Sýður á Elmari: „Þetta er súrrealískt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2024 21:25 Theódór Elmar Bjarnason í baráttunni við Andra Rafn Yeoman í kvöld. Vísir/HAG Theódór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, var eðlilega óánægður eftir 4-2 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á Kópavogsvelli í kvöld. Grafalvarleg staða er uppi í Vesturbæ. „Leikurinn var mjög opinn, að vissu leyti vegna þess að þeir eru þreyttir. Þeir fá sína helvítis forystu með skítamörkum sem við gefum trekk í trekk. Þeir eru þreyttir og við þurfum að taka sénsa og þá verður opinn leikur. En þetta er alveg fáránlegt hvað við sleppum inn auðveldum mörkum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Gunnlaug Jónsson í Kópavogi í kvöld. „Ef við hefðum staðið með 0-0 eftir fyrri hálfleik þá hefðum við sagt að við höfum varist fínt og fínn hálfleikur hjá okkur. En í staðinn er 3-1 undir eftir galna frammistöðu varnarlega. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Theódór Elmar. Líkt og hann nefnir skoruðu Blikar þrjú mörk í fyrri hálfleiknum og þurftu lítið að hafa fyrir hverju þeirra. Að segja að varnarleikur KR hafi ekki verið til útflutnings er vægt til orða tekið. Grafalvarleg staða er hins vegar uppi hjá Vesturbæjarveldinu. Liðið er þremur stigum frá botni deildarinnar og í fallbaráttu. „Við erum í mjög erfiðri stöðu innan vallar og utan. Það eru bönn og meiðsli og menn að fara út í atvinnumennsku. Við erum bara í helvítis brasi,“ segir Theódór Elmar. Hann segir menn hafa fundað um málið í vikunni og að KR-ingar geri sér sannarlega grein fyrir stöðunni sem liðið er í. „Við gerum okkur fullkomnlega grein fyrir þessu. Við tókum fund í vikunni þar sem menn þurftu að gera sér grein fyrir stöðunni sem við erum í. Eins hundleiðinlegt og það er, þá erum við bara þarna. Það er ekkert að gera nema klóra í bakkann og halda áfram,“ segir Theódór Elmar og bætir við: „Við sleppum inn auðveldum mörkum og færin sem við erum að gefa eru fáránleg. Það er ekkert á einstaklingana að setja, það er bara liðið sem heild. Það er ójafnvægi á þessu sem við þurfum að finna út úr þessu. Þetta er súrrealískt, en þetta er staðan.“ Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Sjá meira
„Leikurinn var mjög opinn, að vissu leyti vegna þess að þeir eru þreyttir. Þeir fá sína helvítis forystu með skítamörkum sem við gefum trekk í trekk. Þeir eru þreyttir og við þurfum að taka sénsa og þá verður opinn leikur. En þetta er alveg fáránlegt hvað við sleppum inn auðveldum mörkum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Gunnlaug Jónsson í Kópavogi í kvöld. „Ef við hefðum staðið með 0-0 eftir fyrri hálfleik þá hefðum við sagt að við höfum varist fínt og fínn hálfleikur hjá okkur. En í staðinn er 3-1 undir eftir galna frammistöðu varnarlega. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Theódór Elmar. Líkt og hann nefnir skoruðu Blikar þrjú mörk í fyrri hálfleiknum og þurftu lítið að hafa fyrir hverju þeirra. Að segja að varnarleikur KR hafi ekki verið til útflutnings er vægt til orða tekið. Grafalvarleg staða er hins vegar uppi hjá Vesturbæjarveldinu. Liðið er þremur stigum frá botni deildarinnar og í fallbaráttu. „Við erum í mjög erfiðri stöðu innan vallar og utan. Það eru bönn og meiðsli og menn að fara út í atvinnumennsku. Við erum bara í helvítis brasi,“ segir Theódór Elmar. Hann segir menn hafa fundað um málið í vikunni og að KR-ingar geri sér sannarlega grein fyrir stöðunni sem liðið er í. „Við gerum okkur fullkomnlega grein fyrir þessu. Við tókum fund í vikunni þar sem menn þurftu að gera sér grein fyrir stöðunni sem við erum í. Eins hundleiðinlegt og það er, þá erum við bara þarna. Það er ekkert að gera nema klóra í bakkann og halda áfram,“ segir Theódór Elmar og bætir við: „Við sleppum inn auðveldum mörkum og færin sem við erum að gefa eru fáránleg. Það er ekkert á einstaklingana að setja, það er bara liðið sem heild. Það er ójafnvægi á þessu sem við þurfum að finna út úr þessu. Þetta er súrrealískt, en þetta er staðan.“
Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn