Pabbi Endrick gat ekki hætt að gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 10:31 Endrick fór líka að gráta þegar hann sá föður sinn gráta á kynningarhátíð brasilíska undrabarnsins á Estadio Santiago Bernabeu. Getty/Angel Martinez Real Madrid kynnti brasilíska undrabarnið Endrick til leiks um helgina og það var risastór stund fyrir fjölskyldu hins átján ára gamla Endrick. Foreldrar Endrick voru bæði mætt á Santiago Bernabeu og viðbrögð föðurins vöktu sérstaka athygli. Faðir hans, Douglas de Sousa Silva Ramos, gat nefnilega ekki hætt að gráta. Tilfinningar voru hreinlega að bera hann ofurliði og kannski ekki af ástæðulausu. Fabrizio Romano sagðist vita ástæðuna fyrir þessum miklu og sterku viðbrögðum Douglas de Sousa á þessum tímapunkti. Hann rifjaði upp þegar Douglas de Sousa sagði sögu af drengnum sínum. Pabbi, ég er svo svangur „Ég man það enn í dag þegar Endrick var strákur og kom til mín. Hann bað um eitthvað að borða: Pabbi, ég er svo svangur,“ sagði Douglas. „Ég sagði við Endrick, son minn. Ég á bara ekkert handa þér. Þá byrjaði ég að gráta og hann fór að gráta líka. Hann faðmaði mig síðan lengi,“ sagði Douglas en hélt áfram: „Strákurinn snéri síðan að mér og sagði: Pabbi, ekki hafa áhyggjur. Ég verð fótboltamaður og mun hjálpa þér út úr þessum vandræðum,“ rifjaði Douglas upp. Treyja númer sextán „Þetta var árið 2016 og ég var að vinna við að byggja nýtt hús í Céu Azul. Ég var þarna að vinna í Palmeiras-treyju númer sextán. Árið 2022 þá lék Endrick sinn fyrsta leik sem atvinnumaður með Palmeiras og í treyju númer sextán,“ sagði Douglas. Þarna stóð strákurinn hans við hlið Florentino Pérez, forseta Real Madrid, fyrir framan fjörutíu þúsund stuðningsmenn og haldandi á Real Madrid treyju númer sextán. Það er kannski ekkert skrýtið að tárin hafi runnið hjá föður hans. Endrick fór líka sjálfur að gráta þegar hann sá tárin renna hjá föður sínum. Endrick hefur unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu og nú verður fróðlegt að sjá hvert hlutverk hans verður hjá mjög vel mönnuðu liði Real Madrid sem er líka að kynna Kylian Mbappé til leiks í haust. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Skipuleggja Ratcliffe mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Foreldrar Endrick voru bæði mætt á Santiago Bernabeu og viðbrögð föðurins vöktu sérstaka athygli. Faðir hans, Douglas de Sousa Silva Ramos, gat nefnilega ekki hætt að gráta. Tilfinningar voru hreinlega að bera hann ofurliði og kannski ekki af ástæðulausu. Fabrizio Romano sagðist vita ástæðuna fyrir þessum miklu og sterku viðbrögðum Douglas de Sousa á þessum tímapunkti. Hann rifjaði upp þegar Douglas de Sousa sagði sögu af drengnum sínum. Pabbi, ég er svo svangur „Ég man það enn í dag þegar Endrick var strákur og kom til mín. Hann bað um eitthvað að borða: Pabbi, ég er svo svangur,“ sagði Douglas. „Ég sagði við Endrick, son minn. Ég á bara ekkert handa þér. Þá byrjaði ég að gráta og hann fór að gráta líka. Hann faðmaði mig síðan lengi,“ sagði Douglas en hélt áfram: „Strákurinn snéri síðan að mér og sagði: Pabbi, ekki hafa áhyggjur. Ég verð fótboltamaður og mun hjálpa þér út úr þessum vandræðum,“ rifjaði Douglas upp. Treyja númer sextán „Þetta var árið 2016 og ég var að vinna við að byggja nýtt hús í Céu Azul. Ég var þarna að vinna í Palmeiras-treyju númer sextán. Árið 2022 þá lék Endrick sinn fyrsta leik sem atvinnumaður með Palmeiras og í treyju númer sextán,“ sagði Douglas. Þarna stóð strákurinn hans við hlið Florentino Pérez, forseta Real Madrid, fyrir framan fjörutíu þúsund stuðningsmenn og haldandi á Real Madrid treyju númer sextán. Það er kannski ekkert skrýtið að tárin hafi runnið hjá föður hans. Endrick fór líka sjálfur að gráta þegar hann sá tárin renna hjá föður sínum. Endrick hefur unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu og nú verður fróðlegt að sjá hvert hlutverk hans verður hjá mjög vel mönnuðu liði Real Madrid sem er líka að kynna Kylian Mbappé til leiks í haust. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Skipuleggja Ratcliffe mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira