Mótmæla ferðamönnum á Majorka Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júlí 2024 14:55 Milljónir ferðamanna heimsækja Majorka á ári hverju. Getty/Clara Margais Búist er við að tugir þúsunda Majorkabúa mótmæli í dag þeim mikla fjölda ferðamanna sem streyma til eyjunnar og þeim áhrifum sem þeir hafa haft. Hagsmunasamtök hafa boðað þátttöku sína í mótmælunum sem bera yfirskriftina: „Minni túrismi - Meira líf,“ eða á katalónskunni upprunalegu: „Menys Turisme, Més Vida.“ Fréttaritari danska ríkisútvarpsins talaði við leiðtoga hreyfingarinnar, hann Pere Joan, um áhrif ferðamannaiðnaðarins á íbúa eyjunnar sem hann segir að séu slæm og umtalsverð. Hann talar til dæmis um að takmarka hafi þurft vatnsnotkun íbúa á meðan hótelin í hundraðatali tæmi og fylli sundlaugar sínar án nokkurra ráðstafana. Þá segir hann einnig að ferðamannastraumurinn hafi gert það að verkum að leiguverð rjúki upp. Hann tekur einnig fram að sérkenni eyjunnar séu smátt og smátt að hverfa, eða skiptast út fyrir ferðamannavænni útgáfur. „Við sjáum að búðirnar eru að breytast frá því að vera staðbundnar í það að vera alþjóðlegar. Við missum séreinkenni Majorka, því nú getur maður komið til Majorka og fundið sömu búðir og í stórborgum þvert yfir Evrópu,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Joan. „Við viljum vernda einkenni bæja okkar, þannig að þegar maður kemur hingað geti maður keypt vörur héðan. Við viljum vernda menninguna og einkennin sem við höfum hér,“ segir hann jafnframt. Pere Joan gengst við því að ferðamannaiðnaðurinn sé meginstoð hagkerfisins á Majorka en vill meina að hann hafi breyst undanfarin ár. Síðast þegar Menys Turisme, Més Vida stóð fyrir slíkum mótmælum tóku um 25 þúsund manns þátt. Ósætti við fjölda ferðamanna er heldur ekki bundið við strendur Baleareyja en hefur vakið athygli á meginlandi Spánar einnig. Nýlega tóku Barselónabúar upp á því að sprauta ferðamenn með vatnsbyssum þar sem þeir spókuðu sig um götur borgarinnar eða sátu á veitingahúsum hennar. Spánn Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Fréttaritari danska ríkisútvarpsins talaði við leiðtoga hreyfingarinnar, hann Pere Joan, um áhrif ferðamannaiðnaðarins á íbúa eyjunnar sem hann segir að séu slæm og umtalsverð. Hann talar til dæmis um að takmarka hafi þurft vatnsnotkun íbúa á meðan hótelin í hundraðatali tæmi og fylli sundlaugar sínar án nokkurra ráðstafana. Þá segir hann einnig að ferðamannastraumurinn hafi gert það að verkum að leiguverð rjúki upp. Hann tekur einnig fram að sérkenni eyjunnar séu smátt og smátt að hverfa, eða skiptast út fyrir ferðamannavænni útgáfur. „Við sjáum að búðirnar eru að breytast frá því að vera staðbundnar í það að vera alþjóðlegar. Við missum séreinkenni Majorka, því nú getur maður komið til Majorka og fundið sömu búðir og í stórborgum þvert yfir Evrópu,“ hefur danska ríkisútvarpið eftir Joan. „Við viljum vernda einkenni bæja okkar, þannig að þegar maður kemur hingað geti maður keypt vörur héðan. Við viljum vernda menninguna og einkennin sem við höfum hér,“ segir hann jafnframt. Pere Joan gengst við því að ferðamannaiðnaðurinn sé meginstoð hagkerfisins á Majorka en vill meina að hann hafi breyst undanfarin ár. Síðast þegar Menys Turisme, Més Vida stóð fyrir slíkum mótmælum tóku um 25 þúsund manns þátt. Ósætti við fjölda ferðamanna er heldur ekki bundið við strendur Baleareyja en hefur vakið athygli á meginlandi Spánar einnig. Nýlega tóku Barselónabúar upp á því að sprauta ferðamenn með vatnsbyssum þar sem þeir spókuðu sig um götur borgarinnar eða sátu á veitingahúsum hennar.
Spánn Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira