Stýrivextir verða að lækka Fjóla Einarsdóttir skrifar 26. júlí 2024 07:00 Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að styðja við smáframleiðendur og versla við litlu staðina sem leggja allt sitt í að framleiða vöru eða þjónusta þig í sinni heimabyggð. Þið sjáið fréttir vikulega um litla staði sem fara í gjaldþrot. Ástæðan er svo einföld. Seðlabanki Íslands. Stýrivextir í hæstu hæðum. Það eru ekki bara smáframleiðendur og lítil fyrirtæki sem eru að bugast. Allir þeir sem hafa litla innkomu þola ekki að húsnæðislánin hafi hækkað svona mikið seinustu mánuði og ár. Já seinustu ár! Þetta tímabil stýrivaxta í hæstu hæðum hefur verið of langt. Við erum að tala um að lítil fyrirtæki sem hafa jafnvel verið starfandi í yfir 30 ár eru að bugast. Þetta er einfaldlega ekki hægt. Þeir sem minnst mega sín geta ekki meir. Álagið er of mikið. Næsta ákvörðun Seðlabanka Íslands er áætluð í lok ágúst. Verður sú ákvörðun hengingaról litlu fyrirtækjanna og þeirra einstaklinga sem minnst hafa á milli handanna eða fáum við veglega lækkun eftir að hafa tekið duglega þátt í að ná verðbólgunni niður seinustu mánuði. Ásgeir og þið hin sem hafið lífæð okkar í ykkar höndum? Hvað ætlið þið að gera? Við hin. Hvað er hægt að gera? Hvað getum við gert kæru Íslendingar á meðan ástandið er svona? Við getum verslað í heimabyggð. Við getum verslað íslenskt. Á ferð um landið skulum við stoppa á litlu stöðunum. Snæða á Skúrnum í Stykkishólmi, stoppa við á Völlum í Svarfaðardal, Litlu kaffistofunni, steinasafni Petru og kaffi Sunnó á Stöðvarfirði, Valkyrjunni i Reykjavík, Nándinni í Hafnarfirði, Ölverki, Rósarkaffi, Skyrgerðinni, Matkránni og Hoflandi í Hveragerði, Halldórskaffi í Vík, GK bakarí, Made in Iceland og Kaffi krús á Selfossi. Ég gæti talið upp svo mikið af litlum fallegum stöðum um land allt þar sem hugsað er vel um alla sem þangað koma. Allt lagt undir. Eigendur sjálfir standa vaktina. Við Íslendingar þurfum að standa saman með smáframleiðendum og litlu fyrirtækjunum þegar Seðlabanki Íslands er atvinnulífið á Íslandi að drepa með stýrivöxtum. Við þurfum að standa saman og versla á litlu mörkuðunum á bæjarhátíðunum í sumar um allt land. Við þurfum að styðja við smáframleiðendur. Já og á meðan staðan er svona á íslenskum fjármálamarkaði þá þurfum við að vera duglega að setja inn í frískápana í hverju samfélagi, þau sem minnst hafa á milli handanna eiga engan aur seinustu daga hver einustu mánaðarmót og það á enginn að fara að sofa svangur í ríku landi eins og Íslandi. Það er þó staðreynd í okkar fallega landi. Skömm að því. Að lokum langar mig til að segja að þegar ég bjó í Dakar, Senegal vestur Afríku, fékk ég að gjöf 100 lítra af vatni frá vinum mínum sem bjuggu í öðru hverfi eftir átta daga vatnsleysi hjá okkur fjölskyldunni. Ég hef aldrei á ævinni verið eins glöð eins og þann dag sem ég fékk þessa vatnsgjöf. Við hér á Íslandi erum rík þjóð. Við höfum aldrei þurft að upplifa skort af vatni. Ég er þakklát fyrir að hafa upplifað vatn sem gjöf. Vandi okkar hér á Íslandi er sjálfskapaður og hann er hægt að leysa. Vilji stjórnvalda og Seðlabanka Íslands til þess að leysa vandann er það eina sem vantar upp á. Við vitum að stéttarfélögin eru svo sannarlega búin að gera sitt. Ásgeir og þið hin sem hafið allt um málið að segja. Við erum að gera okkar besta. Nú er þitt og ykkar að leysa vandann með einu pennastriki. Einu pennastriki! Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að styðja við smáframleiðendur og versla við litlu staðina sem leggja allt sitt í að framleiða vöru eða þjónusta þig í sinni heimabyggð. Þið sjáið fréttir vikulega um litla staði sem fara í gjaldþrot. Ástæðan er svo einföld. Seðlabanki Íslands. Stýrivextir í hæstu hæðum. Það eru ekki bara smáframleiðendur og lítil fyrirtæki sem eru að bugast. Allir þeir sem hafa litla innkomu þola ekki að húsnæðislánin hafi hækkað svona mikið seinustu mánuði og ár. Já seinustu ár! Þetta tímabil stýrivaxta í hæstu hæðum hefur verið of langt. Við erum að tala um að lítil fyrirtæki sem hafa jafnvel verið starfandi í yfir 30 ár eru að bugast. Þetta er einfaldlega ekki hægt. Þeir sem minnst mega sín geta ekki meir. Álagið er of mikið. Næsta ákvörðun Seðlabanka Íslands er áætluð í lok ágúst. Verður sú ákvörðun hengingaról litlu fyrirtækjanna og þeirra einstaklinga sem minnst hafa á milli handanna eða fáum við veglega lækkun eftir að hafa tekið duglega þátt í að ná verðbólgunni niður seinustu mánuði. Ásgeir og þið hin sem hafið lífæð okkar í ykkar höndum? Hvað ætlið þið að gera? Við hin. Hvað er hægt að gera? Hvað getum við gert kæru Íslendingar á meðan ástandið er svona? Við getum verslað í heimabyggð. Við getum verslað íslenskt. Á ferð um landið skulum við stoppa á litlu stöðunum. Snæða á Skúrnum í Stykkishólmi, stoppa við á Völlum í Svarfaðardal, Litlu kaffistofunni, steinasafni Petru og kaffi Sunnó á Stöðvarfirði, Valkyrjunni i Reykjavík, Nándinni í Hafnarfirði, Ölverki, Rósarkaffi, Skyrgerðinni, Matkránni og Hoflandi í Hveragerði, Halldórskaffi í Vík, GK bakarí, Made in Iceland og Kaffi krús á Selfossi. Ég gæti talið upp svo mikið af litlum fallegum stöðum um land allt þar sem hugsað er vel um alla sem þangað koma. Allt lagt undir. Eigendur sjálfir standa vaktina. Við Íslendingar þurfum að standa saman með smáframleiðendum og litlu fyrirtækjunum þegar Seðlabanki Íslands er atvinnulífið á Íslandi að drepa með stýrivöxtum. Við þurfum að standa saman og versla á litlu mörkuðunum á bæjarhátíðunum í sumar um allt land. Við þurfum að styðja við smáframleiðendur. Já og á meðan staðan er svona á íslenskum fjármálamarkaði þá þurfum við að vera duglega að setja inn í frískápana í hverju samfélagi, þau sem minnst hafa á milli handanna eiga engan aur seinustu daga hver einustu mánaðarmót og það á enginn að fara að sofa svangur í ríku landi eins og Íslandi. Það er þó staðreynd í okkar fallega landi. Skömm að því. Að lokum langar mig til að segja að þegar ég bjó í Dakar, Senegal vestur Afríku, fékk ég að gjöf 100 lítra af vatni frá vinum mínum sem bjuggu í öðru hverfi eftir átta daga vatnsleysi hjá okkur fjölskyldunni. Ég hef aldrei á ævinni verið eins glöð eins og þann dag sem ég fékk þessa vatnsgjöf. Við hér á Íslandi erum rík þjóð. Við höfum aldrei þurft að upplifa skort af vatni. Ég er þakklát fyrir að hafa upplifað vatn sem gjöf. Vandi okkar hér á Íslandi er sjálfskapaður og hann er hægt að leysa. Vilji stjórnvalda og Seðlabanka Íslands til þess að leysa vandann er það eina sem vantar upp á. Við vitum að stéttarfélögin eru svo sannarlega búin að gera sitt. Ásgeir og þið hin sem hafið allt um málið að segja. Við erum að gera okkar besta. Nú er þitt og ykkar að leysa vandann með einu pennastriki. Einu pennastriki! Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar