Óeirð á hjúkrunarheimilum vegna endalausra íþrótta á RÚV Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júlí 2024 17:08 Á myndinni er hjúkrunarheimilið Grund og höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti. Vísir/Vilhelm Starfsmaður hjúkrunarheimilis segir síðbúinn kvöldfréttatíma og endalausa íþróttadagskrá RÚV í sumar hafa valdið nokkrum usla á heimilinu. Deilt sé um það hvort horfa eigi á íþróttirnar eða eitthvað annað, og margir séu ósáttir við fréttaleysið. Dóttir eldri konu með eigið sjónvarp segir hana ekki treysta sér í slaginn við fjarstýringuna og hún sé því tilneydd til að glápa á íþróttir. Kvöldfréttirnar á RÚV hafa verið klukkan 21 í sumar í stað hefbundna tímans kl 19. Sú tilfærsla var gerð svo að RÚV gæti sýnt frá leikjum evrópumótsins í knattspyrnu og Ólympíuleikunum á aðalrásinni fram eftir kvöldi. „Já það hefur skapast svolítil óeirð af því að fólk er vant sinni rútínu, og það vill bara fá sínar fréttir klukkan sjö,“ segir kona sem vinnur á hjúkrunarheimili í Reykjavík. „Þetta er kannski fólk sem er ekki með besta skammtímaminnið, en maður þarf að minna þau á það á nokkurra mínútna fresti af hverju fréttirnar eru ekki klukkan sjö,“ segir hún. Hápunktur dagsins að horfa á kvöldfréttir Margir íbúar heimilisins eru harðir fréttaaðdáendur, og það hlakkar alltaf í þeim á daginn meðan þau bíða eftir kvöldfréttunum. „Þetta er hápunktur dagsins hjá nokkrum íbúum að horfa á kvöldfréttir,“ segir hún. Íbúar safnist alltaf saman í setustofunni eftir kvöldmat, fái sér ávexti og áþreyfanleg tilhlökkun sé í loftinu eftir kvöldfréttunum. Þetta er hátíðleg stund, segir hún. En þá hefst spurningaflóðið: „Eru ekki fréttir klukkan sjö?“ „Og þá þarf maður að útskýra það aftur og aftur af hverju fréttirnar eru ekki klukkan sjö, og sumir strunsa út úr stofunni í fýlu.“ Hún segir að tímasetningin klukkan níu sé alls ekki heppileg, en margir íbúar heimilisins séu þá að fara í háttinn. Sumir vilja horfa á íþróttirnar Við þessum vanda er engin einföld lausn eins og að skipta um rás eða setja einhvern þátt í gang. Fólkið vill sínar fréttir, og þar að auki vilja sumir horfa á íþróttirnar sem eru í gangi. Þannig ríkir óeining um hlut sem áður var mikil sátt um, hvað skuli vera í sjónvarpinu eftir kvöldmat. Japanir að keppa í badminton. Nú er sýnt frá ólympíuleikunum á RÚV fram eftir kvöldi, en fyrr í sumar var það evrópumótið í knattspyrnu, sem var á dagskrá í stað kvöldfrétta.AP „Maður stendur bara þarna einn með fjarstýringuna og það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Ég hef mikið vald, ég er með þessa fjarstýringu og þarf að reyna þóknast öllum, og get það bara alls ekki,“ segir hún. Vilja bara RÚV En væri ekki ágæt lausn við þessu að horfa bara á kvöldfréttir Stöðvar 2 í staðinn? „Nei því það er ekki RÚV. Þau vilja mörg bara RÚV, það er ekkert flóknara en það,“ segir hún. Starfsfólkið setji þó stundum kvöldfréttir Stöðvar 2 í gang, en þá spyrja sumir íbúar, „Af hverju er Stöð 2 í gangi?“ Íbúar heimilisins eru miklir aðdáendur ríkisútvarpsins.RÚV Sumir kippi sér auðvitað ekkert upp við það að horfa á annað en RÚV, en margir íbúar séu „harkalegir RÚV-menn“ og lítið sé við því að gera. Treystir sér ekki í slaginn við fjarstýringuna Margir eldri borgarar búa við það að ráða yfir eigin sjónvarpi, hvort sem það er inni á eigin herbergi á hjúkrunarheimili eða á heimili sínu. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir segir aldraða móður sína langþreytta á endalausri íþróttadagskrá RÚV, en hún býr ekki yfir tæknilegu færninni sem þarf til að skipta um rás. Steinunn segir sjónvarp og útvarp mikilvæga afþreyingu fyrir móður hennar, en í sumar hafi hún þó varla kveikt á sjónvarpinu vegna endalausra íþrótta sem þar eru á dagskrá. Móðirin treystir sér ekki í flóknari slag við fjarstýringuna, og getur því ekki nýtt sér sarpinn eða neitt svoleiðis, sem gert er ráð fyrir að fólk geri. „Bankar og fjölmiðlar gera allir ráð fyrir því að við séum öll mjög tæknivædd og koma illa fram við elsta hópinn.“ segir Steinunn. Henni finnst ákvörðun RÚV sérstök, fólk geti ekki horft á neitt nema íþróttir í allt sumar. „Fyrir hönd [móður minnar] langar mig að hvetja RÚV til að færa þessar íþróttir yfir á RÚV 2 og hafa eitthvað almennilegt fyrir þau sem þurfa á efninu að halda,“ segir Steinunn. Ríkisútvarpið Hjúkrunarheimili Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Kvöldfréttirnar á RÚV hafa verið klukkan 21 í sumar í stað hefbundna tímans kl 19. Sú tilfærsla var gerð svo að RÚV gæti sýnt frá leikjum evrópumótsins í knattspyrnu og Ólympíuleikunum á aðalrásinni fram eftir kvöldi. „Já það hefur skapast svolítil óeirð af því að fólk er vant sinni rútínu, og það vill bara fá sínar fréttir klukkan sjö,“ segir kona sem vinnur á hjúkrunarheimili í Reykjavík. „Þetta er kannski fólk sem er ekki með besta skammtímaminnið, en maður þarf að minna þau á það á nokkurra mínútna fresti af hverju fréttirnar eru ekki klukkan sjö,“ segir hún. Hápunktur dagsins að horfa á kvöldfréttir Margir íbúar heimilisins eru harðir fréttaaðdáendur, og það hlakkar alltaf í þeim á daginn meðan þau bíða eftir kvöldfréttunum. „Þetta er hápunktur dagsins hjá nokkrum íbúum að horfa á kvöldfréttir,“ segir hún. Íbúar safnist alltaf saman í setustofunni eftir kvöldmat, fái sér ávexti og áþreyfanleg tilhlökkun sé í loftinu eftir kvöldfréttunum. Þetta er hátíðleg stund, segir hún. En þá hefst spurningaflóðið: „Eru ekki fréttir klukkan sjö?“ „Og þá þarf maður að útskýra það aftur og aftur af hverju fréttirnar eru ekki klukkan sjö, og sumir strunsa út úr stofunni í fýlu.“ Hún segir að tímasetningin klukkan níu sé alls ekki heppileg, en margir íbúar heimilisins séu þá að fara í háttinn. Sumir vilja horfa á íþróttirnar Við þessum vanda er engin einföld lausn eins og að skipta um rás eða setja einhvern þátt í gang. Fólkið vill sínar fréttir, og þar að auki vilja sumir horfa á íþróttirnar sem eru í gangi. Þannig ríkir óeining um hlut sem áður var mikil sátt um, hvað skuli vera í sjónvarpinu eftir kvöldmat. Japanir að keppa í badminton. Nú er sýnt frá ólympíuleikunum á RÚV fram eftir kvöldi, en fyrr í sumar var það evrópumótið í knattspyrnu, sem var á dagskrá í stað kvöldfrétta.AP „Maður stendur bara þarna einn með fjarstýringuna og það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Ég hef mikið vald, ég er með þessa fjarstýringu og þarf að reyna þóknast öllum, og get það bara alls ekki,“ segir hún. Vilja bara RÚV En væri ekki ágæt lausn við þessu að horfa bara á kvöldfréttir Stöðvar 2 í staðinn? „Nei því það er ekki RÚV. Þau vilja mörg bara RÚV, það er ekkert flóknara en það,“ segir hún. Starfsfólkið setji þó stundum kvöldfréttir Stöðvar 2 í gang, en þá spyrja sumir íbúar, „Af hverju er Stöð 2 í gangi?“ Íbúar heimilisins eru miklir aðdáendur ríkisútvarpsins.RÚV Sumir kippi sér auðvitað ekkert upp við það að horfa á annað en RÚV, en margir íbúar séu „harkalegir RÚV-menn“ og lítið sé við því að gera. Treystir sér ekki í slaginn við fjarstýringuna Margir eldri borgarar búa við það að ráða yfir eigin sjónvarpi, hvort sem það er inni á eigin herbergi á hjúkrunarheimili eða á heimili sínu. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir segir aldraða móður sína langþreytta á endalausri íþróttadagskrá RÚV, en hún býr ekki yfir tæknilegu færninni sem þarf til að skipta um rás. Steinunn segir sjónvarp og útvarp mikilvæga afþreyingu fyrir móður hennar, en í sumar hafi hún þó varla kveikt á sjónvarpinu vegna endalausra íþrótta sem þar eru á dagskrá. Móðirin treystir sér ekki í flóknari slag við fjarstýringuna, og getur því ekki nýtt sér sarpinn eða neitt svoleiðis, sem gert er ráð fyrir að fólk geri. „Bankar og fjölmiðlar gera allir ráð fyrir því að við séum öll mjög tæknivædd og koma illa fram við elsta hópinn.“ segir Steinunn. Henni finnst ákvörðun RÚV sérstök, fólk geti ekki horft á neitt nema íþróttir í allt sumar. „Fyrir hönd [móður minnar] langar mig að hvetja RÚV til að færa þessar íþróttir yfir á RÚV 2 og hafa eitthvað almennilegt fyrir þau sem þurfa á efninu að halda,“ segir Steinunn.
Ríkisútvarpið Hjúkrunarheimili Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira