Evrópuveisla á Stöð 2 Sport í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 25. júlí 2024 09:42 Danijel Djuric í leik Víkings Reykjavíkur gegn Shamrock Rovers hér heima á dögunum Vísir/Pawel Óhætt er að segja að framundan sé spennandi Evrópukvöld hér landi. Fjögur Bestu deildar lið verða í eldlínunni í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, leikir sem verða allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Kjartan Atli Kjartansson og Albert Brynjar Ingason verða á hliðarlínunni á Hlíðarenda á leik Vals og St.Mirren frá Skotlandi, sem verður sýndur á Stöð 2 Sport þar sem að eftir leiki kvöldsins verður farið yfir öll mörkin úr leikjunum fjórum, sem fara fram í Sambandsdeild Evrópu hér á landi í kvöld, og þeir leikir gerðir upp. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara N1-völlurinn: Valur – St. Mirren | Stöð 2 Sport klukkan 18:45 Valsmenn tryggðu sér sæti í 2.umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 6-2 sigri í einvígi sínu gegn albanska liðinu Vllaznia á dögunum. Einvígi sem skapaði margar fyrirsagnir eftir ólæti albanskra stuðningsmanna á N1-vellinum í fyrri leik liðanna sem lauk með 2-2 jafntefli. Valsmenn þrýstu fætinum hins vegar fast niður á bensíngjöfina í seinni leiknum í Albaníu og hreinlega völtuðu yfir lið Vllaznia með 4-0 sigri fyrir viku síðan. Er það síðast leikur liðsins fyrir leik kvöldsins. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fylgdist vel með því sem gerðist á vellinum gegna Vllaznia hér heima á dögunum.Vísir / Anton Brink Skoska liðið St.Mirren er á yfirstandandi tímabili að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan tímabilið 1987/88. Liðið tryggði sér þátttökurétt í undankeppni Sambandsdeildarinnar með því að enda í 5.sæti skosku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Tímabilið í Skotlandi er ekki hafið. St.Mirren hefur því undirbúið sig fyrir leik kvöldsins með æfingarleikjum. Nú síðast gegn enska D-deildar liðinu Carlisle United, leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Víkingsvöllur: Víkingur R. – Egnatia | Stöð 2 Sport 5 klukkan 18:45 Á Víkingsvelli í Fossvoginum taka ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur á móti albanska liðinu KF Egnatia. Um er að ræða fyrsta leik Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. Liðið tók fyrst þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en laut þar í lægra haldi gegn írska liðinu Shamrock Rovers og færðist því niður í Sambandsdeildina. Pablo Punyed í skallaeinvígi gegn leikmanni Shamrock Rovers.Vísir/Getty Lið KF Egnatia er ríkjandi meistari í Albaníu og féll, líkt og Víkingar, úr fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þar laut liðið í lægra haldi FK Borac Banja Luka frá Bosníu í einvígi sem réðst á vítaspyrnukeppni. Sjá einnig: „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ Samsungvöllur: Stjarnan – Paide | Stöð 2 Besta deildin klukkan 19:00 Lærisveinar Jökuls I. Elísabetarsonar lögðu norður-írska liðið Linfield að velli í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 4-3 sigri. Í 2.umferð undankeppninnar tekur við einvígi gegn eistneska liðinu Paide Linnameeskond. Stjarnan vann 2-0 sigur á Fylki hér heima í aðdraganda leiks kvöldsins. Stjarnan - Linfield Sambandsdeild karla Sumar 2024 Lið Paide er sem stendur í 4.sæti í eistnesku úrvalsdeildinni og sautján stigum frá toppliði Levadia Tallinn þegar að bæði lið hafa leikið tuttugu og einn leik. Levadia og Flora Tallinn eru jafnan talin sterkustu lið Eistlands og hafa þau jafnan ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við íslensk lið. Paide lagði Bala Town frá Wales að velli í einvígi liðanna í fyrstu umferð. Einvígi sem réðst í framlengingu í seinni leik liðanna. Sjá einnig: Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Kópavogsvöllur: Breiðablik – Drita | Stöð 2 Besta deildin 2 klukkan 19:15 Breiðablik reynir að endurtaka leikinn frá því á síðasta tímabili og tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Blikarnir lögðu norður-makedónska liðið Tikves að velli í fyrstu umferð undankeppninnar með samanlögðum 5-4 sigri í einvígi liðanna á dögunum og koma þeir fullir sjálfstrausts inn í leik kvöldsins eftir 4-2 öruggan sigur á KR í Bestu deildinni milli Evrópuverkefna. Viktor Karl, leikmaður Breiðabliks á harðaspretti í leik gegn Tikves á dögunumVísir/HAG Andstæðingur þeirra í 2.umferð er lið FC Drita frá Kósovó sem er að hefja vegferð sína í Evrópukeppni þetta árið með leiknum á Kópavogsvelli í kvöld. FC Drita endaði í 3.sæti efstu deildar Kósovó á síðasta tímabili, sem að lauk í júní síðastliðnum ytra. Sjá einnig: „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Við minnum svo á að eftir leiki íslensku liðanna í kvöld verður farið yfir öll mörkin úr leikjum þeirra og þeir leikir gerðir upp í beinni útsendingu frá N1-vellinum á Hlíðarenda á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu Sportið í dag Valur Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu geggjaða stoðsendingu Gylfa: „Eruð þið að grínast?“ Valsmenn fóru mikinn í Albaníu í gærkvöld er þeir rassskelltu lið Vllaznia til að tryggja sæti sitt í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. 19. júlí 2024 11:22 Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. 24. júlí 2024 19:30 „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og Albert Brynjar Ingason verða á hliðarlínunni á Hlíðarenda á leik Vals og St.Mirren frá Skotlandi, sem verður sýndur á Stöð 2 Sport þar sem að eftir leiki kvöldsins verður farið yfir öll mörkin úr leikjunum fjórum, sem fara fram í Sambandsdeild Evrópu hér á landi í kvöld, og þeir leikir gerðir upp. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara N1-völlurinn: Valur – St. Mirren | Stöð 2 Sport klukkan 18:45 Valsmenn tryggðu sér sæti í 2.umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 6-2 sigri í einvígi sínu gegn albanska liðinu Vllaznia á dögunum. Einvígi sem skapaði margar fyrirsagnir eftir ólæti albanskra stuðningsmanna á N1-vellinum í fyrri leik liðanna sem lauk með 2-2 jafntefli. Valsmenn þrýstu fætinum hins vegar fast niður á bensíngjöfina í seinni leiknum í Albaníu og hreinlega völtuðu yfir lið Vllaznia með 4-0 sigri fyrir viku síðan. Er það síðast leikur liðsins fyrir leik kvöldsins. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fylgdist vel með því sem gerðist á vellinum gegna Vllaznia hér heima á dögunum.Vísir / Anton Brink Skoska liðið St.Mirren er á yfirstandandi tímabili að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan tímabilið 1987/88. Liðið tryggði sér þátttökurétt í undankeppni Sambandsdeildarinnar með því að enda í 5.sæti skosku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Tímabilið í Skotlandi er ekki hafið. St.Mirren hefur því undirbúið sig fyrir leik kvöldsins með æfingarleikjum. Nú síðast gegn enska D-deildar liðinu Carlisle United, leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Víkingsvöllur: Víkingur R. – Egnatia | Stöð 2 Sport 5 klukkan 18:45 Á Víkingsvelli í Fossvoginum taka ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur á móti albanska liðinu KF Egnatia. Um er að ræða fyrsta leik Víkings í undankeppni Sambandsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. Liðið tók fyrst þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en laut þar í lægra haldi gegn írska liðinu Shamrock Rovers og færðist því niður í Sambandsdeildina. Pablo Punyed í skallaeinvígi gegn leikmanni Shamrock Rovers.Vísir/Getty Lið KF Egnatia er ríkjandi meistari í Albaníu og féll, líkt og Víkingar, úr fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þar laut liðið í lægra haldi FK Borac Banja Luka frá Bosníu í einvígi sem réðst á vítaspyrnukeppni. Sjá einnig: „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ Samsungvöllur: Stjarnan – Paide | Stöð 2 Besta deildin klukkan 19:00 Lærisveinar Jökuls I. Elísabetarsonar lögðu norður-írska liðið Linfield að velli í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 4-3 sigri. Í 2.umferð undankeppninnar tekur við einvígi gegn eistneska liðinu Paide Linnameeskond. Stjarnan vann 2-0 sigur á Fylki hér heima í aðdraganda leiks kvöldsins. Stjarnan - Linfield Sambandsdeild karla Sumar 2024 Lið Paide er sem stendur í 4.sæti í eistnesku úrvalsdeildinni og sautján stigum frá toppliði Levadia Tallinn þegar að bæði lið hafa leikið tuttugu og einn leik. Levadia og Flora Tallinn eru jafnan talin sterkustu lið Eistlands og hafa þau jafnan ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við íslensk lið. Paide lagði Bala Town frá Wales að velli í einvígi liðanna í fyrstu umferð. Einvígi sem réðst í framlengingu í seinni leik liðanna. Sjá einnig: Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Kópavogsvöllur: Breiðablik – Drita | Stöð 2 Besta deildin 2 klukkan 19:15 Breiðablik reynir að endurtaka leikinn frá því á síðasta tímabili og tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Blikarnir lögðu norður-makedónska liðið Tikves að velli í fyrstu umferð undankeppninnar með samanlögðum 5-4 sigri í einvígi liðanna á dögunum og koma þeir fullir sjálfstrausts inn í leik kvöldsins eftir 4-2 öruggan sigur á KR í Bestu deildinni milli Evrópuverkefna. Viktor Karl, leikmaður Breiðabliks á harðaspretti í leik gegn Tikves á dögunumVísir/HAG Andstæðingur þeirra í 2.umferð er lið FC Drita frá Kósovó sem er að hefja vegferð sína í Evrópukeppni þetta árið með leiknum á Kópavogsvelli í kvöld. FC Drita endaði í 3.sæti efstu deildar Kósovó á síðasta tímabili, sem að lauk í júní síðastliðnum ytra. Sjá einnig: „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Við minnum svo á að eftir leiki íslensku liðanna í kvöld verður farið yfir öll mörkin úr leikjum þeirra og þeir leikir gerðir upp í beinni útsendingu frá N1-vellinum á Hlíðarenda á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu Sportið í dag Valur Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu geggjaða stoðsendingu Gylfa: „Eruð þið að grínast?“ Valsmenn fóru mikinn í Albaníu í gærkvöld er þeir rassskelltu lið Vllaznia til að tryggja sæti sitt í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. 19. júlí 2024 11:22 Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. 24. júlí 2024 19:30 „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira
Sjáðu geggjaða stoðsendingu Gylfa: „Eruð þið að grínast?“ Valsmenn fóru mikinn í Albaníu í gærkvöld er þeir rassskelltu lið Vllaznia til að tryggja sæti sitt í næstu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. 19. júlí 2024 11:22
Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. 24. júlí 2024 19:30
„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00
„Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30