Fer frá Barcelona til Chelsea Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2024 12:30 Lucy Bronze er gengin í raðir Chelsea. Mynd/Chelsea Stórstjarnan Lucy Bronze hefur samið við Englandsmeistara Chelsea. Hún kemur til liðsins frá Barcelona á Spáni. Hin 32 ára gamla Bronze semur við Chelsea til tveggja ára en hún kemur frítt til félagsins í kjölfar þess að samningur hennar í Katalóníu rann út. Hún hefur verið lykilleikmaður hjá Börsungum og enska landsliðinu undanfarin ár og talin á meðal betra leikmanna heims. Hún vann EM með Englandi árið 2022 og fagnar því að koma aftur til heimalandsins eftir að hafa verið á Spáni í rúm tvö ár. Bronze hefur komið víða við á ferlinum. Hún er uppalin hjá Sunderland en lék með bæði Liverpool og Everton í Bítlaborginni. Hún fór frá Liverpool til Manchester City, þaðan til Lyon í Frakkalandi, aftur til City og þaðan til Barcelona. You better believe it: Lucy Bronze is a Blue. pic.twitter.com/LKguK6gV30— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) July 17, 2024 Chelsea er því fimmta enska félagið sem þessi margreyndi leikmaður spilar fyrir. Bronze hefur unnið enska meistaratitilinn í þrígang, tvisvar með Liverpool og einu sinni með Manchester City. Hún vann franska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu þrisvar á þremur árum með Lyon og þá fagnaði hún spænskum meistaratitli og sigri í Meistaradeildinni bæði ár sín hjá Barcelona. Hún gengur í raðir Chelsea-liðs sem hefur unnið enska meistaratitilinn fimm ár í röð. Liðið situr hins vegar á tímamótum eftir brotthvarf þjálfarans Emmu Hayes sem tók við bandaríska landsliðinu eftir 13 ár við stjórnvölin. Franska goðsögnin Sonia Bompastor tók við þjálfun liðsins af Hayes og hefur verið dugleg á markaðnum. Tvær löndur hennar Oriane Jean-François og Sandy Baltimore komu frá Paris Saint-Germain og hin spænska Júlia Bartel frá Bacrcelona. Bronze fer nú sömu leið og Bartel og vonast til að bæta enn frekar í titlasafnið með Lundúnafélaginu. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Hin 32 ára gamla Bronze semur við Chelsea til tveggja ára en hún kemur frítt til félagsins í kjölfar þess að samningur hennar í Katalóníu rann út. Hún hefur verið lykilleikmaður hjá Börsungum og enska landsliðinu undanfarin ár og talin á meðal betra leikmanna heims. Hún vann EM með Englandi árið 2022 og fagnar því að koma aftur til heimalandsins eftir að hafa verið á Spáni í rúm tvö ár. Bronze hefur komið víða við á ferlinum. Hún er uppalin hjá Sunderland en lék með bæði Liverpool og Everton í Bítlaborginni. Hún fór frá Liverpool til Manchester City, þaðan til Lyon í Frakkalandi, aftur til City og þaðan til Barcelona. You better believe it: Lucy Bronze is a Blue. pic.twitter.com/LKguK6gV30— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) July 17, 2024 Chelsea er því fimmta enska félagið sem þessi margreyndi leikmaður spilar fyrir. Bronze hefur unnið enska meistaratitilinn í þrígang, tvisvar með Liverpool og einu sinni með Manchester City. Hún vann franska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu þrisvar á þremur árum með Lyon og þá fagnaði hún spænskum meistaratitli og sigri í Meistaradeildinni bæði ár sín hjá Barcelona. Hún gengur í raðir Chelsea-liðs sem hefur unnið enska meistaratitilinn fimm ár í röð. Liðið situr hins vegar á tímamótum eftir brotthvarf þjálfarans Emmu Hayes sem tók við bandaríska landsliðinu eftir 13 ár við stjórnvölin. Franska goðsögnin Sonia Bompastor tók við þjálfun liðsins af Hayes og hefur verið dugleg á markaðnum. Tvær löndur hennar Oriane Jean-François og Sandy Baltimore komu frá Paris Saint-Germain og hin spænska Júlia Bartel frá Bacrcelona. Bronze fer nú sömu leið og Bartel og vonast til að bæta enn frekar í titlasafnið með Lundúnafélaginu.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira