Fóstruðu þrastarunga í 15 daga í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2024 20:05 Patrekur Emil Jónsson „ungapabbi” í Hafnarfirði og Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” með ungana tvo, sem þau fóðruðu og sáu um í 15 daga en vonandi ná þeir að bjarga sér út í náttúrunni eftir að þeim var sleppt í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir háma í sig tugi ánamaðka á dag þrastarungarnir, sem hafa verið í fóstri á heimili í Hafnarfirði síðustu daga eftir að mamma þeirra yfirgaf þá. Hér erum við að tala um tvo þrastarunga, sem hafa búið í blokk í Hafnarfirði síðustu fimmtán dag en var sleppt í gærkvöldi út í náttúruna í þeirri von að þeir nái að bjarga sér. Ungarnir voru í hreiðri upp í tré, sem starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns voru að fella en en mamman kom ekki aftur eftir fellinguna. „Svo var komin rigning og vont veður og ég vildi ekki að ungarnir yrðu úti svo ég setti þá í vinnuhúfuna mína og þeir voru með mér í vinnubílnum allan daginn og nú er ég orðinn „mamma” þeirra,” segir Patrekur Emil Jónsson, starfsmaður fyrirtækisins og bjargvættur unganna. „Það hefur tekið á að vera með ungana alla þessa dag, það er mikil vinna að fóðra þá, halda þeim uppi en þetta er búið að vera mjög gefandi,” bætir Patrekur við. Ungarnir eru mjög krúttlegir og fallegir eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Patrekur segir ótrúlegt hvað svona litlir ungar geta étið mikið af ánamöðkum, þeir sporðrenni þeim niður eins og ekkert sé. En voru mikil læti í þeim eða voru þeir alveg rólegir? „Það voru voða læti í þeim þegar þeir eru svangir en þegar þeir voru búnir að fá að borða voru þeir mjög þægilegir og stilltir og það fór voðalega lítið fyrir þeim,” bætir Patrekur við. Ungarnir voru ánægðir með ánamaðkana, sem þeir fengu að éta. Þeir fengu líka stundum bláber og jarðarber, sem þeir voru líka ánægðir með.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ungana? „Örugglega bara að fylgjast með þeim og að fá tækifæri til að skoða þá svona nálægt sér, þú kemst ekkert nálægt Skógarþresti svona út í náttúrunni, það var gaman að fá að fylgjast með þeim,” segir Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” í Hafnarfirði. Starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns björguðu ungunum eftir að mamma þeirra yfirgaf þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Garðaþjónustu Sigurjóns Hafnarfjörður Fuglar Skordýr Dýr Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hér erum við að tala um tvo þrastarunga, sem hafa búið í blokk í Hafnarfirði síðustu fimmtán dag en var sleppt í gærkvöldi út í náttúruna í þeirri von að þeir nái að bjarga sér. Ungarnir voru í hreiðri upp í tré, sem starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns voru að fella en en mamman kom ekki aftur eftir fellinguna. „Svo var komin rigning og vont veður og ég vildi ekki að ungarnir yrðu úti svo ég setti þá í vinnuhúfuna mína og þeir voru með mér í vinnubílnum allan daginn og nú er ég orðinn „mamma” þeirra,” segir Patrekur Emil Jónsson, starfsmaður fyrirtækisins og bjargvættur unganna. „Það hefur tekið á að vera með ungana alla þessa dag, það er mikil vinna að fóðra þá, halda þeim uppi en þetta er búið að vera mjög gefandi,” bætir Patrekur við. Ungarnir eru mjög krúttlegir og fallegir eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Patrekur segir ótrúlegt hvað svona litlir ungar geta étið mikið af ánamöðkum, þeir sporðrenni þeim niður eins og ekkert sé. En voru mikil læti í þeim eða voru þeir alveg rólegir? „Það voru voða læti í þeim þegar þeir eru svangir en þegar þeir voru búnir að fá að borða voru þeir mjög þægilegir og stilltir og það fór voðalega lítið fyrir þeim,” bætir Patrekur við. Ungarnir voru ánægðir með ánamaðkana, sem þeir fengu að éta. Þeir fengu líka stundum bláber og jarðarber, sem þeir voru líka ánægðir með.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ungana? „Örugglega bara að fylgjast með þeim og að fá tækifæri til að skoða þá svona nálægt sér, þú kemst ekkert nálægt Skógarþresti svona út í náttúrunni, það var gaman að fá að fylgjast með þeim,” segir Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” í Hafnarfirði. Starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns björguðu ungunum eftir að mamma þeirra yfirgaf þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Garðaþjónustu Sigurjóns
Hafnarfjörður Fuglar Skordýr Dýr Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira