Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 10:23 Krabbameinstilfellum mun fjölga en fleiri munu læknast eða lifa með meinið. Stöð 2 Árlegur meðalfjöldi nýrra krabbameinstilfella á Íslandi verður allt að 2.903 árið 2040 en um er að ræða 57 prósent fjölgun miðað við árslok 2022. Mannfjöldabreytingar munu knýja þróunina, ekki síst ört hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu, þar sem fjallað er um nýja rannsókn á nýgengi og algengi krabbameina á Íslandi til ársins 2040. Þar segir meðal annars að fyrirséð fjölgun krabbameinssjúklinga og bætt lifun muni auka álag á heilbrigðiskerfið, sem brýnt sé að bregðast við. Alls greindust 1.853 ný krabbameinstilfelli árið 2022 en líkt og fyrr segir verða þau 2.903 árið 2040 ef spá rannsakenda nær fram að ganga. Nýjum brjóstakrabbameinsgreiningum hjá konum mun fjölga úr 260 í 373 og blöðruhálskirtilskrabbameinsgreiningum hjá körlum úr 240 í 361, svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir að algengustu meinin verði þau sömu; í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi, lungum og húð. Samkvæmt spánni mun þeim einnig fjölga verulega sem læknast af eða lifa með krabbameini. Í árslok 2040 verði fjöldi lifenda á bilinu 25 til 30 þúsund, sem er 40-76 prósent aukning. Framfarir í læknavísindum veki vonir um að fleiri læknist en áður. „Jafnvel þó að unnið verði markvisst að því að fyrirbyggja krabbamein er ljóst að fjölgun nýrra tilfella á Íslandi samhliða mikilli fjölgun þeirra sem lifa eftir greiningu krabbameins mun auka þörf fyrir sérhæfða og almenna heilbrigðisþjónustu. Til að mæta þeirri þörf er ljóst að víða þarf að bæta úrræði og geta niðurstöður þessarar rannsóknar verið leiðbeinandi við uppbyggingu nauðsynlegra innviða,“ segir í greininni. Athygli vekur að umrædd fjölgun nýrra krabbameinstilfella á Íslandi, 57 prósent, er töluvert meiri en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt spám verður hún 41 prósent í Noregi, 24 prósent í Svíþjóð, 23 prósent í Danmörku og 21 prósent í Finnlandi. Í greininni segir að þetta megi rekja til þess að Íslendingar séu yngri þjóð og að eftirstríðsárakynslóðin sé hlutfallslega stærri hér á landi. Hér má finna greinina í heild. Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu, þar sem fjallað er um nýja rannsókn á nýgengi og algengi krabbameina á Íslandi til ársins 2040. Þar segir meðal annars að fyrirséð fjölgun krabbameinssjúklinga og bætt lifun muni auka álag á heilbrigðiskerfið, sem brýnt sé að bregðast við. Alls greindust 1.853 ný krabbameinstilfelli árið 2022 en líkt og fyrr segir verða þau 2.903 árið 2040 ef spá rannsakenda nær fram að ganga. Nýjum brjóstakrabbameinsgreiningum hjá konum mun fjölga úr 260 í 373 og blöðruhálskirtilskrabbameinsgreiningum hjá körlum úr 240 í 361, svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir að algengustu meinin verði þau sömu; í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi, lungum og húð. Samkvæmt spánni mun þeim einnig fjölga verulega sem læknast af eða lifa með krabbameini. Í árslok 2040 verði fjöldi lifenda á bilinu 25 til 30 þúsund, sem er 40-76 prósent aukning. Framfarir í læknavísindum veki vonir um að fleiri læknist en áður. „Jafnvel þó að unnið verði markvisst að því að fyrirbyggja krabbamein er ljóst að fjölgun nýrra tilfella á Íslandi samhliða mikilli fjölgun þeirra sem lifa eftir greiningu krabbameins mun auka þörf fyrir sérhæfða og almenna heilbrigðisþjónustu. Til að mæta þeirri þörf er ljóst að víða þarf að bæta úrræði og geta niðurstöður þessarar rannsóknar verið leiðbeinandi við uppbyggingu nauðsynlegra innviða,“ segir í greininni. Athygli vekur að umrædd fjölgun nýrra krabbameinstilfella á Íslandi, 57 prósent, er töluvert meiri en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt spám verður hún 41 prósent í Noregi, 24 prósent í Svíþjóð, 23 prósent í Danmörku og 21 prósent í Finnlandi. Í greininni segir að þetta megi rekja til þess að Íslendingar séu yngri þjóð og að eftirstríðsárakynslóðin sé hlutfallslega stærri hér á landi. Hér má finna greinina í heild.
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira