Misstu af syninum vinna Ólympíuverðlaun af því að þau keyptu ranga miða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 12:32 Victor Lindgren fagnar Ólympíusilfri sínu en foreldrar hans misstu því miður af keppninni. Getty/Charles McQuillan Sænski skotíþróttamaðurinn Victor Lindgren vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í gær en hrakfarir foreldra hans vöktu líka athygli. Lindgren varð í öðru sæti í keppni með riffli af tíu metra færi. Gullverðlaunin fóru til Kínverjans Sheng Lihao og bronsið til Króatans Miran Maricic. Sá kínverski er aðeins nítján ára gamall en Króatinn var reynsluboltinn á verðlaunapallinum enda orðinn 27 ára. Lindgren er nefnilega aðeins 21 árs gamall og að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Hann varð aðeins sjötti í undankeppninni en nýtti skotin sín vel þegar allt var undir í úrslitunum. Lindgren brosti líka út að eyrum þegar sænskir fjölmiðlar ræddu við hann eftir keppnina. Hann hrósaði foreldrum sínum fyrir stuðninginn en þá kom í ljós að þeir voru vissulega í París en misstu af keppninni hans. Móðir hans sagði síðan hálf vandræðaleg frá ástæðunni fyrir því. Foreldrarnir keyptu vissulega fjóra miða og héldu að þau væri að kaupa miða á keppni sonarins. Svo kom í ljós að þetta voru miðar á allt aðra keppni. „Við vorum svo glöð í gær af því að við náðum fjórum miðum. Vandamálið var bara að það var fyrir keppni í leirdúfuskotfmi,“ sagði Ulrika, móðir hans, og hló. Strákurinn notar riffill í sinni keppni en ekki haglabyssu. Miðarnir voru því í keppni í Leirdúfuskotfimi á föstudaginn en í þeirri keppni keppir einmitt Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Skotíþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Lindgren varð í öðru sæti í keppni með riffli af tíu metra færi. Gullverðlaunin fóru til Kínverjans Sheng Lihao og bronsið til Króatans Miran Maricic. Sá kínverski er aðeins nítján ára gamall en Króatinn var reynsluboltinn á verðlaunapallinum enda orðinn 27 ára. Lindgren er nefnilega aðeins 21 árs gamall og að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Hann varð aðeins sjötti í undankeppninni en nýtti skotin sín vel þegar allt var undir í úrslitunum. Lindgren brosti líka út að eyrum þegar sænskir fjölmiðlar ræddu við hann eftir keppnina. Hann hrósaði foreldrum sínum fyrir stuðninginn en þá kom í ljós að þeir voru vissulega í París en misstu af keppninni hans. Móðir hans sagði síðan hálf vandræðaleg frá ástæðunni fyrir því. Foreldrarnir keyptu vissulega fjóra miða og héldu að þau væri að kaupa miða á keppni sonarins. Svo kom í ljós að þetta voru miðar á allt aðra keppni. „Við vorum svo glöð í gær af því að við náðum fjórum miðum. Vandamálið var bara að það var fyrir keppni í leirdúfuskotfmi,“ sagði Ulrika, móðir hans, og hló. Strákurinn notar riffill í sinni keppni en ekki haglabyssu. Miðarnir voru því í keppni í Leirdúfuskotfimi á föstudaginn en í þeirri keppni keppir einmitt Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Skotíþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira