Hans syrgir pabba sinn en fer 42 ára á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 23:30 Hans Lindberg fer á Ólympíuleikana í sumar, sextán árum eftir að hafa farið í fyrsta sinn á Ólympíuleika. EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Hans Óttar Lindberg er óvænt á leiðinni á Ólympíuleikana í París, 42 ára gamall. Það skiptast á skin og skúrir hjá þessum íslenskættaða handboltamanni sem á dögunum missti pabba sinn, Tómas Erling Lindberg Hansson. Eftir fjölmörg stórmót með danska landsliðinu og langan feril í bestu landsdeild heims, þeirri þýsku, er farið að síga á seinni hlutann á handboltaferli Hans. Engu að síður er hann á leiðinni á Ólympíuleika, eftir að hafa í fyrsta sinn spilað á Ólympíuleikum í Peking 2008, fyrir sextán árum síðan. Íslenskt handboltaáhugafólk þekkir vel til Hans, sem fyrir rúmu ári sló ótrúlegt met með því að verða markahæstur í sögu þýsku 1. deildarinnar. Foreldrar Hans eru úr Hafnarfirði, þau Sigrún Sigurðardóttir og Tómas, en eins og fyrr segir féll Tómas frá í lok síðasta mánaðar. Hans minntist pabba síns í skrifum á Facebook: „Pabbi minn, hinn góði afi strákanna og maðurinn sem móðir mín elskaði, lést óvænt fimmtudaginn 27. júní. Hans verður saknað alveg svakalega mikið af fjölda fólks sem bæði hann elskaði og sem elskaði hann.“ Hans Lindberg hefur mætt íslenska landsliðinu á handboltavellinum, til að mynda á EM í Svíþjóð 2020, þar sem hann sagði foreldra sína enn styðja íslenska liðið. Vegna fráfalls Tómasar missti Hans af fyrstu æfingum danska landsliðsins í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana, þegar þjálfarinn Nikolaj Jacobsen átti enn eftir að tilkynna 14 manna ólympíuhóp sinn. Þegar hópurinn var svo tilkynntur var Hans ekki á listanum, en í dag varð ljóst að hann færi engu að síður til Parísar, vegna ökklameiðsla Mads Hoxer sem meiddist á æfingu danska liðsins. Hans Lindberg, sem ákvað að halda heim til Danmerkur í sumar og semja við Höj Elite í næstefstu deild Danmerkur, spilaði á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Hann var svo varamaður á ÓL 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson stýrði Dönum til fyrsta ólympíumeistaratitilsins, en liðið vann silfur í Tókýó fyrir þremur árum. Hans Lindberg er eini eiginlegi hægri hornamaðurinn í danska hópnum en Niclas Kirkelökke getur einnig leyst þá stöðu. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Eftir fjölmörg stórmót með danska landsliðinu og langan feril í bestu landsdeild heims, þeirri þýsku, er farið að síga á seinni hlutann á handboltaferli Hans. Engu að síður er hann á leiðinni á Ólympíuleika, eftir að hafa í fyrsta sinn spilað á Ólympíuleikum í Peking 2008, fyrir sextán árum síðan. Íslenskt handboltaáhugafólk þekkir vel til Hans, sem fyrir rúmu ári sló ótrúlegt met með því að verða markahæstur í sögu þýsku 1. deildarinnar. Foreldrar Hans eru úr Hafnarfirði, þau Sigrún Sigurðardóttir og Tómas, en eins og fyrr segir féll Tómas frá í lok síðasta mánaðar. Hans minntist pabba síns í skrifum á Facebook: „Pabbi minn, hinn góði afi strákanna og maðurinn sem móðir mín elskaði, lést óvænt fimmtudaginn 27. júní. Hans verður saknað alveg svakalega mikið af fjölda fólks sem bæði hann elskaði og sem elskaði hann.“ Hans Lindberg hefur mætt íslenska landsliðinu á handboltavellinum, til að mynda á EM í Svíþjóð 2020, þar sem hann sagði foreldra sína enn styðja íslenska liðið. Vegna fráfalls Tómasar missti Hans af fyrstu æfingum danska landsliðsins í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana, þegar þjálfarinn Nikolaj Jacobsen átti enn eftir að tilkynna 14 manna ólympíuhóp sinn. Þegar hópurinn var svo tilkynntur var Hans ekki á listanum, en í dag varð ljóst að hann færi engu að síður til Parísar, vegna ökklameiðsla Mads Hoxer sem meiddist á æfingu danska liðsins. Hans Lindberg, sem ákvað að halda heim til Danmerkur í sumar og semja við Höj Elite í næstefstu deild Danmerkur, spilaði á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Hann var svo varamaður á ÓL 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson stýrði Dönum til fyrsta ólympíumeistaratitilsins, en liðið vann silfur í Tókýó fyrir þremur árum. Hans Lindberg er eini eiginlegi hægri hornamaðurinn í danska hópnum en Niclas Kirkelökke getur einnig leyst þá stöðu.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira