Loftslagsávinningur Coda Terminal er gífurlegur Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 17. júlí 2024 12:01 EFLA verkfræðistofa tók að sér að vinna vistferilsgreiningu á fyrstu stigum hönnunar fyrir Coda Terminal verkefnið. Vistferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar yfir hluta eða alla virðiskeðju framkvæmdarinnar. Umfang þessarar vistferilsgreiningar náði yfir sjóflutninga á milli landa til og frá Coda Terminal, uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og bindingu CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar. Vistferilsgreiningin var unnin á frumhönnunarstigi og því voru undanskildir annars vegar þeir þættir sem eiga sér stað erlendis, þ.e. föngun CO2 frá iðnaði ásamt vökvagerð þess, og hins vegar uppbygging hafnarsvæðis í Straumsvík. Unnið er að því að bæta þessum þáttum við og vænta má uppfærslu í haust. Yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar var heildarlosun metin 4.000.000 tonn CO2 en binding var metin 76.000.000 tonn CO2. Með öðrum orðum, þá var bindingin metin tæplega tuttugufalt meiri en losunin. Heildarniðurstaða vistferilsgreiningarinnar er því nettó samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda upp á 72.000.000 tonn CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar, eða 2.400.000 tonn CO2 á ári að meðaltali. Til að setja þessar tölur í samhengi þá er árleg samfélagslosun Íslands (losun vegna vegakerfis, landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu, úrgangs, efnanotkunar og smærri iðnaðar) um 2.770.000 tonn CO2 á ári. Bindingin sem Coda Terminal skilar árlega (2.400.00 tonn CO2 á ári) samsvarar því að núlla út 87% af samfélagslosun Íslands. Nýútgefin aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum á að skila 35-45% samdrætti í samfélagslosun og því mætti segja að Coda Terminal skili meiri árangri heldur en allar aðgerðir áætlunarinnar til samans. Ef við skoðum bæði samfélagslosun og viðskiptakerfi ESB (losun frá stóriðju) yfir næstu þrjátíu árin þá er uppsöfnuð losun Íslands um 110.000.000 tonn CO2 skv. framreikningum Umhverfisstofnunar fyrir óbreytta sviðsmynd. Bindingin sem Coda Terminal skilar yfir líftíma stöðvarinnar (72.000.000 tonn CO2) samsvarar 65% af uppsafnaðri losun Íslands á sama tímabili. Loftslagsávinningur Coda Terminal er því gífurlegur. Coda Terminal mun taka við CO2 losun frá iðnaði þar sem önnur tækni til að draga úr losun er ekki fyrir hendi eða skammt á veg komin. Fyrir vissan iðnað er föngun og binding CO2 eina raunhæfa lausnin á næstu árum og áratugum, t.d. fyrir framleiðslu sements og málma. Carbfix tæknin hefur verið sannreynd á Hellisheiði og niðurstöður fjölda vísindagreina sýna að bindingin er varanleg. Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og það skiptir ekki máli fyrir loftslagið hvar losun eða binding á sér stað. Við þurfum á öllum lausnum að halda í baráttunni við loftslagsvána og sérstaklega þeim sem skila jafn miklum árangri og Coda Terminal. Höfurndur er umhverfisverkfræðingur og annar höfunda vistferilsgreiningar fyrir Coda Terminal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
EFLA verkfræðistofa tók að sér að vinna vistferilsgreiningu á fyrstu stigum hönnunar fyrir Coda Terminal verkefnið. Vistferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar yfir hluta eða alla virðiskeðju framkvæmdarinnar. Umfang þessarar vistferilsgreiningar náði yfir sjóflutninga á milli landa til og frá Coda Terminal, uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og bindingu CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar. Vistferilsgreiningin var unnin á frumhönnunarstigi og því voru undanskildir annars vegar þeir þættir sem eiga sér stað erlendis, þ.e. föngun CO2 frá iðnaði ásamt vökvagerð þess, og hins vegar uppbygging hafnarsvæðis í Straumsvík. Unnið er að því að bæta þessum þáttum við og vænta má uppfærslu í haust. Yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar var heildarlosun metin 4.000.000 tonn CO2 en binding var metin 76.000.000 tonn CO2. Með öðrum orðum, þá var bindingin metin tæplega tuttugufalt meiri en losunin. Heildarniðurstaða vistferilsgreiningarinnar er því nettó samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda upp á 72.000.000 tonn CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar, eða 2.400.000 tonn CO2 á ári að meðaltali. Til að setja þessar tölur í samhengi þá er árleg samfélagslosun Íslands (losun vegna vegakerfis, landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu, úrgangs, efnanotkunar og smærri iðnaðar) um 2.770.000 tonn CO2 á ári. Bindingin sem Coda Terminal skilar árlega (2.400.00 tonn CO2 á ári) samsvarar því að núlla út 87% af samfélagslosun Íslands. Nýútgefin aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum á að skila 35-45% samdrætti í samfélagslosun og því mætti segja að Coda Terminal skili meiri árangri heldur en allar aðgerðir áætlunarinnar til samans. Ef við skoðum bæði samfélagslosun og viðskiptakerfi ESB (losun frá stóriðju) yfir næstu þrjátíu árin þá er uppsöfnuð losun Íslands um 110.000.000 tonn CO2 skv. framreikningum Umhverfisstofnunar fyrir óbreytta sviðsmynd. Bindingin sem Coda Terminal skilar yfir líftíma stöðvarinnar (72.000.000 tonn CO2) samsvarar 65% af uppsafnaðri losun Íslands á sama tímabili. Loftslagsávinningur Coda Terminal er því gífurlegur. Coda Terminal mun taka við CO2 losun frá iðnaði þar sem önnur tækni til að draga úr losun er ekki fyrir hendi eða skammt á veg komin. Fyrir vissan iðnað er föngun og binding CO2 eina raunhæfa lausnin á næstu árum og áratugum, t.d. fyrir framleiðslu sements og málma. Carbfix tæknin hefur verið sannreynd á Hellisheiði og niðurstöður fjölda vísindagreina sýna að bindingin er varanleg. Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og það skiptir ekki máli fyrir loftslagið hvar losun eða binding á sér stað. Við þurfum á öllum lausnum að halda í baráttunni við loftslagsvána og sérstaklega þeim sem skila jafn miklum árangri og Coda Terminal. Höfurndur er umhverfisverkfræðingur og annar höfunda vistferilsgreiningar fyrir Coda Terminal.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar