Adam Silver ver nýjan svuntuskatt NBA deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2024 16:00 Golden State Warriors er síðasta félagið sem vann marga titla á stuttum tíma í NBA deildinni í körfubolta en nú gæti það verið erfiðara fyrir NBA félögin að halda saman meistaraliðum sínum vegna strangari reglna um launaþakið. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO NBA félögunum hefur hvað eftir annað tekist að setja saman svokölluð ofurlið á síðustu árum með því að hóa saman mörgum frábærum leikmönnum á frábærum launum. Nú er það hins vegar orðið mun erfiðara vegn strangari reglna um launaþakið. Í nýju samkomulagi milli NBA og leikmannasamtakanna þá hefur það miklar fjárhagslegar afleiðingar fyrir félögin fari þau ákveðið mikið yfir launaþakið. Það er komið annað skattþrep. Hingað til hafa sum félög sætt sig við að borga stórar upphæðir í skatt fyrir að vera yfir launaþakinu en nýi skatturinn sér til þess að félögin treysta sér ekki þangað. Það mun kosta þau alltof mikinn pening. Peningurinn sem félögin, sem fara yfir launaþakið, borga í þennan refsiskatt er síðan skipt á milli þeirra félaga sem eru undir launaþakinu. Nýja skattþrepið margfaldar þessar greiðslur. Þetta þýðir að sum félög hafa ákveðið að semja ekki aftur við leikmenn þrátt fyrir að vilja halda þeim. Los Angeles Clippers missti þannig Paul George og Denver Nuggets missti Kentavious Caldwell-Pope svo eitthvað sé nefnt. NBA fólk kallar þetta svuntuskattinn. Búum nú í svuntu heimi „Við búum nú í svuntu heimi. Við höfum séð félög, sem ætla sér að berjast um titilinn, missa frá sér leikmenn. Það er afleiðing þess að búa í þessum svuntu heimi. Gerir þetta erfiðara að skipta á leikmönnum? Já. Eru góð leikmannaskipti í boði? Nei,“ sagði Rob Pelink, framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers sem hefur ekki tekist að styrkja lið sitt almennilega í sumar. „Áhugafólk um NBA hefur verið að tala um þetta sem leiðinlegt sumar á markaðnum. Mér fannst það ekki vera það. Við sáum samt fullt af mikilvægum leikmönnum færa sig á milli félaga,“ sagði Adam Silver, hæstráðandi NBA deildarinnar. „Á sama tíma þá tel ég að þetta nýja kerfi hjálpi öllum félögunum þrjátíu og gefi þeim betri tækifæri til að keppa um titilinn. Við erum á réttri leið þar,“ sagði Silver. Sex félög meistarar á sex árum Sex mismunandi félög hafa orðið NBA meistarar á síðustu sex árum og Silver telur að nokkrir samningar við leikmannasamtökin í röð hafi hjálpað til þess að fleiri félög keppi um titilinn. „Þetta snýst um að við búum til sanngjarnt umhverfi þar sem að öll félög hafi verkfærin til að keppa um titilinn,“ sagði Silver. NBA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Í nýju samkomulagi milli NBA og leikmannasamtakanna þá hefur það miklar fjárhagslegar afleiðingar fyrir félögin fari þau ákveðið mikið yfir launaþakið. Það er komið annað skattþrep. Hingað til hafa sum félög sætt sig við að borga stórar upphæðir í skatt fyrir að vera yfir launaþakinu en nýi skatturinn sér til þess að félögin treysta sér ekki þangað. Það mun kosta þau alltof mikinn pening. Peningurinn sem félögin, sem fara yfir launaþakið, borga í þennan refsiskatt er síðan skipt á milli þeirra félaga sem eru undir launaþakinu. Nýja skattþrepið margfaldar þessar greiðslur. Þetta þýðir að sum félög hafa ákveðið að semja ekki aftur við leikmenn þrátt fyrir að vilja halda þeim. Los Angeles Clippers missti þannig Paul George og Denver Nuggets missti Kentavious Caldwell-Pope svo eitthvað sé nefnt. NBA fólk kallar þetta svuntuskattinn. Búum nú í svuntu heimi „Við búum nú í svuntu heimi. Við höfum séð félög, sem ætla sér að berjast um titilinn, missa frá sér leikmenn. Það er afleiðing þess að búa í þessum svuntu heimi. Gerir þetta erfiðara að skipta á leikmönnum? Já. Eru góð leikmannaskipti í boði? Nei,“ sagði Rob Pelink, framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers sem hefur ekki tekist að styrkja lið sitt almennilega í sumar. „Áhugafólk um NBA hefur verið að tala um þetta sem leiðinlegt sumar á markaðnum. Mér fannst það ekki vera það. Við sáum samt fullt af mikilvægum leikmönnum færa sig á milli félaga,“ sagði Adam Silver, hæstráðandi NBA deildarinnar. „Á sama tíma þá tel ég að þetta nýja kerfi hjálpi öllum félögunum þrjátíu og gefi þeim betri tækifæri til að keppa um titilinn. Við erum á réttri leið þar,“ sagði Silver. Sex félög meistarar á sex árum Sex mismunandi félög hafa orðið NBA meistarar á síðustu sex árum og Silver telur að nokkrir samningar við leikmannasamtökin í röð hafi hjálpað til þess að fleiri félög keppi um titilinn. „Þetta snýst um að við búum til sanngjarnt umhverfi þar sem að öll félög hafi verkfærin til að keppa um titilinn,“ sagði Silver.
NBA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira