Aðeins tveir af fimm keppendum Íslands mæta á Setningarhátíð ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 23:01 Íslensku keppendurnir fimm eru Hákon Þór Svavarsson, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir. @isiiceland) Ísland sendir aðeins fimm keppendur á Ólympíuleikana í ár og meira en helmingur hópsins verður fjarverandi þegar leikarnir verða settir á morgun. Setningarhátíð Ólympíuleikanna í París verður allt öðruvísi sniði en við þekkjum. Innganga keppenda á þessa glæsilegu hátíð verður ekki inn á Ólympíuleikvanginn eins og áður hefur tíðkaðist. Að þessu sinni mun hún fara fram utan leikvangs og vera haldin í hjarta Parísar, því keppendur munu sigla á bátum eftir ánni Signu. Til að ferja alla 10.500 keppendurnar þarf 94 báta og mun bátaröðin sigla sex kílómetra leið. Fánaberar Íslands verða Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, og Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður. Aðrir keppendur hafa ekki tök á því að vera með en fleiri úr teymi íslenska hópsins munu vera fulltrúar Íslands í þessari athöfn. Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir verða því ekki á setningarhátíðinni á morgun. Anton Sveinn keppir 27. júlí en Snæfríður Sól 28. júlí. Erna Sóley keppir ekki fyrr en 8. ágúst. Þjóðirnar munu sigla eftir ánni í stafrófsröð en fulltrúar Grikklands verða fyrstir í röðinni og gestgjafar leikanna, Frakkar, munu reka lestina, að hefðbundnum sið. Byrjun siglingarinnar verður við Austerlitz brúnna hjá Jardin des Plantes kl.19.30 (kl.17.30 á íslenskum tíma). Síðan verður siglt í miðju borgarinnar og framhjá eyjunum Saint Louis og de la Cité. Siglt verður framhjá hluta af keppnisstöðum leikanna, svo sem La Concorde, the Esplanade des Invalides, the Grand Palais og Iéna brúarinnar, áður en komið er loks að Trocadéro. Í bátunum verða myndavélar sem sýna keppendur um borð og verður því auðvelt fyrir alla áhugasama um allan heim að fylgjast með íþróttahetjunum sínum. Einnig verða skjáir um alla Parísarborg svo að sem flestir í borginni geti upplifað þessa sögulegu stund. Áhorfendur á setningarhátíðinni sjálfri hafa aldrei verið fleiri þar sem nokkrir staðir munu bjóða uppá að hægt sé að fylgjast með þegar bátaröðin siglir framhjá og á endastöð. Endastöðin verður í Trocadéro, en þar mun hinn hefðbundni lokakafli setningarahátíðarinnar fara fram. Má þar nefna skemmtiatriði og þegar kyndlagöngunni lýkur og kveikt verður á Ólympíueldinum, en Ólympíueldurinn mun loga alla leikana á táknrænan hátt. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Sjá meira
Setningarhátíð Ólympíuleikanna í París verður allt öðruvísi sniði en við þekkjum. Innganga keppenda á þessa glæsilegu hátíð verður ekki inn á Ólympíuleikvanginn eins og áður hefur tíðkaðist. Að þessu sinni mun hún fara fram utan leikvangs og vera haldin í hjarta Parísar, því keppendur munu sigla á bátum eftir ánni Signu. Til að ferja alla 10.500 keppendurnar þarf 94 báta og mun bátaröðin sigla sex kílómetra leið. Fánaberar Íslands verða Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, og Hákon Þór Svavarsson, skotíþróttamaður. Aðrir keppendur hafa ekki tök á því að vera með en fleiri úr teymi íslenska hópsins munu vera fulltrúar Íslands í þessari athöfn. Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir verða því ekki á setningarhátíðinni á morgun. Anton Sveinn keppir 27. júlí en Snæfríður Sól 28. júlí. Erna Sóley keppir ekki fyrr en 8. ágúst. Þjóðirnar munu sigla eftir ánni í stafrófsröð en fulltrúar Grikklands verða fyrstir í röðinni og gestgjafar leikanna, Frakkar, munu reka lestina, að hefðbundnum sið. Byrjun siglingarinnar verður við Austerlitz brúnna hjá Jardin des Plantes kl.19.30 (kl.17.30 á íslenskum tíma). Síðan verður siglt í miðju borgarinnar og framhjá eyjunum Saint Louis og de la Cité. Siglt verður framhjá hluta af keppnisstöðum leikanna, svo sem La Concorde, the Esplanade des Invalides, the Grand Palais og Iéna brúarinnar, áður en komið er loks að Trocadéro. Í bátunum verða myndavélar sem sýna keppendur um borð og verður því auðvelt fyrir alla áhugasama um allan heim að fylgjast með íþróttahetjunum sínum. Einnig verða skjáir um alla Parísarborg svo að sem flestir í borginni geti upplifað þessa sögulegu stund. Áhorfendur á setningarhátíðinni sjálfri hafa aldrei verið fleiri þar sem nokkrir staðir munu bjóða uppá að hægt sé að fylgjast með þegar bátaröðin siglir framhjá og á endastöð. Endastöðin verður í Trocadéro, en þar mun hinn hefðbundni lokakafli setningarahátíðarinnar fara fram. Má þar nefna skemmtiatriði og þegar kyndlagöngunni lýkur og kveikt verður á Ólympíueldinum, en Ólympíueldurinn mun loga alla leikana á táknrænan hátt. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Sjá meira