Úr skúrnum á Ólympíuleika: „Laugin löngu farin á haugana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2024 08:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir Vísir/Sigurjón Guðlaug Edda Hannesdóttir er ein þeirra Íslendinga sem býr sig undir Ólympíuleikana í París sem verða settir á föstudaginn næsta. Það hefur gengi á ýmsu hjá henni. Valur Páll Eiríksson settist niður með Guðlaugu á dögunum. Það er margt sem fylgir því að vera atvinnukona í þríþraut líkt og Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur kynnst á skrautlegum ferli sínum. Hún hefur keppt í þónokkrum heimsálfum og var nú síðast á fimm vikna keppnistúr um Asíu þegar hún tryggði sér langþráð sæti á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög skrautleg ferð. Ég held að allt sem hefði getað farið úrskeiðis, hafi farið úrskeiðis. Við lentum í því að flugferðum var aflýst, vesen á flugvöllum, óveður og fleiri flugum aflýst. Endalaust af næturflugum og miklu ferðalagi,“ „Ég er samt þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið að fara þarna út. Þetta var einstök upplifun. Að fara út með þetta eina markmið að komast á leikana, var stressandi en samt ótrúlega gefandi. Ég er mjög glöð að þetta hafi tekist,“ segir Guðlaug Edda. Laugin úr Costco farin á haugana Covid-faraldurinn hafði sín áhrif á feril Guðlaugar enda var öllum sundlaugum landsins lokað um töluverða hríð. Þá voru góð ráð dýr fyrir keppniskonu í sundi og vakti nýstárleg lausn hennar sem greint var frá í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport á sínum tíma töluverða athygli. Guðlaug keypti plastsundlaug í Costco sem hún kom fyrir í bílskúrnum til að geta æft í lokununum vorið 2020. „Þetta var gert meira sem djók. En öllum fannst þetta alveg geggjað og mjög áhugavert. Maður reyndir að rúlla með þessu. Ég tók ekki margar æfingar þarna,“ segir Guðlaug Edda og bætir við: „Þetta var þegar maður var ekki viss hvort Ólympíuleikunum yrði frestað eða ekki og allar sundlaugar á Íslandi lokaðar. Maður gat ekki misst út mánuð af sundæfingum. Þetta var keypt sem djók en það vatt upp á sig. Sundlaugin er löngu farin á haugana, engar áhyggjur,“ „Maður leggur ýmislegt á sig. Þetta sýnir bara að ég var mjög ákveðin í þessu og sem betur fer tókst þetta,“ segir Guðlaug Edda. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Þríþraut Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira
Það er margt sem fylgir því að vera atvinnukona í þríþraut líkt og Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur kynnst á skrautlegum ferli sínum. Hún hefur keppt í þónokkrum heimsálfum og var nú síðast á fimm vikna keppnistúr um Asíu þegar hún tryggði sér langþráð sæti á Ólympíuleikum. „Þetta var mjög skrautleg ferð. Ég held að allt sem hefði getað farið úrskeiðis, hafi farið úrskeiðis. Við lentum í því að flugferðum var aflýst, vesen á flugvöllum, óveður og fleiri flugum aflýst. Endalaust af næturflugum og miklu ferðalagi,“ „Ég er samt þakklát fyrir að hafa fengið tækifærið að fara þarna út. Þetta var einstök upplifun. Að fara út með þetta eina markmið að komast á leikana, var stressandi en samt ótrúlega gefandi. Ég er mjög glöð að þetta hafi tekist,“ segir Guðlaug Edda. Laugin úr Costco farin á haugana Covid-faraldurinn hafði sín áhrif á feril Guðlaugar enda var öllum sundlaugum landsins lokað um töluverða hríð. Þá voru góð ráð dýr fyrir keppniskonu í sundi og vakti nýstárleg lausn hennar sem greint var frá í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport á sínum tíma töluverða athygli. Guðlaug keypti plastsundlaug í Costco sem hún kom fyrir í bílskúrnum til að geta æft í lokununum vorið 2020. „Þetta var gert meira sem djók. En öllum fannst þetta alveg geggjað og mjög áhugavert. Maður reyndir að rúlla með þessu. Ég tók ekki margar æfingar þarna,“ segir Guðlaug Edda og bætir við: „Þetta var þegar maður var ekki viss hvort Ólympíuleikunum yrði frestað eða ekki og allar sundlaugar á Íslandi lokaðar. Maður gat ekki misst út mánuð af sundæfingum. Þetta var keypt sem djók en það vatt upp á sig. Sundlaugin er löngu farin á haugana, engar áhyggjur,“ „Maður leggur ýmislegt á sig. Þetta sýnir bara að ég var mjög ákveðin í þessu og sem betur fer tókst þetta,“ segir Guðlaug Edda. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan.
Þríþraut Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira