Hringvegurinn líklega lokaður til kvölds Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2024 12:09 Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. Hringvegurinn fór í sundur á sjö hundruð metra kafla um hádegisbil í gær austanmegin brúarinnar við ánna Skálm. Vegagerðin lokaði því veginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs en viðgerð hófst í gær og svo aftur snemma í morgun. Hátt í tíu manns frá Vegagerðinni gera við veginn og eru tvær gröfur notaðar í verkefnið. Svanur Bjarnason svæðisstjóri hjá Vegagerðinni býst hins vegar ekki við því að það takist að opna veginn fyrr en undir kvöld. „Það hefur sjatnað mikið í ánni. Það var byrjað að gera við veginn strax i morgun að keyra fyllingu í gatið sem rofnaði austan við brúnna. Það þarf heilmikið efni í verkefnið en vegurinn er skemmdur á sjö hundruð metra kafla og er því mjög þröngur,“ segir Svanur. Aðspurður um hversu langan tíma viðgerðin taki svarar Svanur: „Það er mjög erfitt að svara því núna en við erum að gæla við að okkur takist að hleypa einhverri umferð á með takmörkunum undir kvöld. Vegurinn verður bara einbreiður til að byrja með. Þetta á svo bara eftir að koma í ljós þegar líður á daginn.“ Sérbúnir bílar hafa getað keyrt hjáleið um Fjallabak nyrðra. Svanur segir að vegna mikillar úrkomu geti sú leið líka orðið illfær. „Þessi leið hefur verið jeppafær en gæti líka lokast vegna mikillar rigningar í dag og þar að leiðandi mikils vatnsmagns í ám,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Hringvegurinn fór í sundur á sjö hundruð metra kafla um hádegisbil í gær austanmegin brúarinnar við ánna Skálm. Vegagerðin lokaði því veginum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs en viðgerð hófst í gær og svo aftur snemma í morgun. Hátt í tíu manns frá Vegagerðinni gera við veginn og eru tvær gröfur notaðar í verkefnið. Svanur Bjarnason svæðisstjóri hjá Vegagerðinni býst hins vegar ekki við því að það takist að opna veginn fyrr en undir kvöld. „Það hefur sjatnað mikið í ánni. Það var byrjað að gera við veginn strax i morgun að keyra fyllingu í gatið sem rofnaði austan við brúnna. Það þarf heilmikið efni í verkefnið en vegurinn er skemmdur á sjö hundruð metra kafla og er því mjög þröngur,“ segir Svanur. Aðspurður um hversu langan tíma viðgerðin taki svarar Svanur: „Það er mjög erfitt að svara því núna en við erum að gæla við að okkur takist að hleypa einhverri umferð á með takmörkunum undir kvöld. Vegurinn verður bara einbreiður til að byrja með. Þetta á svo bara eftir að koma í ljós þegar líður á daginn.“ Sérbúnir bílar hafa getað keyrt hjáleið um Fjallabak nyrðra. Svanur segir að vegna mikillar úrkomu geti sú leið líka orðið illfær. „Þessi leið hefur verið jeppafær en gæti líka lokast vegna mikillar rigningar í dag og þar að leiðandi mikils vatnsmagns í ám,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira