Keppir á sínum fyrstu Ólympíuleikum 58 ára gömul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 14:01 Zhiying Zeng sýnir það að aldrei eru of seint að byrja að elta draumana sína. Getty/Ezra Shaw/ Hún hætti að keppa í íþróttinni sinni árið 1986 en sneri óvænt aftur og vann sér sæti á Ólympíuleikunum árið 2024. Zhiying Zeng keppir í borðtennis á Ólympíuleikunum í París sem væri kannski ekkert stórmál nema af því að hún er orðin 58 ára gömul og hefur aldrei keppt áður á stærstu íþróttahátíð heims. Zeng var í kínverska landsliðinu árinu 1983 en hætti árið 1986 vegna furðulegs máls. Hún vildi ekki spila með tvílituðum spaða en ný reglubreyting tók þá gildi. View this post on Instagram A post shared by NextShark (@nextshark) Reglubreytingin auðveldaði andstæðingunum að lesa hraða og snúning boltans eftir því hvernig mótherjinn sló boltann. „Þessi regla gerði út af við minn leikstíl. Mér fannst ég veikgeðja, bæði andlega og tæknilega,“ sagði Zhiying Zeng. Eftir næstum því fjörutíu ár þá byrjaði Zeng aftur að keppa. Hún vann sér þátt í Ólympíuliði en þó ekki í Kína eða í Asíu heldur í Síle í Suður Ameríku. Hún hafði flutti til Síle árið 1989 til að þjálfa skólabörn en skipti fljótlega yfir í húsgagnasölurekstur. Hún hafði aldrei íhugað að keppa aftur í borðtennis fyrr en í kórónuverufaraldrinum. Zeng byrjaði að spila borðtennis á ný þegar hún var föst heima hjá sér þegar allt lokaði í Síle. Zeng fór síðan að taka þátt í borðtennismótum á svæðinu og náði á endanum að vinna sér sæti í Ólympíuliði Síle. ‘I play with happiness’: the table tennis star making her Olympic debut at 58 https://t.co/2tCqqQKT3a— Guardian US (@GuardianUS) July 10, 2024 „Þegar þú ert kominn á minn aldur þá verður þú að spila með hamingjuna að vopni í stað þess að láta slæmar hugsanir trufla þig. Ég elska þetta land. Ég náði ekki að upplifa draum minn í Kína en saga mín sýnir að það er mikilvægt að gefast aldrei upp,“ sagði Zeng við Guaridan. Síle sendir alls 48 keppendur til leiks á Ólympíuleikana í París. Þrír af þeim taka þátt í borðtennis, einn karlmaður og tvær konur. Hin borðtenniskona Sílemanna, María Paulina Vega, er þó bara átján árum yngri en Zeng. Meðalaldur kvennalandsliðs Síle í borðtennis á leikunum er nefnilega 49 ár. Ólympíuleikar 2024 í París Borðtennis Chile Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira
Zhiying Zeng keppir í borðtennis á Ólympíuleikunum í París sem væri kannski ekkert stórmál nema af því að hún er orðin 58 ára gömul og hefur aldrei keppt áður á stærstu íþróttahátíð heims. Zeng var í kínverska landsliðinu árinu 1983 en hætti árið 1986 vegna furðulegs máls. Hún vildi ekki spila með tvílituðum spaða en ný reglubreyting tók þá gildi. View this post on Instagram A post shared by NextShark (@nextshark) Reglubreytingin auðveldaði andstæðingunum að lesa hraða og snúning boltans eftir því hvernig mótherjinn sló boltann. „Þessi regla gerði út af við minn leikstíl. Mér fannst ég veikgeðja, bæði andlega og tæknilega,“ sagði Zhiying Zeng. Eftir næstum því fjörutíu ár þá byrjaði Zeng aftur að keppa. Hún vann sér þátt í Ólympíuliði en þó ekki í Kína eða í Asíu heldur í Síle í Suður Ameríku. Hún hafði flutti til Síle árið 1989 til að þjálfa skólabörn en skipti fljótlega yfir í húsgagnasölurekstur. Hún hafði aldrei íhugað að keppa aftur í borðtennis fyrr en í kórónuverufaraldrinum. Zeng byrjaði að spila borðtennis á ný þegar hún var föst heima hjá sér þegar allt lokaði í Síle. Zeng fór síðan að taka þátt í borðtennismótum á svæðinu og náði á endanum að vinna sér sæti í Ólympíuliði Síle. ‘I play with happiness’: the table tennis star making her Olympic debut at 58 https://t.co/2tCqqQKT3a— Guardian US (@GuardianUS) July 10, 2024 „Þegar þú ert kominn á minn aldur þá verður þú að spila með hamingjuna að vopni í stað þess að láta slæmar hugsanir trufla þig. Ég elska þetta land. Ég náði ekki að upplifa draum minn í Kína en saga mín sýnir að það er mikilvægt að gefast aldrei upp,“ sagði Zeng við Guaridan. Síle sendir alls 48 keppendur til leiks á Ólympíuleikana í París. Þrír af þeim taka þátt í borðtennis, einn karlmaður og tvær konur. Hin borðtenniskona Sílemanna, María Paulina Vega, er þó bara átján árum yngri en Zeng. Meðalaldur kvennalandsliðs Síle í borðtennis á leikunum er nefnilega 49 ár.
Ólympíuleikar 2024 í París Borðtennis Chile Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira