Ferðamenn í vanda í ám á Fjallabaksleið og Þórsmörk Telma Tómasson skrifar 29. júlí 2024 09:45 Ökumenn festu bíla sína í Hólmsá á Fjallabaksleið í gær. Landsbjörg Nokkur fjöldi ökumanna lenti í erfiðleikum í vaðinu í Hólmsá á Fjallabaksleið syðri síðdegis í gær og gærkvöldi, áður en þjóðvegur 1 var opnaður. Björgunarsveitamenn komu ferðamönnunum til aðstoðar en skilja þurfti þrjá bíla eftir. Talsverð umferð var um báðar Fjallabaksleiðirnar, en þangað hafði umferð vel búinn bíla verið beint til að komast fyrir vegalokun vegna jökulhlaupsins úr Mýrdalsjökli. Töluvert var í ánni vegna úrkomu og vatnavaxta. Draga þurfti nokkra bíla úr Hólmsá en þrjá bíla þurfti að skilja eftir og var ferðafólkinu komið til byggða. Öðrum á vanbúnum bílum var snúið við. Liðsmenn fjögurra björgunarsveita, Víkverja, Stjörnunnar, Kyndils og Lífgjafar í Álftaveri komu að verkefninu, en þeir höfðu verið að störfum á svæðinu í allan gærdag vegna jökulhlaupsins. Einn bílanna sem þurfti að skilja eftir var rafbíll sem var óökuhæfur, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Þá lentu ferðamenn í vanda í Krossá í Þórsmörk um miðnætti í nótt. Skálaverðir í Langadal komu þeim til bjargar, en þeir eru jafnframt liðsmenn björgunarsveita og þurfti því ekki að kalla eftir frekari aðstoð. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og varaði Veðurstofan við vatnavöxtum í ám á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með. Björgunarsveitir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Talsverð umferð var um báðar Fjallabaksleiðirnar, en þangað hafði umferð vel búinn bíla verið beint til að komast fyrir vegalokun vegna jökulhlaupsins úr Mýrdalsjökli. Töluvert var í ánni vegna úrkomu og vatnavaxta. Draga þurfti nokkra bíla úr Hólmsá en þrjá bíla þurfti að skilja eftir og var ferðafólkinu komið til byggða. Öðrum á vanbúnum bílum var snúið við. Liðsmenn fjögurra björgunarsveita, Víkverja, Stjörnunnar, Kyndils og Lífgjafar í Álftaveri komu að verkefninu, en þeir höfðu verið að störfum á svæðinu í allan gærdag vegna jökulhlaupsins. Einn bílanna sem þurfti að skilja eftir var rafbíll sem var óökuhæfur, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Þá lentu ferðamenn í vanda í Krossá í Þórsmörk um miðnætti í nótt. Skálaverðir í Langadal komu þeim til bjargar, en þeir eru jafnframt liðsmenn björgunarsveita og þurfti því ekki að kalla eftir frekari aðstoð. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og varaði Veðurstofan við vatnavöxtum í ám á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með.
Björgunarsveitir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira