Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 08:35 Giorgia Meloni er forsætisráðherra Ítaliu en sat í stjórnarandstöðunni þegar blaðakonan tísti um hana. Getty/Corbis/Alessandra Benedetti Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að tvö tíst blaðakonunnar Giuliu Cortese hefðu verið meiðandi og jafngilt líkamssmánun. Málið má rekja aftur til ársins 2021, þegar Meloni sat enn í stjórnarandstöðu. Cortese birti þá mynd af Meloni þar sem hún stóð fyrir framan bókahillu og hafði mynd af Benito Mussolini verið klippt inn á myndina. Meloni tjáði sig um málið á Facebook, sagði það alvarlegt og að hún myndi grípa til lagalegra úrræða. Seinna sama dag sagði Cortese að hún hefði eytt myndinni þegar hún áttaði sig á því að hún var fölsuð en sakaði Meloni á sama tíma um ófrægingarherferð gegn sér og að Facebook-færsla hennar sýndi að hún væri „lítil kona“. „Þú hræðir mig ekki, Giorgia Meloni. Eftir allt þá ertu bara 1,2 m. Ég get ekki einu sinni séð þig,“ sagði Cortese svo í annarri færslu. Hið rétta er að Meloni er 1,63 m á hæð. Cortese hefur ekki gefið út hvort hún hyggst áfrýja dómnum. Hún sagði hins vegar á X að stjórnvöld ættu afar erfitt með tjáningar- og fjölmiðlafrelsið. Italy's government has a serious problem with freedom of expression and journalistic dissent. This country seems to get closer to Orbán's Hungary: these are bad times for independent Journalists and opinion leaders. Let's hope for better days ahead. We won't give up!@Reuters https://t.co/sWojOlMJz1— Giulia Cortese (@GiuliaCortese1) July 18, 2024 Ítalía Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Dómari komst að þeirri niðurstöðu að tvö tíst blaðakonunnar Giuliu Cortese hefðu verið meiðandi og jafngilt líkamssmánun. Málið má rekja aftur til ársins 2021, þegar Meloni sat enn í stjórnarandstöðu. Cortese birti þá mynd af Meloni þar sem hún stóð fyrir framan bókahillu og hafði mynd af Benito Mussolini verið klippt inn á myndina. Meloni tjáði sig um málið á Facebook, sagði það alvarlegt og að hún myndi grípa til lagalegra úrræða. Seinna sama dag sagði Cortese að hún hefði eytt myndinni þegar hún áttaði sig á því að hún var fölsuð en sakaði Meloni á sama tíma um ófrægingarherferð gegn sér og að Facebook-færsla hennar sýndi að hún væri „lítil kona“. „Þú hræðir mig ekki, Giorgia Meloni. Eftir allt þá ertu bara 1,2 m. Ég get ekki einu sinni séð þig,“ sagði Cortese svo í annarri færslu. Hið rétta er að Meloni er 1,63 m á hæð. Cortese hefur ekki gefið út hvort hún hyggst áfrýja dómnum. Hún sagði hins vegar á X að stjórnvöld ættu afar erfitt með tjáningar- og fjölmiðlafrelsið. Italy's government has a serious problem with freedom of expression and journalistic dissent. This country seems to get closer to Orbán's Hungary: these are bad times for independent Journalists and opinion leaders. Let's hope for better days ahead. We won't give up!@Reuters https://t.co/sWojOlMJz1— Giulia Cortese (@GiuliaCortese1) July 18, 2024
Ítalía Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira