Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 12:40 JD Vance segir demókrata barnlausar kattarkonur. Jennifer Aniston segist ekki trúa því að mögulegur varaforseti láti slíkt út úr sér. Vísir Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Myndband af gömlu viðtali við JD Vance þar sem hann lýsir demókrötum sem „hópi barnlausra kattarkvenna sem lifa í eymd“ hefur farið á flug eftir að Trump útnefndi hann varaforsetaefni sitt á dögunum. Í viðtalinu, sem er frá árinu 2021, sagði Vance að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Aniston deildi myndbandinu á samfélagsmiðlinum Instagram og sagðist ekki trúa því að mögulega verðandi varaforseti Bandaríkjanna hefði látið slíkt út úr sér. „Það eina sem ég get sagt er...herra Vance, ég bið þess að dóttir þín verði þeirra gæfu aðnjótandi að eignast sín eigin börn einhvern daginn. Ég vona að hún þurfi ekki að nýta sér tæknifrjóvgun sem varakost vegna þess að þú ert að reyna að taka þann möguleika frá henni líka,“ skrifaði Aniston og vísaði til þess að Vance greiddi nýlega atkvæði gegn frumvarpi demókrata sem hefði tryggt landsmönnum rétt á tæknifrjóvgunarmeðferð sem sumir repúblikanar vilja banna eða takmarka. Málið stendur Aniston nærri þar sem hún hefur talað opinskátt um eigin erfiðleika við að reyna eignast barn með tæknifrjóvgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aniston, sem nú er 55 ára gömul, sagði tímaritinu Allure árið 2022 að „það skip væri siglt“. Ætti ekki að tala um annarra manna börn Í fyrrnefndu viðtali fór Vance einnig mikinn um barnleysi verðandi leiðtoga Demókrataflokksins og nefndi meðal annars Kamölu Harris, væntanlegt forsetaefni þeirra, og Pete Buttigieg sem hefur verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni hennar. „Allri framtíð demókrata er stýrt af barnlausu fólki. Hvernig er vit í því að við afhendum landið okkar fólki sem á ekki raunverulegra hagsmuna að gæta í því?“ sagði Vance sem lagði einnig til að börn fengju atkvæði í kosningum sem foreldrar þeirra gætu nýtt. Buttigieg sagði í vikunni að Vance hefði látið ummælin um sig og aðra demókrata falla á tíma sem hann og Chasten eiginmaður hans hefðu lent í bakslagi í ættleiðingarferli sínu. Þeir ættleiddu tvíbura. „Hann hefði ekki getað vitað það en það er kannski þess vegna sem þú ættir ekki að tala um börn annars fólks,“ sagði Buttigieg sem er samgönguráðherra Bandaríkjanna. Harris, varaforseti, er stjúpmóðir tveggja barna eiginmanns síns Dougs Emhoff. Börn og uppeldi Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bíó og sjónvarp Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira
Myndband af gömlu viðtali við JD Vance þar sem hann lýsir demókrötum sem „hópi barnlausra kattarkvenna sem lifa í eymd“ hefur farið á flug eftir að Trump útnefndi hann varaforsetaefni sitt á dögunum. Í viðtalinu, sem er frá árinu 2021, sagði Vance að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Aniston deildi myndbandinu á samfélagsmiðlinum Instagram og sagðist ekki trúa því að mögulega verðandi varaforseti Bandaríkjanna hefði látið slíkt út úr sér. „Það eina sem ég get sagt er...herra Vance, ég bið þess að dóttir þín verði þeirra gæfu aðnjótandi að eignast sín eigin börn einhvern daginn. Ég vona að hún þurfi ekki að nýta sér tæknifrjóvgun sem varakost vegna þess að þú ert að reyna að taka þann möguleika frá henni líka,“ skrifaði Aniston og vísaði til þess að Vance greiddi nýlega atkvæði gegn frumvarpi demókrata sem hefði tryggt landsmönnum rétt á tæknifrjóvgunarmeðferð sem sumir repúblikanar vilja banna eða takmarka. Málið stendur Aniston nærri þar sem hún hefur talað opinskátt um eigin erfiðleika við að reyna eignast barn með tæknifrjóvgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aniston, sem nú er 55 ára gömul, sagði tímaritinu Allure árið 2022 að „það skip væri siglt“. Ætti ekki að tala um annarra manna börn Í fyrrnefndu viðtali fór Vance einnig mikinn um barnleysi verðandi leiðtoga Demókrataflokksins og nefndi meðal annars Kamölu Harris, væntanlegt forsetaefni þeirra, og Pete Buttigieg sem hefur verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni hennar. „Allri framtíð demókrata er stýrt af barnlausu fólki. Hvernig er vit í því að við afhendum landið okkar fólki sem á ekki raunverulegra hagsmuna að gæta í því?“ sagði Vance sem lagði einnig til að börn fengju atkvæði í kosningum sem foreldrar þeirra gætu nýtt. Buttigieg sagði í vikunni að Vance hefði látið ummælin um sig og aðra demókrata falla á tíma sem hann og Chasten eiginmaður hans hefðu lent í bakslagi í ættleiðingarferli sínu. Þeir ættleiddu tvíbura. „Hann hefði ekki getað vitað það en það er kannski þess vegna sem þú ættir ekki að tala um börn annars fólks,“ sagði Buttigieg sem er samgönguráðherra Bandaríkjanna. Harris, varaforseti, er stjúpmóðir tveggja barna eiginmanns síns Dougs Emhoff.
Börn og uppeldi Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bíó og sjónvarp Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira