Keegan Bradley útnefndur fyrirliði eftir að Tiger Woods sagði nei takk Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2024 14:02 Tiger Woods afþakkaði fyrirliðastöðu bandaríska liðsins, en Keegan Bradley tekur stöðuna að sér. Ross Kinnaird/Getty Images Hinn 38 ára gamli Keegan Bradley hefur verið útnefndur sem fyrirliði bandaríska Ryder liðsins í golfi á næsta ári. Bradley verður yngsti fyrirliðinn síðan Arnold Palmer var fyrirliði bandaríska liðsins árið 1963. Hann var þó ekki fyrsti kostur til að taka við fyrirliðastöðunni því bandaríska liðið vildi fá Tiger Woods til að gegna stöðunni. Woods afþakkaði þó boðið og því mun Bradley gegna stöðu fyrirliða þegar Ryder bikarinn fer fram í New York fylki í Bandaríkjunum á næsta ári. Bradley tekur við stöðunni af Zach Johnson sem lét af störfum eftir síðasta Ryder bikar sem bandaríska liðið tapaði. „Ég hef aldrei fundið fyrir jafn mikilli ástríðu fyrir stærsta liðamóti golfsins,“ sagði Bradley eftir að hann var útnefndur sem fyrirliði. Sjálfur tók hann þátt í mótinu í tvígang, árin 2012 og 2014, en bandaríska liðið tapaði í bæði skiptin. „Ryder bikarinn er ólíkur öllum öðrum mótum og í þetta sinn verður mótið einstakt vegna þess að við munum spila á sögufrægum velli með mikla sögu og magnaða áhorfendur.“ „Ég hlakka til að byrja undirbúninginn,“ bætti Bradley við. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bradley verður yngsti fyrirliðinn síðan Arnold Palmer var fyrirliði bandaríska liðsins árið 1963. Hann var þó ekki fyrsti kostur til að taka við fyrirliðastöðunni því bandaríska liðið vildi fá Tiger Woods til að gegna stöðunni. Woods afþakkaði þó boðið og því mun Bradley gegna stöðu fyrirliða þegar Ryder bikarinn fer fram í New York fylki í Bandaríkjunum á næsta ári. Bradley tekur við stöðunni af Zach Johnson sem lét af störfum eftir síðasta Ryder bikar sem bandaríska liðið tapaði. „Ég hef aldrei fundið fyrir jafn mikilli ástríðu fyrir stærsta liðamóti golfsins,“ sagði Bradley eftir að hann var útnefndur sem fyrirliði. Sjálfur tók hann þátt í mótinu í tvígang, árin 2012 og 2014, en bandaríska liðið tapaði í bæði skiptin. „Ryder bikarinn er ólíkur öllum öðrum mótum og í þetta sinn verður mótið einstakt vegna þess að við munum spila á sögufrægum velli með mikla sögu og magnaða áhorfendur.“ „Ég hlakka til að byrja undirbúninginn,“ bætti Bradley við.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira