Allir þrír Evrópuleikir íslensku liðanna sýndir beint í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 14:00 Valsmenn eru á heimavelli í kvöld og þurfa góð úrslit ætli þeir áfram í næstu umferð þar sem bíður skoska félagið St. Mirren. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þrjú íslensk félög hefja leik í kvöld í forkeppni Sambandsdeildarinnar í knattspyrnu en þetta eru lið Breiðabliks, Vals og Stjörnunnar. Allir leikirnir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2. Þetta er fyrsta umferð forkeppninnar og fyrri leikur liðanna en sá síðari verður spilaður eftir eina viku. Komist íslensku liðin áfram þá tekur við önnur umferð forkeppninnar strax í vikunni á eftir. Tapi liðin hafa þau lokið keppni í Evrópukeppnunum í ár. Valsmenn eru á heimavelli á móti albanska félaginu Vllaznia. Leikurinn fer fram á Valsvelli og hefst klukkan 19.00. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.45. Vllaznia datt út á móti norður-írska félaginu Linfield í þessari sömu umferð í fyrra. Stjörnumenn eru að spila sína fyrstu Evrópuleiki í þrjú ár.Vísir/Anton Brink Stjörnumenn eru á heimavelli á móti norður-írska félaginu Linfield. Leikurinn fer fram í Garðabænum og hefst klukkan 19.00: Bein útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 18.50. Linfield komst áfram í aðra umferð í þessari sömu keppni í fyrra en datt þá út á móti pólska félagin Pogon Szczecin. Blikar eru á útivelli á móti norður-makedónska félaginu Tikvesh. Leikurinn fer fram í Skopje og hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma eða klukkan 20.30 að staðartíma: Bein útsending á Bestu deildar rás 2 hefst klukkan 18.50. Tikvesh varð norður-makedónskur meistari í fyrsta sinn á síðustu leiktíð og er að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Blikar fóru alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Þeir mæta nú nýliðum í Evrópukeppnum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valsmenn tryggja sér leik á móti skoska félaginu St Mirren komist þeir áfram. Stjörnumenn tryggja sér aftur á móti leik á móti sigurvegaranum úr viðureign Bala Town frá Wales og Paide Linnameeskond frá Eistlandi. Blikar mæta Drita frá Kósóvó komist þeir áfram úr sinni viðureign. Leikirnir eru félögunum afar mikilvægir enda talsverðir peningar í boði komist félögin í næstu umferð forkeppninnar. Það er ein bein útsending í viðbót í kvöld því Fram tekur á móti KR í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 en bein útsending á Bestu deildar rás 1 hefst klukkan 19.05. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Valur Stjarnan Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Þetta er fyrsta umferð forkeppninnar og fyrri leikur liðanna en sá síðari verður spilaður eftir eina viku. Komist íslensku liðin áfram þá tekur við önnur umferð forkeppninnar strax í vikunni á eftir. Tapi liðin hafa þau lokið keppni í Evrópukeppnunum í ár. Valsmenn eru á heimavelli á móti albanska félaginu Vllaznia. Leikurinn fer fram á Valsvelli og hefst klukkan 19.00. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.45. Vllaznia datt út á móti norður-írska félaginu Linfield í þessari sömu umferð í fyrra. Stjörnumenn eru að spila sína fyrstu Evrópuleiki í þrjú ár.Vísir/Anton Brink Stjörnumenn eru á heimavelli á móti norður-írska félaginu Linfield. Leikurinn fer fram í Garðabænum og hefst klukkan 19.00: Bein útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 18.50. Linfield komst áfram í aðra umferð í þessari sömu keppni í fyrra en datt þá út á móti pólska félagin Pogon Szczecin. Blikar eru á útivelli á móti norður-makedónska félaginu Tikvesh. Leikurinn fer fram í Skopje og hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma eða klukkan 20.30 að staðartíma: Bein útsending á Bestu deildar rás 2 hefst klukkan 18.50. Tikvesh varð norður-makedónskur meistari í fyrsta sinn á síðustu leiktíð og er að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Blikar fóru alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Þeir mæta nú nýliðum í Evrópukeppnum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valsmenn tryggja sér leik á móti skoska félaginu St Mirren komist þeir áfram. Stjörnumenn tryggja sér aftur á móti leik á móti sigurvegaranum úr viðureign Bala Town frá Wales og Paide Linnameeskond frá Eistlandi. Blikar mæta Drita frá Kósóvó komist þeir áfram úr sinni viðureign. Leikirnir eru félögunum afar mikilvægir enda talsverðir peningar í boði komist félögin í næstu umferð forkeppninnar. Það er ein bein útsending í viðbót í kvöld því Fram tekur á móti KR í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 en bein útsending á Bestu deildar rás 1 hefst klukkan 19.05.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Valur Stjarnan Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira