Stelpurnar á Símamótinu fengu þakkarkveðju frá landsliðskonunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 10:03 Íslensku landsliðskonurnar þakka áhorfendum fyrir stuðninginn á föstudaginn. Vísir/Anton Brink Ísland vann 3-0 sigur á stórliði Þýskalands í undankeppni EM á föstudaginn og það fór ekki fram hjá neinum að stelpurnar á Símamóti Breiðabliks fjölmenntu í Laugardalinn. Hið gríðarlega vinsæla Símamót fer fram um helgina og þrátt fyrir að það væri blautt og svolítið kalt þá létu stelpurnar sig ekki vanta á Laugardalsvöllinn. Þær hvöttu íslenska landsliðið áfram allan tímann og fengu líka að launum frábæra frammistöðu frá fyrirmyndunum sínum. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með sigrinum og verður því með á Evrópumótinu í Sviss næsta sumar. Hver veit nema að stór hluti af ungu stelpunum í stúkunni takist að plata foreldra sína til að eyða sumarfríinu sínu á EM í Sviss eftir ár. Ungar fótboltastelpur voru mjög áberandi í stúkunni.Vísir/Anton Brink Íslensku landsliðskonurnar voru líka mjög þakklátar fyrir stuðninginn. Þær sendu stelpunum á Símamótinu sérstaka þakkarkveðju á miðlum Knattspyrnusambandsins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og einn markaskoraranna, Ingibjörg Sigurðardóttir, sáu um að senda kveðjuna. „Hæ stelpur. Takk kærlega fyrir stuðninginn í gær,“ sagði Karólína Lea. „Það var ótrúlega gott að hafa ykkur í stúkunni og við heyrðum í ykkur allan leikinn,“ bætti Glódís Perla við og Ingibjörg endaði kveðjuna: „Gangi ykkur ótrúlega vel í síðustu leikjunum um helgina,“ sagði Ingibjörg en það má sjá kveðjuna hér fyrir neðan. Þær veifuðu síðan allar þrjár og það er hægt að taka undir þessa kveðju. Stelpurnar okkar stóðu sig frábærlega inn á vellinum en framtíðarstelpurnar okkar í stúkunni áttu líka frábæran dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Hið gríðarlega vinsæla Símamót fer fram um helgina og þrátt fyrir að það væri blautt og svolítið kalt þá létu stelpurnar sig ekki vanta á Laugardalsvöllinn. Þær hvöttu íslenska landsliðið áfram allan tímann og fengu líka að launum frábæra frammistöðu frá fyrirmyndunum sínum. Íslenska liðið tryggði sér sæti á EM með sigrinum og verður því með á Evrópumótinu í Sviss næsta sumar. Hver veit nema að stór hluti af ungu stelpunum í stúkunni takist að plata foreldra sína til að eyða sumarfríinu sínu á EM í Sviss eftir ár. Ungar fótboltastelpur voru mjög áberandi í stúkunni.Vísir/Anton Brink Íslensku landsliðskonurnar voru líka mjög þakklátar fyrir stuðninginn. Þær sendu stelpunum á Símamótinu sérstaka þakkarkveðju á miðlum Knattspyrnusambandsins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og einn markaskoraranna, Ingibjörg Sigurðardóttir, sáu um að senda kveðjuna. „Hæ stelpur. Takk kærlega fyrir stuðninginn í gær,“ sagði Karólína Lea. „Það var ótrúlega gott að hafa ykkur í stúkunni og við heyrðum í ykkur allan leikinn,“ bætti Glódís Perla við og Ingibjörg endaði kveðjuna: „Gangi ykkur ótrúlega vel í síðustu leikjunum um helgina,“ sagði Ingibjörg en það má sjá kveðjuna hér fyrir neðan. Þær veifuðu síðan allar þrjár og það er hægt að taka undir þessa kveðju. Stelpurnar okkar stóðu sig frábærlega inn á vellinum en framtíðarstelpurnar okkar í stúkunni áttu líka frábæran dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland)
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira