Allir íbúar rúmast ekki lengur í einu og sama húsinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. júlí 2024 20:39 Mikil uppbygging fer fram á Hvanneyri í Borgarbyggð. Stöð 2 Íbúum á Hvanneyri fer sífellt fjölgandi, þökk sé brottfluttum Hvanneyringum sem snúa aftur heim og nemendum Landbúnaðarháskólans sem ákveða að setjast að í bænum. Mikil uppbygging er fyrirhuguð og heimamenn eru hreyknir af einum flottasta frisbígolfvelli landsins. Í Flatahverfi á Hvanneyri er fyrirhuguð mikil uppbygging og nýlega voru auglýstar til úthlutunar 22 lóðir undir íbúðarhúsnæði. „Það eru tvö hús í byggingu alla veganna núna og verið að fara að úthluta fleiri lóðum. Þrjár nýjar götur voru gerðar í vetur þannig það ætti að vera nóg pláss,“ segir Hvanneyringurinn Aðalheiður Kristjánsdóttir. „Það er alveg töluvert um það að fólk kemur aftur. Fólk kannski fer annað í nám og kemur aftur og eins er líka fólk sem að kemur í Landbúnaðarháskólann og sest svo að,“ bætir hún við. Íbúum hafi þannig fjölgað talsvert frá því sem áður var. Stórbruni setti mark sitt á sögu Hvanneyrar og varð til þess að allir íbúar fluttu inn í eitt og sama húsið. Má teljast hæpið að húsið myndi rúma þann fjölda sem nú býr á Hvanneyri. Enn kennt í íþróttahúsi frá 1911 Það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýbyggingar sem standa yfir heldur einnig er unnið að viðhaldi á friðlýstum húsum á gömlu torfunni svokölluðu. Þar er unnið að því að taka sögufræg hús í gegn og standa framkvæmdir meðal annars yfir í skólastjórahúsinu. Á Hvanneyri er eitt elsta íþróttahús landsins sem heimamenn kalla íþróttahöllina. Húsið er byggt 1911 og fer þar ennþá fram íþróttakennsla. „Hérna er nú aðallega kannski spilaður körfubolti og svo eru bara skólaíþróttirnar þær eru hérna og svo kemur fólk hérna og leikur sér. Svo höfum við notað íþróttahöllina líka fyrir áramótagleði,“ segir Aðalheiður. Meðal þess sem trekkir að á Hvanneyri eru Landbúnaðarsafnið og ullarsetrið að ógleymdum níu holu frisbígolfvellinum sem hefur að sögn Aðalheiðar verið lýst sem þeim besta á landinu. Borgarbyggð Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Í Flatahverfi á Hvanneyri er fyrirhuguð mikil uppbygging og nýlega voru auglýstar til úthlutunar 22 lóðir undir íbúðarhúsnæði. „Það eru tvö hús í byggingu alla veganna núna og verið að fara að úthluta fleiri lóðum. Þrjár nýjar götur voru gerðar í vetur þannig það ætti að vera nóg pláss,“ segir Hvanneyringurinn Aðalheiður Kristjánsdóttir. „Það er alveg töluvert um það að fólk kemur aftur. Fólk kannski fer annað í nám og kemur aftur og eins er líka fólk sem að kemur í Landbúnaðarháskólann og sest svo að,“ bætir hún við. Íbúum hafi þannig fjölgað talsvert frá því sem áður var. Stórbruni setti mark sitt á sögu Hvanneyrar og varð til þess að allir íbúar fluttu inn í eitt og sama húsið. Má teljast hæpið að húsið myndi rúma þann fjölda sem nú býr á Hvanneyri. Enn kennt í íþróttahúsi frá 1911 Það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýbyggingar sem standa yfir heldur einnig er unnið að viðhaldi á friðlýstum húsum á gömlu torfunni svokölluðu. Þar er unnið að því að taka sögufræg hús í gegn og standa framkvæmdir meðal annars yfir í skólastjórahúsinu. Á Hvanneyri er eitt elsta íþróttahús landsins sem heimamenn kalla íþróttahöllina. Húsið er byggt 1911 og fer þar ennþá fram íþróttakennsla. „Hérna er nú aðallega kannski spilaður körfubolti og svo eru bara skólaíþróttirnar þær eru hérna og svo kemur fólk hérna og leikur sér. Svo höfum við notað íþróttahöllina líka fyrir áramótagleði,“ segir Aðalheiður. Meðal þess sem trekkir að á Hvanneyri eru Landbúnaðarsafnið og ullarsetrið að ógleymdum níu holu frisbígolfvellinum sem hefur að sögn Aðalheiðar verið lýst sem þeim besta á landinu.
Borgarbyggð Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira