Gullverðlaun í mengun Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 11. júlí 2024 21:31 Það stendur til að dæla niður 3 milljónum tonna af menguðu CO2 við Straumsvík nokkur hundruð metrum frá sprungusvæði í íbúabyggð. Þetta er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum tankskipum. Til þess að þetta sé hægt þarf að blanda því við 75 milljónir lítra af íslensku ferskvatni sem er um 2.500 lítrar á sekúndu af okkar hreina vatni sem síðan er mengað með alls kyns eiturefnum, sem fylgja CO2. Sjá má á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar Coda Terminal – Umhverfismatsskýrsla og þar í töflu 5.3 má sjá möguleg (öll þau) snefilefni og hámarksstyrk þeirra í CO2 straumi. Ég hef sagt það áður á Alþingi að það er hægt að vera heimskur og það er hægt að vera heimskari í umhverfismálum, en eru það ekki pottþétt gullverðlaun í að vera heimskastur að ætla að láta sér detta það í hug að leyfa svona mengun á fersku vatni og það í þeim eina tilgangi að menga landið, vatnið og sjóinn við Straumsvík? Við niðurdælingu á Hellisheiði var 1.000 tonnum á mánuði dælt niður af efni frá Hellisheiðarvirkjun með tilheyrandi jarðskjálftum upp á allt að 4 stigum, en við Straumsvík er gert ráð fyrir að dæla niður 250.000 tonnum á mánuði eða 250 sinnum meira og það örstutt frá byggðinni á Völlunum í Hafnarfirði. Hvernig í ósköpunum getum við látið okkur detta þetta í hug í fyrsta lagi og þá í öðru lagi að íhuga eina sekúndu að leyfa þessa vitleysu? Reykjanesið er eldvirkt svæði og í hverju gosi leysist upp gífurlegt magn mengandi efna, það er ótrúleg sóun að það á að menga 2.500 lítra af hreinu vatni á sekúndu og dæla því þarna niður með tilheyrandi mengun á landi, vatni og sjó við Straumsvík. En til hvers er verið að þessu? Jú, til þess að Evrópa geti losnað við sína mengun til okkar og þá skreytt sig með aflátsbréfum um hreinleika á okkar kostnað? Borholurnar verða boraðar niður á um 350 metra dýpi og síðan skáborað t.d. í átt að Vallarhverfinu í Hafnarfirði, eða þar undir? Þar er þegar til staðar sprungusvæði sem svipar til þess sem er í Grindavík og við vitum öll hvaða afleiðingar jarðskjálftar á sprungusvæði valda. Að leyfa þetta er eins og að hengja um hálsinn á sér gullverðlaun fyrir umhverfissóðaskap. Þeir sem að þessu koma verða að taka höfuðið út úr þessu eiturlofti sínu, anda að sér hreinu lofti, fá sér ómengaðan vatnssopa að drekka og síðan stöðva þetta. Ef ekki er vilji til þess er eitthvað skrýtið í gangi og þá snýst þetta bara um gróða og ekkert annað. Það er verið að reyna að plata almenning um að þetta sé svo umhverfisvænt, en kostnaðurinn við þetta er gífurlegur og almenningur verður látinn borga hann eins og alltaf og börnin okkar erfa síðan óafturkræfa mengun á landi og sjó við Straumsvík um aldur og ævi. Það er því miður verið að reyna að gera fólk að fíflum með þessari arfavitlausu framkvæmd og hún er nú á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og þeirra flokka sem þar stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umhverfismál Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það stendur til að dæla niður 3 milljónum tonna af menguðu CO2 við Straumsvík nokkur hundruð metrum frá sprungusvæði í íbúabyggð. Þetta er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum tankskipum. Til þess að þetta sé hægt þarf að blanda því við 75 milljónir lítra af íslensku ferskvatni sem er um 2.500 lítrar á sekúndu af okkar hreina vatni sem síðan er mengað með alls kyns eiturefnum, sem fylgja CO2. Sjá má á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar Coda Terminal – Umhverfismatsskýrsla og þar í töflu 5.3 má sjá möguleg (öll þau) snefilefni og hámarksstyrk þeirra í CO2 straumi. Ég hef sagt það áður á Alþingi að það er hægt að vera heimskur og það er hægt að vera heimskari í umhverfismálum, en eru það ekki pottþétt gullverðlaun í að vera heimskastur að ætla að láta sér detta það í hug að leyfa svona mengun á fersku vatni og það í þeim eina tilgangi að menga landið, vatnið og sjóinn við Straumsvík? Við niðurdælingu á Hellisheiði var 1.000 tonnum á mánuði dælt niður af efni frá Hellisheiðarvirkjun með tilheyrandi jarðskjálftum upp á allt að 4 stigum, en við Straumsvík er gert ráð fyrir að dæla niður 250.000 tonnum á mánuði eða 250 sinnum meira og það örstutt frá byggðinni á Völlunum í Hafnarfirði. Hvernig í ósköpunum getum við látið okkur detta þetta í hug í fyrsta lagi og þá í öðru lagi að íhuga eina sekúndu að leyfa þessa vitleysu? Reykjanesið er eldvirkt svæði og í hverju gosi leysist upp gífurlegt magn mengandi efna, það er ótrúleg sóun að það á að menga 2.500 lítra af hreinu vatni á sekúndu og dæla því þarna niður með tilheyrandi mengun á landi, vatni og sjó við Straumsvík. En til hvers er verið að þessu? Jú, til þess að Evrópa geti losnað við sína mengun til okkar og þá skreytt sig með aflátsbréfum um hreinleika á okkar kostnað? Borholurnar verða boraðar niður á um 350 metra dýpi og síðan skáborað t.d. í átt að Vallarhverfinu í Hafnarfirði, eða þar undir? Þar er þegar til staðar sprungusvæði sem svipar til þess sem er í Grindavík og við vitum öll hvaða afleiðingar jarðskjálftar á sprungusvæði valda. Að leyfa þetta er eins og að hengja um hálsinn á sér gullverðlaun fyrir umhverfissóðaskap. Þeir sem að þessu koma verða að taka höfuðið út úr þessu eiturlofti sínu, anda að sér hreinu lofti, fá sér ómengaðan vatnssopa að drekka og síðan stöðva þetta. Ef ekki er vilji til þess er eitthvað skrýtið í gangi og þá snýst þetta bara um gróða og ekkert annað. Það er verið að reyna að plata almenning um að þetta sé svo umhverfisvænt, en kostnaðurinn við þetta er gífurlegur og almenningur verður látinn borga hann eins og alltaf og börnin okkar erfa síðan óafturkræfa mengun á landi og sjó við Straumsvík um aldur og ævi. Það er því miður verið að reyna að gera fólk að fíflum með þessari arfavitlausu framkvæmd og hún er nú á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og þeirra flokka sem þar stjórna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar