Geta ekki selt hús því ókunnugt fólk er með skráð lögheimili í því Jón Þór Stefánsson skrifar 23. júlí 2024 18:09 Loftmynd úr Reykjavík. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Hjón eiga í erfiðleikum með að selja húsið sitt vegna þess að þar eru einstaklingar, sem þau vita ekki hver eru og kannast ekki við, með skráð lögheimili. Þetta sagði maður sem vildi ekki láta nafn síns getið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við hjónin erum búin að eiga hús í þrjú ár sem við erum búin að leigja út. Leigjendurnir sögðu upp leigunni og fluttu út. Þá vorum við að velta fyrir okkur hvort við ættum að leigja út áfram eða selja, og við ákváðum að selja húsið,“ sagði maðurinn, sem útskýrði að hann hefði kíkt inn á Þjóðskrá og séð að þrír einstaklingar væru skráðir með lögheimili í húsinu. „Ég hef þá samband við fyrrverandi leigjenda og bið hann að taka sjálfan sig út, og þessa einstaklinga sem hann hafði skráð þarna inn án míns samþykkis.“ Maðurinn segist hafa fylgst vel með þessu á heimasíðu Þjóðskrár. Leigjandinn hafi skráð sig út en ekki hinir tveir. „Ég hringi í hann aftur. Þá segir hann að þetta sé flókið því þau séu ekki með neitt lögheimili annars staðar og geti ekki flutt það.“ Á meðan staðan er svona getur sala á húsinu ekki gengið í gegn, að sögn mannsins. Maðurinn segist hafa haft samband við Þjóðskrá, en hafa fengið ítrekuð svör um að biðtíminn eftir aðstoð sé mjög langur. Málið hafi komið upp í apríl og í maí hafi hann fyllt út form þar sem hann krafðist þess að fólkið yrði fært. „Þarna eru liðnir í kringum tveir mánuðir. Og ég fæ ítrekað sömu svörin um að það sé svona langur afgreiðslufrestur.“ Maðurinn segist hafa fengið þau svör frá Þjóðskrá að stofnunin hafi um að fjögur þúsund sams konar mál á sínu borði. Þess vegna sé biðtíminn svona langur. Erfitt að senda tilkynningu á einstakling með búsetu á röngum stað Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður húseigendafélagsins, tjáði sig um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að sams konar mál hafi verið til talsverðra vandræða fyrir nokkru síðan, en þá gat nánast hver sem er skráð lögheimili hvar sem honum sýndist. En brugðist var við því. Að hennar sögn á fólk að þurfa að sýna gögn þegar það skráir lögheimili, líkt og húsaleigusamning. Regluverkið eigi að sjá til þess að svona gerist ekki. Þá eigi fólk að geta tilkynnt það þegar einhver með lögheimili í húsinu þeirra sem á ekki að vera með það. „Þjóðskrá hefur þá heimild til að breyta lögheimilisskráningu. En á, áður en hún gerir það, að senda tilkynningu til viðkomandi sem er rangt skráður. Ég veit ekki alveg hvernig maður gerir það þegar viðkomandi er greinilega ekki búsettur þar sem hann segist vera búsettur.“ Hildi þætti eðlilegast að húseigandi þyrfti að samþykkja skráningu í lögheimili. Þá segir hún að húseigendafélagið muni berjast fyrir því að úr þessu verði bætt. Húsnæðismál Bítið Reykjavík síðdegis Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
„Við hjónin erum búin að eiga hús í þrjú ár sem við erum búin að leigja út. Leigjendurnir sögðu upp leigunni og fluttu út. Þá vorum við að velta fyrir okkur hvort við ættum að leigja út áfram eða selja, og við ákváðum að selja húsið,“ sagði maðurinn, sem útskýrði að hann hefði kíkt inn á Þjóðskrá og séð að þrír einstaklingar væru skráðir með lögheimili í húsinu. „Ég hef þá samband við fyrrverandi leigjenda og bið hann að taka sjálfan sig út, og þessa einstaklinga sem hann hafði skráð þarna inn án míns samþykkis.“ Maðurinn segist hafa fylgst vel með þessu á heimasíðu Þjóðskrár. Leigjandinn hafi skráð sig út en ekki hinir tveir. „Ég hringi í hann aftur. Þá segir hann að þetta sé flókið því þau séu ekki með neitt lögheimili annars staðar og geti ekki flutt það.“ Á meðan staðan er svona getur sala á húsinu ekki gengið í gegn, að sögn mannsins. Maðurinn segist hafa haft samband við Þjóðskrá, en hafa fengið ítrekuð svör um að biðtíminn eftir aðstoð sé mjög langur. Málið hafi komið upp í apríl og í maí hafi hann fyllt út form þar sem hann krafðist þess að fólkið yrði fært. „Þarna eru liðnir í kringum tveir mánuðir. Og ég fæ ítrekað sömu svörin um að það sé svona langur afgreiðslufrestur.“ Maðurinn segist hafa fengið þau svör frá Þjóðskrá að stofnunin hafi um að fjögur þúsund sams konar mál á sínu borði. Þess vegna sé biðtíminn svona langur. Erfitt að senda tilkynningu á einstakling með búsetu á röngum stað Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður húseigendafélagsins, tjáði sig um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að sams konar mál hafi verið til talsverðra vandræða fyrir nokkru síðan, en þá gat nánast hver sem er skráð lögheimili hvar sem honum sýndist. En brugðist var við því. Að hennar sögn á fólk að þurfa að sýna gögn þegar það skráir lögheimili, líkt og húsaleigusamning. Regluverkið eigi að sjá til þess að svona gerist ekki. Þá eigi fólk að geta tilkynnt það þegar einhver með lögheimili í húsinu þeirra sem á ekki að vera með það. „Þjóðskrá hefur þá heimild til að breyta lögheimilisskráningu. En á, áður en hún gerir það, að senda tilkynningu til viðkomandi sem er rangt skráður. Ég veit ekki alveg hvernig maður gerir það þegar viðkomandi er greinilega ekki búsettur þar sem hann segist vera búsettur.“ Hildi þætti eðlilegast að húseigandi þyrfti að samþykkja skráningu í lögheimili. Þá segir hún að húseigendafélagið muni berjast fyrir því að úr þessu verði bætt.
Húsnæðismál Bítið Reykjavík síðdegis Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira