Var fyrst í kúluvarpi til að fá pásu frá handboltanum en er nú komin á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 10:00 Erna Sóley Gunnarsdóttir er búin að eiga flott sumar. Íslandsmet og Íslandsmeistaratitill og svo farseðill á Ólympíuleikana í París. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Mosfellingurinn Erna Sóley Gunnarsdóttir verður fyrsti kvenkyns kúluvarpari sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum en hún er á leið til Parísar seinna í þessum mánuði. Erna Sóley bætti Íslandsmetið í kúluvarpi rétt áður en fresturinn til að ná lágmörkum á Ólympíuleikanna rann út. Það nægði henni til að koma sér upp í nægjanlega gott sæti á styrkleikalistanum sem á endanum skilaði henni til Parísar. Íslandsmetið frá því á MÍ á Akureyri um daginn var glæsilegt eða 17,91 metra kast. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsíþróttasamband Íslands birti viðtal við eina keppenda Íslands í frjálsum íþróttum á leikunum í ár. „Ég er ofboðslega ánægð að komast á leikana. Þetta er búið að vera draumur rosalega lengi og er auðvitað draumur hjá flestu frjálsíþróttafólki,“ sagði Erna Sóley í viðtalinu á heimasíðu FRÍ en þar kom líka fram að einu sinni fór íþróttakennarinn hennar á Ólympíuleikana. Íþróttakennarinn keppti á ÓL „Ég man eftir því að hafa fylgst með Ásdísi Hjálmsdóttur árið 2008 og auðvitað Óðni árið 2012 (Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari). Á þeim tíma var hann íþróttakennarinn minn og mér fannst það alveg geggjað. Ég hef alltaf litið upp til fólks sem hefur náð á Ólympíuleikana og er spennt að vera að fara sjálf núna,“ sagði Erna. Hún segir líka frá því að í fyrstu voru frjálsarnar í öðru sæti á eftir handboltanum en svo breyttist það hjá henni. „Ég byrjaði níu ára á frjálsíþróttanámskeiði á sumrin en svo fannst mér alltaf ótrúlega gaman að keppa á Gogga Galvaska. Eftir það æfði ég og keppti á sumrin. Fannst geggjað að fá pásu frá handboltanum en þegar ég var fimmtán ára ákvað ég að fara alveg út í frjálsar. Ég hef ekki snúið við síðan því ég fann mig strax í kastgreinum,“ sagði Erna. Stefnir líka á leikana í Los Angels 2028 Hún ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í París og setur stefnuna á það að komast líka á fleiri leika í framtíðinni. „Mig langar mjög mikið að komast í úrslit á Ólympíuleikunum og fá meira en þrjú köst. Það væri auðvitað geggjað. Markmiðið er að gera mitt allra besta, vonandi fá bætingar en líka bara að njóta og hafa gaman. Taka inn reynsluna af þessu stóra móti og nota það fyrir næstu stóru mót á næstu árum. Vonandi fer ég á næstu Ólympíuleika líka,” sagði Erna. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Sjá meira
Erna Sóley bætti Íslandsmetið í kúluvarpi rétt áður en fresturinn til að ná lágmörkum á Ólympíuleikanna rann út. Það nægði henni til að koma sér upp í nægjanlega gott sæti á styrkleikalistanum sem á endanum skilaði henni til Parísar. Íslandsmetið frá því á MÍ á Akureyri um daginn var glæsilegt eða 17,91 metra kast. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsíþróttasamband Íslands birti viðtal við eina keppenda Íslands í frjálsum íþróttum á leikunum í ár. „Ég er ofboðslega ánægð að komast á leikana. Þetta er búið að vera draumur rosalega lengi og er auðvitað draumur hjá flestu frjálsíþróttafólki,“ sagði Erna Sóley í viðtalinu á heimasíðu FRÍ en þar kom líka fram að einu sinni fór íþróttakennarinn hennar á Ólympíuleikana. Íþróttakennarinn keppti á ÓL „Ég man eftir því að hafa fylgst með Ásdísi Hjálmsdóttur árið 2008 og auðvitað Óðni árið 2012 (Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari). Á þeim tíma var hann íþróttakennarinn minn og mér fannst það alveg geggjað. Ég hef alltaf litið upp til fólks sem hefur náð á Ólympíuleikana og er spennt að vera að fara sjálf núna,“ sagði Erna. Hún segir líka frá því að í fyrstu voru frjálsarnar í öðru sæti á eftir handboltanum en svo breyttist það hjá henni. „Ég byrjaði níu ára á frjálsíþróttanámskeiði á sumrin en svo fannst mér alltaf ótrúlega gaman að keppa á Gogga Galvaska. Eftir það æfði ég og keppti á sumrin. Fannst geggjað að fá pásu frá handboltanum en þegar ég var fimmtán ára ákvað ég að fara alveg út í frjálsar. Ég hef ekki snúið við síðan því ég fann mig strax í kastgreinum,“ sagði Erna. Stefnir líka á leikana í Los Angels 2028 Hún ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í París og setur stefnuna á það að komast líka á fleiri leika í framtíðinni. „Mig langar mjög mikið að komast í úrslit á Ólympíuleikunum og fá meira en þrjú köst. Það væri auðvitað geggjað. Markmiðið er að gera mitt allra besta, vonandi fá bætingar en líka bara að njóta og hafa gaman. Taka inn reynsluna af þessu stóra móti og nota það fyrir næstu stóru mót á næstu árum. Vonandi fer ég á næstu Ólympíuleika líka,” sagði Erna.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Sjá meira