Pabbi Endrick gat ekki hætt að gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 10:31 Endrick fór líka að gráta þegar hann sá föður sinn gráta á kynningarhátíð brasilíska undrabarnsins á Estadio Santiago Bernabeu. Getty/Angel Martinez Real Madrid kynnti brasilíska undrabarnið Endrick til leiks um helgina og það var risastór stund fyrir fjölskyldu hins átján ára gamla Endrick. Foreldrar Endrick voru bæði mætt á Santiago Bernabeu og viðbrögð föðurins vöktu sérstaka athygli. Faðir hans, Douglas de Sousa Silva Ramos, gat nefnilega ekki hætt að gráta. Tilfinningar voru hreinlega að bera hann ofurliði og kannski ekki af ástæðulausu. Fabrizio Romano sagðist vita ástæðuna fyrir þessum miklu og sterku viðbrögðum Douglas de Sousa á þessum tímapunkti. Hann rifjaði upp þegar Douglas de Sousa sagði sögu af drengnum sínum. Pabbi, ég er svo svangur „Ég man það enn í dag þegar Endrick var strákur og kom til mín. Hann bað um eitthvað að borða: Pabbi, ég er svo svangur,“ sagði Douglas. „Ég sagði við Endrick, son minn. Ég á bara ekkert handa þér. Þá byrjaði ég að gráta og hann fór að gráta líka. Hann faðmaði mig síðan lengi,“ sagði Douglas en hélt áfram: „Strákurinn snéri síðan að mér og sagði: Pabbi, ekki hafa áhyggjur. Ég verð fótboltamaður og mun hjálpa þér út úr þessum vandræðum,“ rifjaði Douglas upp. Treyja númer sextán „Þetta var árið 2016 og ég var að vinna við að byggja nýtt hús í Céu Azul. Ég var þarna að vinna í Palmeiras-treyju númer sextán. Árið 2022 þá lék Endrick sinn fyrsta leik sem atvinnumaður með Palmeiras og í treyju númer sextán,“ sagði Douglas. Þarna stóð strákurinn hans við hlið Florentino Pérez, forseta Real Madrid, fyrir framan fjörutíu þúsund stuðningsmenn og haldandi á Real Madrid treyju númer sextán. Það er kannski ekkert skrýtið að tárin hafi runnið hjá föður hans. Endrick fór líka sjálfur að gráta þegar hann sá tárin renna hjá föður sínum. Endrick hefur unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu og nú verður fróðlegt að sjá hvert hlutverk hans verður hjá mjög vel mönnuðu liði Real Madrid sem er líka að kynna Kylian Mbappé til leiks í haust. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Sjá meira
Foreldrar Endrick voru bæði mætt á Santiago Bernabeu og viðbrögð föðurins vöktu sérstaka athygli. Faðir hans, Douglas de Sousa Silva Ramos, gat nefnilega ekki hætt að gráta. Tilfinningar voru hreinlega að bera hann ofurliði og kannski ekki af ástæðulausu. Fabrizio Romano sagðist vita ástæðuna fyrir þessum miklu og sterku viðbrögðum Douglas de Sousa á þessum tímapunkti. Hann rifjaði upp þegar Douglas de Sousa sagði sögu af drengnum sínum. Pabbi, ég er svo svangur „Ég man það enn í dag þegar Endrick var strákur og kom til mín. Hann bað um eitthvað að borða: Pabbi, ég er svo svangur,“ sagði Douglas. „Ég sagði við Endrick, son minn. Ég á bara ekkert handa þér. Þá byrjaði ég að gráta og hann fór að gráta líka. Hann faðmaði mig síðan lengi,“ sagði Douglas en hélt áfram: „Strákurinn snéri síðan að mér og sagði: Pabbi, ekki hafa áhyggjur. Ég verð fótboltamaður og mun hjálpa þér út úr þessum vandræðum,“ rifjaði Douglas upp. Treyja númer sextán „Þetta var árið 2016 og ég var að vinna við að byggja nýtt hús í Céu Azul. Ég var þarna að vinna í Palmeiras-treyju númer sextán. Árið 2022 þá lék Endrick sinn fyrsta leik sem atvinnumaður með Palmeiras og í treyju númer sextán,“ sagði Douglas. Þarna stóð strákurinn hans við hlið Florentino Pérez, forseta Real Madrid, fyrir framan fjörutíu þúsund stuðningsmenn og haldandi á Real Madrid treyju númer sextán. Það er kannski ekkert skrýtið að tárin hafi runnið hjá föður hans. Endrick fór líka sjálfur að gráta þegar hann sá tárin renna hjá föður sínum. Endrick hefur unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu og nú verður fróðlegt að sjá hvert hlutverk hans verður hjá mjög vel mönnuðu liði Real Madrid sem er líka að kynna Kylian Mbappé til leiks í haust. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn