótmælin niður með valdi og sleppti óþokkum sínum lausum til að þagga niður í kröfum almennings. Fólkið á Gaza má ekki einu sinni öskra þrátt fyrir sársaukann sem það líður. Eftir alla þessa mánuði hafa leiðtogar Hamas ekki enn áttað sig á því að hagsmunir þjóðarinnar felast í að Palestínubúar séu á sínu landi. Það er mikilvægara en tálmyndir þeirra ímyndaða sigurs. Palestínska þjóðin hefur ekki gleymt tilraunum Netanyahu og fasistastjórnar hans til að dýpka sundrungina og breikka bilið í samfélaginu með því að halda leiðtogum Hamas-samtakanna uppi með peningum frá Katar. Töskurnar sem sjálfur sendiherra Katar, Muhammad Al-Emadi, ferðaðist með eru til vitnis um það. Í staðinn stöðvuðu Hamas-samtökin mótmælin sem hún hafði fyrst kallað eftir, þegar Netanyahu kom í veg fyrir að fjármunirnir kæmust frá Katar. Mikið var um limlestingar á þessu tímabili. Fólkið á Gaza er á milli steins og sleggju, þ.e. á milli fasískrar öfgastjórnar hernámsins og heimsku Hamas. Það besta í stöðunni fyrir leiðtoga Hamas er að ganga til liðs við Frelsissamtök Palestínu, eina lögmæta fulltrúa palestínsku þjóðarinnar, sem hefur viðurkennt ályktanir um alþjóðlegt lögmæti landsins. Greinin er upphaflega skrifuð af palestínskum flóttamanni á Íslandi en Katrín Harðardóttir þýddi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar