Franski ráðherrann synti í Signu tveimur vikum fyrir ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 12:31 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, stakk sér til sunds í Signu í morgun. Getty/Andrea Savoran Margir hafa áhyggjur af bakteríum og óhreinindum í ánni Signu í París en þar mun meðal annars Guðlaug Edda Hannesdóttir keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. Það hefur verið bannað að synda í ánni í meira en hundrað ár en í tilefni af Ólympíuleikunum í París þá ákváðu borgaryfirvöld að hreinsa ánna sem hefur bæði tekið mikinn tíma og kostað mikla peninga. Umræðan að undanförnu hefur þó verið um það að mælingar sýni enn hættulegan fjölda sýkla og baktería í ánni. Mælingar á E. coli bakteríunni voru þannig lang yfir mörkum fyrir stuttu. Promesse tenue ! 🏊Avec @AHanquinquant, notre champion paralympique de triathlon, qui fêtait son rôle de porte-drapeau à Paris 2024 ! 🇫🇷 pic.twitter.com/SsJYaWwhSS— Amélie Oudéa-Castéra (@AOC1978) July 13, 2024 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, vildi sannfæra fólk um að áin væri hrein og hættulaus með því að stinga sér sjálf til sunds. Oudea-Castera synti því í ánni Signu í morgun, tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir verða settir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur einnig lofað því að synda í ánni. Setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram á ánni en ekki á Ólympíuleikvanginum. Þátttakendur á leikunum munu þá sigla á bátum eftir ánni og þar á meðal verða þau fimm sem keppa fyrir hönd Íslands. Það hefur kostað 1,4 milljarða evra, 225 milljarða íslenskra króna, að hreinsa ánna en í verkefninu hefur skolpkerfið í París verið endurnýjað og áin látin renna í gegnum hreinsistöðvar áður en hún rennur í gegnum miðja París. Frá sumrinu 2025 má almenningur síðan synda aftur í ánni en það hefur af heilsufarástæðum verið bannað í meira en heild öld eða síðan 1923. La baignade d'Amélie Oudéa-Castéra dans la Seine, c'est mieux avec le son 🔊 pic.twitter.com/JIWlvcvmUq— Bernard-Henri Béry (@BH_Bery) July 13, 2024 Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sjá meira
Það hefur verið bannað að synda í ánni í meira en hundrað ár en í tilefni af Ólympíuleikunum í París þá ákváðu borgaryfirvöld að hreinsa ánna sem hefur bæði tekið mikinn tíma og kostað mikla peninga. Umræðan að undanförnu hefur þó verið um það að mælingar sýni enn hættulegan fjölda sýkla og baktería í ánni. Mælingar á E. coli bakteríunni voru þannig lang yfir mörkum fyrir stuttu. Promesse tenue ! 🏊Avec @AHanquinquant, notre champion paralympique de triathlon, qui fêtait son rôle de porte-drapeau à Paris 2024 ! 🇫🇷 pic.twitter.com/SsJYaWwhSS— Amélie Oudéa-Castéra (@AOC1978) July 13, 2024 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, vildi sannfæra fólk um að áin væri hrein og hættulaus með því að stinga sér sjálf til sunds. Oudea-Castera synti því í ánni Signu í morgun, tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir verða settir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur einnig lofað því að synda í ánni. Setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram á ánni en ekki á Ólympíuleikvanginum. Þátttakendur á leikunum munu þá sigla á bátum eftir ánni og þar á meðal verða þau fimm sem keppa fyrir hönd Íslands. Það hefur kostað 1,4 milljarða evra, 225 milljarða íslenskra króna, að hreinsa ánna en í verkefninu hefur skolpkerfið í París verið endurnýjað og áin látin renna í gegnum hreinsistöðvar áður en hún rennur í gegnum miðja París. Frá sumrinu 2025 má almenningur síðan synda aftur í ánni en það hefur af heilsufarástæðum verið bannað í meira en heild öld eða síðan 1923. La baignade d'Amélie Oudéa-Castéra dans la Seine, c'est mieux avec le son 🔊 pic.twitter.com/JIWlvcvmUq— Bernard-Henri Béry (@BH_Bery) July 13, 2024
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sjá meira